Vill órólega deild VG fella stjórnina? 26. ágúst 2010 06:15 Órói virðist hafa aukist innan Vinstri grænna vegna stjórnarsamvinnunnar við Samfylkinguna. Síðasta upphlaup VG vegna Magma málsins var stórt og ekki enn séð fyrir endann á því. Stuttu áður var upphlaup hjá VG vegna umsóknarinnar um aðild að ESB en því máli var frestað til hausts. Það var þó í stjórnarsáttmálanum að sækja ætti um aðild að ESB þannig að ekki var ástæða til þess að efna til upphlaups út af því máli. Stærsta upphlaupið var þó vegna Icesave-málsins en þar var ágreiningur svo mikill, að Ögmundur Jónasson þá heilbrigðisráðherra, sagði af sér ráðherraembætti í mótmælaskyni við stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu. Stöðug upphlaup órólegu deildarinnar í VG veikja að sjálfsögðu ríkisstjórnina.Eðlilegra væri að að leysa ágreiningsmál stjórnarflokkannan innan stjórnarflokkanna í stað þess að bera þau alltaf á torg. En engu er líkara en VG kunni ekki að vera í ríkisstjórn. VG virðist halda, að flokkurinn geti bæði verið með og móti ríkisstjórninni. Það gengur ekki til lengdar. Ekki betra að rifta samningum við MagmaÓrólega deildin í VG hefur lagt mikla áherslu á að rifta samningnum við Magma um kaup á meirihluta í HS Orku.Sagt er,að samningurinn sé ógildur, þar eð um „skúffufyrirtæki" hafi verið að ræða í Svíþjóð,sem keypt hafi hlutinn í HS Orku. Ég tel að vísu að fyrirtækið í Svíþjóð sé löglegur lögaðili og að ekkert sé í lögum sem skyldi félagið í Svíþjóð til þess að hafa aðra starfsemi með höndum en eignarhald.En ef rannsókn ríkisstjórnarinnar leiðir í ljós,að samningurinn við sænska félagið sé ólöglegur þá telst samningurinn ógildur og verður felldur úr gildi. En fari svo tekur Glitnir eða kröfuhafar félagsins við HS Orku á ný en þar er einnig um útlendinga að ræða. Það verður því farið úr öskunni í eldinn. Órólega deildin í VG gerði litlar athugasemdir þegar samningur Magma var gerður við HS Orku í sumar. Upphlaupið hófst ekki fyrr en að samningsgerð lokinni. VG verður að virða stjórnarsáttmálannUpphlaup órólegu deildar VG á flokksráðsfundi vegna ESB umsóknar er enn undarlegra. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, tók það skýrt fram þegar ríkisstjórnin var mynduð, að það væri gott að fá að vita hvað í boði væri hjá ESB og þess vegna hefði VG fallist á, að sótt yrði um aðild að sambandinu. Síðan yrði málið lagt undir þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðin látin skera úr um það hvort Ísland ætti að ganga í ESB. En hvers vegna er órólega deildin í VG þá að efna til upphlaups um þetta mál, sem flokkurinn var búinn að semja við Samfylkinguna um. Málið er alveg skýrt í stjórnarsáttmálanum. Það er brot á stjórnarsáttmálanum, ef einstakir þingmenn VG samþykkja að draga eigi umsókn um aðild að ESB til baka. Icesave málið er eitt málið, sem mikill ágreiningur er um innan VG. Ögmundur Jónasson hefur verið fremstur í flokki andstæðinga stefnu stjórnarinnar í málinu. Margir telja nauðsynlegt að veita honum sæti í ríkisstjórninni á ný og að þá sé líklegra að unnt verði að leysa ágreining um Icesave innan ríkisstjórnarinnar. Ef til vill er það rétt. Raunar tel ég, að Ögmundur hefði aldrei átt að segja sig úr stjórninni. Það voru mstök, að hann skyldi fara úr stjórninni. Samfylkingin getur misst þolinmæðinaÓrólega deildin í VG verður að gera upp við sig hvort hún ætlar að styðja stjórnina eða ekki. Samfylkingin getur misst þolinmæðina, ef þessi stöðugu upphlaup halda áfram. Ríkisstjórnin verður ekki starfhæf, ef einhverjir þingmenn VG eru stöðugt að lýsa því yfir, að þeir hætti að styðja stjórnina, ef þeir fái ekki þessu og þessu framgengt. Slík vinnubrögð ganga ekki áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Órói virðist hafa aukist innan Vinstri grænna vegna stjórnarsamvinnunnar við Samfylkinguna. Síðasta upphlaup VG vegna Magma málsins var stórt og ekki enn séð fyrir endann á því. Stuttu áður var upphlaup hjá VG vegna umsóknarinnar um aðild að ESB en því máli var frestað til hausts. Það var þó í stjórnarsáttmálanum að sækja ætti um aðild að ESB þannig að ekki var ástæða til þess að efna til upphlaups út af því máli. Stærsta upphlaupið var þó vegna Icesave-málsins en þar var ágreiningur svo mikill, að Ögmundur Jónasson þá heilbrigðisráðherra, sagði af sér ráðherraembætti í mótmælaskyni við stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu. Stöðug upphlaup órólegu deildarinnar í VG veikja að sjálfsögðu ríkisstjórnina.Eðlilegra væri að að leysa ágreiningsmál stjórnarflokkannan innan stjórnarflokkanna í stað þess að bera þau alltaf á torg. En engu er líkara en VG kunni ekki að vera í ríkisstjórn. VG virðist halda, að flokkurinn geti bæði verið með og móti ríkisstjórninni. Það gengur ekki til lengdar. Ekki betra að rifta samningum við MagmaÓrólega deildin í VG hefur lagt mikla áherslu á að rifta samningnum við Magma um kaup á meirihluta í HS Orku.Sagt er,að samningurinn sé ógildur, þar eð um „skúffufyrirtæki" hafi verið að ræða í Svíþjóð,sem keypt hafi hlutinn í HS Orku. Ég tel að vísu að fyrirtækið í Svíþjóð sé löglegur lögaðili og að ekkert sé í lögum sem skyldi félagið í Svíþjóð til þess að hafa aðra starfsemi með höndum en eignarhald.En ef rannsókn ríkisstjórnarinnar leiðir í ljós,að samningurinn við sænska félagið sé ólöglegur þá telst samningurinn ógildur og verður felldur úr gildi. En fari svo tekur Glitnir eða kröfuhafar félagsins við HS Orku á ný en þar er einnig um útlendinga að ræða. Það verður því farið úr öskunni í eldinn. Órólega deildin í VG gerði litlar athugasemdir þegar samningur Magma var gerður við HS Orku í sumar. Upphlaupið hófst ekki fyrr en að samningsgerð lokinni. VG verður að virða stjórnarsáttmálannUpphlaup órólegu deildar VG á flokksráðsfundi vegna ESB umsóknar er enn undarlegra. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, tók það skýrt fram þegar ríkisstjórnin var mynduð, að það væri gott að fá að vita hvað í boði væri hjá ESB og þess vegna hefði VG fallist á, að sótt yrði um aðild að sambandinu. Síðan yrði málið lagt undir þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðin látin skera úr um það hvort Ísland ætti að ganga í ESB. En hvers vegna er órólega deildin í VG þá að efna til upphlaups um þetta mál, sem flokkurinn var búinn að semja við Samfylkinguna um. Málið er alveg skýrt í stjórnarsáttmálanum. Það er brot á stjórnarsáttmálanum, ef einstakir þingmenn VG samþykkja að draga eigi umsókn um aðild að ESB til baka. Icesave málið er eitt málið, sem mikill ágreiningur er um innan VG. Ögmundur Jónasson hefur verið fremstur í flokki andstæðinga stefnu stjórnarinnar í málinu. Margir telja nauðsynlegt að veita honum sæti í ríkisstjórninni á ný og að þá sé líklegra að unnt verði að leysa ágreining um Icesave innan ríkisstjórnarinnar. Ef til vill er það rétt. Raunar tel ég, að Ögmundur hefði aldrei átt að segja sig úr stjórninni. Það voru mstök, að hann skyldi fara úr stjórninni. Samfylkingin getur misst þolinmæðinaÓrólega deildin í VG verður að gera upp við sig hvort hún ætlar að styðja stjórnina eða ekki. Samfylkingin getur misst þolinmæðina, ef þessi stöðugu upphlaup halda áfram. Ríkisstjórnin verður ekki starfhæf, ef einhverjir þingmenn VG eru stöðugt að lýsa því yfir, að þeir hætti að styðja stjórnina, ef þeir fái ekki þessu og þessu framgengt. Slík vinnubrögð ganga ekki áfram.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun