Herbalife og jurtir sem geta valdið lifrarskaða 17. júní 2010 06:00 Undirrituð birtu grein í marshefti Læknablaðsins um aukaverkanir af Herbalife og í maíhefti blaðsins birtust athugasemdir framleiðandans og svör okkar við þeim. Þar sem nokkuð hefur borið á röngum frásögnum af efni þessarar greinar viljum við árétta fáein atriði. Bent er á vefsíðu Læknablaðsins, www.laeknabladid.is, sem er öllum opin. Notkun fæðubótarefna hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og eru þau notuð í ýmis konar tilgangi. Þar sem um náttúrulegar afurðir er að ræða er nokkuð almenn trú að þær séu skaðlausar og svo er reyndar í flestum tilvikum. Hins vegar er vel þekkt að ýmsar jurtir og fæðubótarefni geta valdið aukaverkunum m.a. lifrarskaða. Við könnun meðal lækna í landinu sem var birt í Læknablaðinu 2002 komu fram sterkar vísbendingar um að Herbalife kynni að tengjast lifrarskaða. Síðan fengum við smám saman vitneskju um fleiri tilfelli af þessum toga og það var skylda okkar að skoða þessi tilfelli nánar og birta niðurstöðurnar. Mikilvægt er að hafa í huga að hér er ekki um fyrstu tilfellin að ræða. Á árunum 2007-9 birtust fjórar ritgerðir í virtum erlendum læknisfræðitímaritum þar sem samtals var lýst 28 sjúklingum, í þremur löndum, með lifrarskaða sem talinn er tengjast notkun Herbalife. Í inngangi greinar okkar í Læknablaðinu er almenn umfjöllun um jurtir sem eru þekktar að því að geta valdið lifrarskaða eins og kava, grænt te, ma-huang (inniheldur efedrín), aloe vera en krossfífill og hóffífill eru nefndir sem dæmi um íslenskar jurtir. Þetta er almenn umfjöllun um slíkar jurtir og það er ekki fyrr en í síðasta kafla ritgerðarinnar, umræðukaflanum, sem að fjallað er um innihald í vörum frá Herbalife. Langflestar vörur frá Herbalife innihalda engin efni sem tengjast lifrarskaða en sumar Herbalife-vörur innihalda grænt te (útdrátt), aloe vera eða negul. Í grein okkar er einnig skýrt tekið fram að ekki sé vitað hvaða efni í Herbalife-vörum gætu valdið lifrarskaða, einungis er hægt að geta sér til að þar sé um að ræða einhverjar varasamar jurtir og síðan eru nefnd grænt te (útdráttur) og negull sem hugsanlegir orsakavaldar vegna þess að þau eru í vörunum sem okkar sjúklingar tóku. Lítill sem enginn vafi leikur á því að útdráttur (e. extract) úr grænu tei getur valdið lifrarskaða. Vörur með þessu innihaldi eru oftast töflur, hylki eða duft og í innihaldslýsingu stendur: útdráttur úr grænu tei (e. green tea extract). Málið snýst um magn og með því að taka inn útdrátt er verið að innbyrða mikið magn af innihaldsefnum tesins. Stundum hafa vörur með þessu innihaldi valdið lifrarskaða í svo miklum mæli að þær hafa verið teknar af markaði (t.d. vörurnar CUUR og Exolise í nokkrum Evrópulöndum). Ekki er vitað með vissu hvaða efni í grænu tei gætu gert gagn eða valdið skaða en helst er horft til nokkurra efna af flokki katekína. Grænt te sem bruggað er á venjulegan hátt og drukkið í hóflegu magni er talið alveg hættulaust. Safinn úr stönglum Aloe vera jurtarinnar á sér langa sögu við meðferð alls kyns húðkvilla og verður ekki fjölyrt um það hér. Það er líka talsverð reynsla af því að taka þennan safa inn á formi taflna, hylkja, hlaups eða vökva. Nokkur tilfelli af lifrarskaða sem tengjast notkun Aloe vera til inntöku hafa komið fram á undanförnum árum í Evrópu, Ameríku og Asíu. Ekki eru þekkt þau innihaldsefni í Aloe vera sem gætu valdið lifrarskaða. Talið er að negull sé meinlaus þegar hann er notaður sem krydd. Í fæðubótarefnum er hins vegar oftast um mun meira magn að ræða og stundum er notuð tiltölulega hrein negulolía (evgenól). Negull inniheldur negulolíu sem er eitruð fyrir lifrina og getur valdið lifrarskaða ef magnið fer yfir ákveðin mörk. Í Bandaríkjunum og víðar er fólk með lifrarsjúkdóma varað við að nota negul og fæðubótarefni sem innihalda negul. Ef haft er í huga hversu útbreidd notkun Herbalife og fæðubótarefna almennt er, er ljóst að lifrarskaði er sárasjaldgæfur. Eigi að síður er mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk og almenningur sé meðvitaður um þessa alvarlegu aukaverkun. Við mælum ekki gegn notkun fæðubótarefna sem innihalda umrædd náttúruefni en finnst mikilvægt að almenningur sé upplýstur um aukaverkanir sem fylgt geta notkun þeirra, þó að þær séu vissulega sjaldgæfar. Á vef Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is, er vefeyðublað til tilkynninga á aukaverkunum lyfja og fæðubótarefna. Þetta er opið fyrir lækna, annað heilbrigðisstarfsfólk og almenning. Höfundar hafa engin hagsmunatengsl sem gætu haft áhrif á niðurstöður okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Undirrituð birtu grein í marshefti Læknablaðsins um aukaverkanir af Herbalife og í maíhefti blaðsins birtust athugasemdir framleiðandans og svör okkar við þeim. Þar sem nokkuð hefur borið á röngum frásögnum af efni þessarar greinar viljum við árétta fáein atriði. Bent er á vefsíðu Læknablaðsins, www.laeknabladid.is, sem er öllum opin. Notkun fæðubótarefna hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og eru þau notuð í ýmis konar tilgangi. Þar sem um náttúrulegar afurðir er að ræða er nokkuð almenn trú að þær séu skaðlausar og svo er reyndar í flestum tilvikum. Hins vegar er vel þekkt að ýmsar jurtir og fæðubótarefni geta valdið aukaverkunum m.a. lifrarskaða. Við könnun meðal lækna í landinu sem var birt í Læknablaðinu 2002 komu fram sterkar vísbendingar um að Herbalife kynni að tengjast lifrarskaða. Síðan fengum við smám saman vitneskju um fleiri tilfelli af þessum toga og það var skylda okkar að skoða þessi tilfelli nánar og birta niðurstöðurnar. Mikilvægt er að hafa í huga að hér er ekki um fyrstu tilfellin að ræða. Á árunum 2007-9 birtust fjórar ritgerðir í virtum erlendum læknisfræðitímaritum þar sem samtals var lýst 28 sjúklingum, í þremur löndum, með lifrarskaða sem talinn er tengjast notkun Herbalife. Í inngangi greinar okkar í Læknablaðinu er almenn umfjöllun um jurtir sem eru þekktar að því að geta valdið lifrarskaða eins og kava, grænt te, ma-huang (inniheldur efedrín), aloe vera en krossfífill og hóffífill eru nefndir sem dæmi um íslenskar jurtir. Þetta er almenn umfjöllun um slíkar jurtir og það er ekki fyrr en í síðasta kafla ritgerðarinnar, umræðukaflanum, sem að fjallað er um innihald í vörum frá Herbalife. Langflestar vörur frá Herbalife innihalda engin efni sem tengjast lifrarskaða en sumar Herbalife-vörur innihalda grænt te (útdrátt), aloe vera eða negul. Í grein okkar er einnig skýrt tekið fram að ekki sé vitað hvaða efni í Herbalife-vörum gætu valdið lifrarskaða, einungis er hægt að geta sér til að þar sé um að ræða einhverjar varasamar jurtir og síðan eru nefnd grænt te (útdráttur) og negull sem hugsanlegir orsakavaldar vegna þess að þau eru í vörunum sem okkar sjúklingar tóku. Lítill sem enginn vafi leikur á því að útdráttur (e. extract) úr grænu tei getur valdið lifrarskaða. Vörur með þessu innihaldi eru oftast töflur, hylki eða duft og í innihaldslýsingu stendur: útdráttur úr grænu tei (e. green tea extract). Málið snýst um magn og með því að taka inn útdrátt er verið að innbyrða mikið magn af innihaldsefnum tesins. Stundum hafa vörur með þessu innihaldi valdið lifrarskaða í svo miklum mæli að þær hafa verið teknar af markaði (t.d. vörurnar CUUR og Exolise í nokkrum Evrópulöndum). Ekki er vitað með vissu hvaða efni í grænu tei gætu gert gagn eða valdið skaða en helst er horft til nokkurra efna af flokki katekína. Grænt te sem bruggað er á venjulegan hátt og drukkið í hóflegu magni er talið alveg hættulaust. Safinn úr stönglum Aloe vera jurtarinnar á sér langa sögu við meðferð alls kyns húðkvilla og verður ekki fjölyrt um það hér. Það er líka talsverð reynsla af því að taka þennan safa inn á formi taflna, hylkja, hlaups eða vökva. Nokkur tilfelli af lifrarskaða sem tengjast notkun Aloe vera til inntöku hafa komið fram á undanförnum árum í Evrópu, Ameríku og Asíu. Ekki eru þekkt þau innihaldsefni í Aloe vera sem gætu valdið lifrarskaða. Talið er að negull sé meinlaus þegar hann er notaður sem krydd. Í fæðubótarefnum er hins vegar oftast um mun meira magn að ræða og stundum er notuð tiltölulega hrein negulolía (evgenól). Negull inniheldur negulolíu sem er eitruð fyrir lifrina og getur valdið lifrarskaða ef magnið fer yfir ákveðin mörk. Í Bandaríkjunum og víðar er fólk með lifrarsjúkdóma varað við að nota negul og fæðubótarefni sem innihalda negul. Ef haft er í huga hversu útbreidd notkun Herbalife og fæðubótarefna almennt er, er ljóst að lifrarskaði er sárasjaldgæfur. Eigi að síður er mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk og almenningur sé meðvitaður um þessa alvarlegu aukaverkun. Við mælum ekki gegn notkun fæðubótarefna sem innihalda umrædd náttúruefni en finnst mikilvægt að almenningur sé upplýstur um aukaverkanir sem fylgt geta notkun þeirra, þó að þær séu vissulega sjaldgæfar. Á vef Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is, er vefeyðublað til tilkynninga á aukaverkunum lyfja og fæðubótarefna. Þetta er opið fyrir lækna, annað heilbrigðisstarfsfólk og almenning. Höfundar hafa engin hagsmunatengsl sem gætu haft áhrif á niðurstöður okkar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar