Landeyjahöfn og jólasveinninn 18. ágúst 2010 06:00 Mikil fagnaðarlæti hafa verið vegna Landeyjahafnar en ég ætla að leyfa mér að gerast veisluspillir. Loftmyndir sýna að þetta hafnarmannvirki er byggt á sandi í bókstaflegri merkingu. Landeyjahöfn er góðærisverkefni og verður dýrt spaug fyrir skattgreiðendur. Fjórir milljarðar þegar farnir í verkefnið og það er væntanlega bara byrjunin. Það þarf að moka 30 þúsund tonnum af sandi árlega úr höfninni sem hlýtur að kosta stórfé. Síðan eru nauðsynlegar vegabætur sem þarf að ráðast í og gerð aðstöðu fyrir smábáta. Viðhald og endurbætur ýmis konar bæta við reikninginn og hér er enn ein höfnin sem ríkissjóður þarf að halda við og reka. Svo hlýtur að vera mikið sandfok þarna við vissar aðstæður sem gæti skemmt bíla. Jarðgöng hefðu verið enn vitlausari kostur, svona eins og að bora jarðgöng í gegnum Eyjafjallajökul. Árna Johnsen hefur verið þökkuð framkvæmdin og skýrir það margt. Kannski að Árni sé ekki það sem flestir halda og ekki má segja, heldur misskilinn snillingur með góða dómgreind. Eyjarskeggjar eru jú stórhuga fólk og til að mynda skuldar einn eyjarskeggja um 50 milljarða sem hann getur auðvitað aldrei borgað til baka, en lifir samt kóngalífi og geri aðrir betur. Samgönguráðherra mætti í veisluna í Landeyjahöfn í hlutverki jólasveinsins og lofaði nýrri ferju. Hann ætlar að skipa starfshóp sem mun komast að þeirri fyrirfram gefnu niðurstöðu að brýn nauðsyn sé á nýrri og flottri ferju og mun rökin ekki skorta. Þetta lá í orðum jólasveinsins. Ekki veit ég þó hvaða alvarlegu vankantar eru á núverandi ferju eða hvaða jólasveinn gaf grænt ljós á Landeyjahöfn. Við höfum talsmann neytenda en hvað með að setja á laggirnar embætti talsmanns skattborgaranna! Hann gæti þá gripið til varna þegar stjórnmálamenn bregða sér í hlutverk jólasveinsins, en það er nú alltaf þægilegt að vera örlátur á annarra fé. Ef ég þyrfti að fara oft á milli höfuðborgarsvæðisins og eyja þá sé ég nú ekki kostinn við Landeyjahöfn. Það er tæplega einnar klukkustunda þægilegur akstur til Þorlákshafnar í lítilli umferð, en að keyra austur í Landeyjar er annað mál og yfir Hellisheiðina að fara og um alla Kambana og mikill umferðarþungi almennt á þjóðveginum austur í Landeyjar. Það er um 4 klukkustunda þreytandi akstur til höfuðborgarsvæðisins og til baka og fjarlægðin er samtals um 270 kílómetrar. Ef Þrengslin eru farin þá er vegalengdin samtals um 290 kílómetrar. Það eru ekki nema um 50 kílómetrar á milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar og akstur því samtals um 100 kílómetrar. Ég myndi hiklaust velja Þorlákshöfn sem ferjustað og slaka svo á um borð í ferjunni. Að hafa ferjustaðinn í Landeyjahöfn er gott fyrir suma en ekki aðra og ég held að margir eyjarskeggjar gætu verið mér sammála. Ég held að það renni tvær grímur á marga eyjarskeggja þegar þeir þurfa að keyra í 4 klukkustundir til að komast til höfuðborgarsvæðisins og til baka. Mig grunar að endirinn á málinu verði sá að ferjan muni fara jafnoft til Þorlákshafnar eins og til Landeyja. Fyrir Árna Johnsen er Landeyjahöfn þó góður kostur því hann er greinilega æviráðinn þingmaður og getur heilsað upp á atkvæðin sín á leiðinni á milli Landeyja og Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Mikil fagnaðarlæti hafa verið vegna Landeyjahafnar en ég ætla að leyfa mér að gerast veisluspillir. Loftmyndir sýna að þetta hafnarmannvirki er byggt á sandi í bókstaflegri merkingu. Landeyjahöfn er góðærisverkefni og verður dýrt spaug fyrir skattgreiðendur. Fjórir milljarðar þegar farnir í verkefnið og það er væntanlega bara byrjunin. Það þarf að moka 30 þúsund tonnum af sandi árlega úr höfninni sem hlýtur að kosta stórfé. Síðan eru nauðsynlegar vegabætur sem þarf að ráðast í og gerð aðstöðu fyrir smábáta. Viðhald og endurbætur ýmis konar bæta við reikninginn og hér er enn ein höfnin sem ríkissjóður þarf að halda við og reka. Svo hlýtur að vera mikið sandfok þarna við vissar aðstæður sem gæti skemmt bíla. Jarðgöng hefðu verið enn vitlausari kostur, svona eins og að bora jarðgöng í gegnum Eyjafjallajökul. Árna Johnsen hefur verið þökkuð framkvæmdin og skýrir það margt. Kannski að Árni sé ekki það sem flestir halda og ekki má segja, heldur misskilinn snillingur með góða dómgreind. Eyjarskeggjar eru jú stórhuga fólk og til að mynda skuldar einn eyjarskeggja um 50 milljarða sem hann getur auðvitað aldrei borgað til baka, en lifir samt kóngalífi og geri aðrir betur. Samgönguráðherra mætti í veisluna í Landeyjahöfn í hlutverki jólasveinsins og lofaði nýrri ferju. Hann ætlar að skipa starfshóp sem mun komast að þeirri fyrirfram gefnu niðurstöðu að brýn nauðsyn sé á nýrri og flottri ferju og mun rökin ekki skorta. Þetta lá í orðum jólasveinsins. Ekki veit ég þó hvaða alvarlegu vankantar eru á núverandi ferju eða hvaða jólasveinn gaf grænt ljós á Landeyjahöfn. Við höfum talsmann neytenda en hvað með að setja á laggirnar embætti talsmanns skattborgaranna! Hann gæti þá gripið til varna þegar stjórnmálamenn bregða sér í hlutverk jólasveinsins, en það er nú alltaf þægilegt að vera örlátur á annarra fé. Ef ég þyrfti að fara oft á milli höfuðborgarsvæðisins og eyja þá sé ég nú ekki kostinn við Landeyjahöfn. Það er tæplega einnar klukkustunda þægilegur akstur til Þorlákshafnar í lítilli umferð, en að keyra austur í Landeyjar er annað mál og yfir Hellisheiðina að fara og um alla Kambana og mikill umferðarþungi almennt á þjóðveginum austur í Landeyjar. Það er um 4 klukkustunda þreytandi akstur til höfuðborgarsvæðisins og til baka og fjarlægðin er samtals um 270 kílómetrar. Ef Þrengslin eru farin þá er vegalengdin samtals um 290 kílómetrar. Það eru ekki nema um 50 kílómetrar á milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar og akstur því samtals um 100 kílómetrar. Ég myndi hiklaust velja Þorlákshöfn sem ferjustað og slaka svo á um borð í ferjunni. Að hafa ferjustaðinn í Landeyjahöfn er gott fyrir suma en ekki aðra og ég held að margir eyjarskeggjar gætu verið mér sammála. Ég held að það renni tvær grímur á marga eyjarskeggja þegar þeir þurfa að keyra í 4 klukkustundir til að komast til höfuðborgarsvæðisins og til baka. Mig grunar að endirinn á málinu verði sá að ferjan muni fara jafnoft til Þorlákshafnar eins og til Landeyja. Fyrir Árna Johnsen er Landeyjahöfn þó góður kostur því hann er greinilega æviráðinn þingmaður og getur heilsað upp á atkvæðin sín á leiðinni á milli Landeyja og Reykjavíkur.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun