Um 60 vistmenn í Breiðavík hafa sótt um sanngirnisbætur 1. desember 2010 06:00 Greitt úr málum Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vegna vistheimila, hefur leiðbeint fjölda manna við að útbúa umsóknir um bætur.fréttablaðið/gva Búist er við að um níutíu vistmenn á Breiðavíkurheimilinu krefjist bóta á grundvelli laga um sanngirnisbætur. Lögin voru samþykkt í maí. Í fyrri hluta október var í auglýsingum skorað á þá er dvöldu á Breiðavík á árunum 1952 til 1979 og urðu fyrir illri meðferð eða ofbeldi að lýsa kröfu um skaðabætur. Kröfufrestur er til 26. janúar. Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vegna vistheimila, hefur leiðbeint fjölda manna við að útbúa umsóknir um bætur frá því að hún tók til starfa undir lok september. „Ég er þegar búin að ganga frá um sextíu umsóknum og býst við að um það bil tíu bætist við hjá mér. Svo má reikna með að um tuttugu sendi sínar umsóknir beint til sýslumanns,“ segir Guðrún, en sýslumaðurinn á Siglufirði tekur afstöðu til krafna fyrir hönd ríkisins. 158 dvöldu á Breiðavíkurheimilinu á umræddu tímabili. 81 kom í viðtal við nefnd forsætisráðherra sem rannsakaði starfsemi þess. Talið er að 35 séu látnir. Guðrún segir ekki við því að búast að allir eftirlifandi sæki bætur. „Sumir vilja gleyma og ekkert aðhafast. Ég mun ekki hafa frumkvæði að því að hafa samband við menn. Það er misjafnt hvernig þeir vilja vinna úr þessum atburðum.“ Reiknað er með að sýslumaður úrskurði um bætur fljótlega í febrúar. Uni menn ekki úrskurði sýslumanns geta þeir vísað kröfu sinni til úrskurðarnefndar. Fá þeir lögfræðiaðstoð til að reka mál sitt fyrir nefndinni. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að 235 milljónum króna verði varið til sanngirnisbóta á næsta ári. Í lögum um bæturnar er gert ráð fyrir að fjárhæðir allt að tveimur milljónum króna greiðist út í einu lagi. Bætur umfram tvær milljónir og allt að fjórum milljónum greiðast einu og hálfu ári eftir fyrstu útborgun og bætur umfram fjórar milljónir þremur árum eftir fyrstu útborgun. Guðrún segir að þegar lokið verði við að innkalla og úrskurða um bætur vegna Breiðavíkurheimilisins fari sama ferli í gang vegna Heyrnleysingjaskólans og Kumbaravogs. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Fleiri fréttir „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Sjá meira
Búist er við að um níutíu vistmenn á Breiðavíkurheimilinu krefjist bóta á grundvelli laga um sanngirnisbætur. Lögin voru samþykkt í maí. Í fyrri hluta október var í auglýsingum skorað á þá er dvöldu á Breiðavík á árunum 1952 til 1979 og urðu fyrir illri meðferð eða ofbeldi að lýsa kröfu um skaðabætur. Kröfufrestur er til 26. janúar. Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vegna vistheimila, hefur leiðbeint fjölda manna við að útbúa umsóknir um bætur frá því að hún tók til starfa undir lok september. „Ég er þegar búin að ganga frá um sextíu umsóknum og býst við að um það bil tíu bætist við hjá mér. Svo má reikna með að um tuttugu sendi sínar umsóknir beint til sýslumanns,“ segir Guðrún, en sýslumaðurinn á Siglufirði tekur afstöðu til krafna fyrir hönd ríkisins. 158 dvöldu á Breiðavíkurheimilinu á umræddu tímabili. 81 kom í viðtal við nefnd forsætisráðherra sem rannsakaði starfsemi þess. Talið er að 35 séu látnir. Guðrún segir ekki við því að búast að allir eftirlifandi sæki bætur. „Sumir vilja gleyma og ekkert aðhafast. Ég mun ekki hafa frumkvæði að því að hafa samband við menn. Það er misjafnt hvernig þeir vilja vinna úr þessum atburðum.“ Reiknað er með að sýslumaður úrskurði um bætur fljótlega í febrúar. Uni menn ekki úrskurði sýslumanns geta þeir vísað kröfu sinni til úrskurðarnefndar. Fá þeir lögfræðiaðstoð til að reka mál sitt fyrir nefndinni. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að 235 milljónum króna verði varið til sanngirnisbóta á næsta ári. Í lögum um bæturnar er gert ráð fyrir að fjárhæðir allt að tveimur milljónum króna greiðist út í einu lagi. Bætur umfram tvær milljónir og allt að fjórum milljónum greiðast einu og hálfu ári eftir fyrstu útborgun og bætur umfram fjórar milljónir þremur árum eftir fyrstu útborgun. Guðrún segir að þegar lokið verði við að innkalla og úrskurða um bætur vegna Breiðavíkurheimilisins fari sama ferli í gang vegna Heyrnleysingjaskólans og Kumbaravogs. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Fleiri fréttir „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Sjá meira