Sakborningar í Exeter-máli vísa ábyrgð hver á annan 7. október 2010 06:00 fyrsta mál sérstaks saksóknara. Jón Þorsteinn Jónsson, Ragnar Z. Guðjónsson, Styrmir Bragason Exeter Sakborningarnir þrír í svokölluðu Exeter-máli sérstaks saksóknara vísa hver á annan um ábyrgð á veigamiklum atriðum í málinu. Enginn þeirra telur þó að nokkur lög hafi verið brotin. Þetta kemur fram í greinargerðum verjendanna í málinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Málið snýst um rúmlega milljarðs lán sem Byr veitti til félagsins Exeter Holding í árslok 2008 til kaupa á stofnfjárbréfum í Byr af MP banka og stjórnarmönnum sparisjóðsins. Ákærðir eru Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka. Fram kemur í greinargerðunum að þremenningarnir hafi fundað um viðskiptafléttuna í húsakynnum MP banka daginn sem neyðarlögin voru sett, 6. október 2008. Lánið sem rann til Exeter Holdings, félags í eigu Ágústs Sindra Karlssonar, átti upphaflega að vera til dótturfélags MP banka, Fleðu ehf. Því fyrirkomulagi var síðar breytt að frumkvæði MP banka. Jón Þorsteinn og Ragnar segjast hins vegar báðir hafa talið að þegar Exeter Holdings var kynnt til sögunnar af MP banka hefði það verið annað dótturfélag bankans og af þeim sökum hefði lánveitingin verið svo gott sem áhættulaus. Dótturfélag MP banka hefði enda aldrei orðið gjaldþrota. Kveðst Ragnar hafa heimilað að skipta um félag á grundvelli orða Jóns Þorsteins. Í greinargerð verjanda Jóns Þorsteins vísar hann allri ábyrgð á lánveitingum bankans yfir á Ragnar. Jón Þorsteinn hafi, sem stjórnarformaður, ekki haft nokkra heimild né aðstöðu til að lána fé Byrs – sparisjóðsstjórar tækju ákvarðanir um slíkt. Í greinargerð Ragnars er hins vegar sérstaklega vikið að öðru lánanna sem málið snýst um. Þar er fullyrt að Ragnar hafi hafnað beiðninni um lánið, ríflega 200 milljónir, en Jón Þorsteinn tekið fram fyrir hendurnar á honum og látið samþykkja hana í stjórn Byrs. Þetta segir verjandi Jóns Þorsteins ósannað. Styrmir Þór er ákærður fyrir hlutdeild í brotum hinna, og peningaþvætti með því að taka að endingu við fé frá þeim sem seldu stofnfjárbréfin til Exeter. Þeir höfðu á sínum tíma fengið lánað fyrir kaupunum frá MP banka og gátu greitt þau lán eftir söluna til Exeter. Verjandi hans hafnar ásökununum alfarið. „Engum getur dottið í hug – nema ef til vill sérstökum saksóknara – að það hafi verið hlutverk skjólstæðings míns að sjá um að starfsmenn og stjórnendur Byrs færu eftir þeim reglum sem um störf þeirra giltu,“ segir Ragnar H. Hall, verjandi Styrmis. Hafi lánin verið ólögleg, sem sé ósannað, hafi Styrmir ekkert vitað um það heldur einungis tekið við greiðslu eins og eðlilegt hafi verið. stigur@frettabladid.is fyrsta mál sérstaks saksóknara. Jón Þorsteinn Jónsson, Ragnar Z. Guðjónsson, Styrmir Bragason Exeter Fréttir Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Sakborningarnir þrír í svokölluðu Exeter-máli sérstaks saksóknara vísa hver á annan um ábyrgð á veigamiklum atriðum í málinu. Enginn þeirra telur þó að nokkur lög hafi verið brotin. Þetta kemur fram í greinargerðum verjendanna í málinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Málið snýst um rúmlega milljarðs lán sem Byr veitti til félagsins Exeter Holding í árslok 2008 til kaupa á stofnfjárbréfum í Byr af MP banka og stjórnarmönnum sparisjóðsins. Ákærðir eru Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka. Fram kemur í greinargerðunum að þremenningarnir hafi fundað um viðskiptafléttuna í húsakynnum MP banka daginn sem neyðarlögin voru sett, 6. október 2008. Lánið sem rann til Exeter Holdings, félags í eigu Ágústs Sindra Karlssonar, átti upphaflega að vera til dótturfélags MP banka, Fleðu ehf. Því fyrirkomulagi var síðar breytt að frumkvæði MP banka. Jón Þorsteinn og Ragnar segjast hins vegar báðir hafa talið að þegar Exeter Holdings var kynnt til sögunnar af MP banka hefði það verið annað dótturfélag bankans og af þeim sökum hefði lánveitingin verið svo gott sem áhættulaus. Dótturfélag MP banka hefði enda aldrei orðið gjaldþrota. Kveðst Ragnar hafa heimilað að skipta um félag á grundvelli orða Jóns Þorsteins. Í greinargerð verjanda Jóns Þorsteins vísar hann allri ábyrgð á lánveitingum bankans yfir á Ragnar. Jón Þorsteinn hafi, sem stjórnarformaður, ekki haft nokkra heimild né aðstöðu til að lána fé Byrs – sparisjóðsstjórar tækju ákvarðanir um slíkt. Í greinargerð Ragnars er hins vegar sérstaklega vikið að öðru lánanna sem málið snýst um. Þar er fullyrt að Ragnar hafi hafnað beiðninni um lánið, ríflega 200 milljónir, en Jón Þorsteinn tekið fram fyrir hendurnar á honum og látið samþykkja hana í stjórn Byrs. Þetta segir verjandi Jóns Þorsteins ósannað. Styrmir Þór er ákærður fyrir hlutdeild í brotum hinna, og peningaþvætti með því að taka að endingu við fé frá þeim sem seldu stofnfjárbréfin til Exeter. Þeir höfðu á sínum tíma fengið lánað fyrir kaupunum frá MP banka og gátu greitt þau lán eftir söluna til Exeter. Verjandi hans hafnar ásökununum alfarið. „Engum getur dottið í hug – nema ef til vill sérstökum saksóknara – að það hafi verið hlutverk skjólstæðings míns að sjá um að starfsmenn og stjórnendur Byrs færu eftir þeim reglum sem um störf þeirra giltu,“ segir Ragnar H. Hall, verjandi Styrmis. Hafi lánin verið ólögleg, sem sé ósannað, hafi Styrmir ekkert vitað um það heldur einungis tekið við greiðslu eins og eðlilegt hafi verið. stigur@frettabladid.is fyrsta mál sérstaks saksóknara. Jón Þorsteinn Jónsson, Ragnar Z. Guðjónsson, Styrmir Bragason Exeter
Fréttir Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent