„Ó borg mín borg“, hvert ert þú að fara? 11. nóvember 2010 06:00 Tilefni þessara skrifa er ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur að hækka raforkuverð til neytenda verulega. Í Morgunblaðinu 31. júlí sl. er grein með yfirskriftinni: „Greiða lítinn arð til eigenda. Orkufyrirtækin hafa ekki greitt mikinn arð til eigenda sinna síðustu árin. Fyrirtækin greiða tugi milljarða í vexti á hverju ári til erlendra banka. Aðeins Orkuveita Reykjavíkur hefur greitt arð til eigenda." Tilvitnun lýkur. Við lestur greinarinnar vakna ýmsar spurningar. Eins og t.d. hver á Orkuveitu Reykjavíkur? Eru það ekki þeir sem borga reikningana frá Orkuveitu Reykjavíkur, sem nú breiðir úr sér langt út fyrir borgarmörkin? Eru það ekki hinir raunverulegu eigendur sem eiga að fá greiddan arð? Hafa stjórn og starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur einkarétt á arðgreiðslum, sbr. grein í Fréttablaðinu 3. ágúst sl.: „Meðallaun í OR 470 þúsund - 16% hækkun hefur orðið á launum starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur á síðustu þremur árum."? Tilvitnun lýkur. Ég vísa einnig í grein í Fréttablaðinu 3. sept. sl. með yfirskriftinni: „Reiðarslag fyrir garðyrkjuna." Tilvitnun lýkur. En hvað með heimilin, aðra neytendur og fyrirtæki? Ég er ekki sátt og fór því á stúfana til að grennslast fyrir um hina lagalegu hlið málsins. Mig minnir nefnilega að bygging Perlunnar á kostnað orkunotenda hafi verið mjög umdeild á sínum tíma, en hún mun sennilega hafa verið upphafið að arðráni Hitaveitu Reykjavíkur, sem nú heitir Orkuveita Reykjavíkur. Í stjórnsýslulögum og vitna ég þá til kennslubókar í norskum stjórnsýslurétti, og gildir væntanlega það sama í norrænum rétti, geta orkuveitur á vegum sveitarfélaga og á það enn frekar við um einokunarfyrirtæki, ekki innheimt samkvæmt gjaldskrá meira fé en sem nemur útgjöldum fyrirtækisins. Ef um orkufyrirtæki er að ræða þá má ekki innheimta meira fé en til að standa undir rekstri og fjárfestingum (lánum og afskriftum) vegna orkuöflunar. Fyrirtækið má innheimta fyrir óvissum útgjöldum en ekki meira en það. Svo hefur verið áratugum saman. Að greiddur er virðisaukaskattur undirstrikar að verið sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu, sem sveitarfélagið má ekki nota til óbeinnar skattheimtu. Sé hagnaður á fyrirtækinu settur í rekstur sveitarfélagsins er það ólöglegt. Ef fyrirtækið greiðir til reksturs sveitarfélagsins telst það skattheimta. Arðgreiðsla til sveitarfélagsins er því óbeinn skattur til þess og þarf lagaheimild til samkvæmt stjórnarskrá. Arðgreiðsla til Reykjavíkurborgar er skattur sem neytendur orku þurfa að greiða og er ólögmæt greiðsla. Af hverju skulu Hvergerðingar og Kópavogsbúar greiða óbeinan skatt til að halda uppi rekstri Reykjavíkurborgar? Af hverju eiga orkunotendur almennt að greiða sérstakan skatt í formi arðgreiðslna til Reykjavíkurborgar? Að skattleggja orkunotendur sérstaklega til að halda uppi almennum rekstri höfuðborgarinnar er ólögmæt skattheimta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Pólitískt hugrekki og pólitískt hugleysi: ólík stefna tveggja systurflokka Birgir Finnsson Skoðun Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson Skoðun Það þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja satt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ísland gjaldþrota vegna fatlaðs fólks? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Þjóðin stendur með sjúkraliðum Sandra B. Franks Skoðun Heilbrigðiskerfið þarf stjórnvöld með bein í nefinu Svandís Svavarsdóttir Skoðun Mig langar að byggja heim með frið og umlykja með ást Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Árið 2023 kemur aldrei aftur Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Trumpistar eru víða Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja satt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag Bolli Héðinsson skrifar Skoðun „Þegar arkitektinn fer á flug“ - opinber umræða á villigötum Eyrún Arnarsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið þarf stjórnvöld með bein í nefinu Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Börn eru hvorki veiðigjöld né öryggis- og varnarmál Grímur Atlason skrifar Skoðun Í vörn gegn sjálfum sér? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mig langar að byggja heim með frið og umlykja með ást Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þjóðin stendur með sjúkraliðum Sandra B. Franks skrifar Skoðun Vegið að íslenska lífeyriskerfinu Björgvin Jón Bjarnason,Þóra Eggertsdóttir,Halldór Kristinsson,Guðmundur Svavarsson,Elsa Björk Pétursdóttir,Jón Ólafur Halldórsson,Arnar Hjaltalín skrifar Skoðun Ísland gjaldþrota vegna fatlaðs fólks? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld, gaslýsingar og valdníðsla Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Pólitískt hugrekki og pólitískt hugleysi: ólík stefna tveggja systurflokka Birgir Finnsson skrifar Skoðun Árið 2023 kemur aldrei aftur Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Trumpistar eru víða Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Fasteignagjöld eru lág í Reykjavík Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg áform í anda Ráðstjórnarríkjanna Guðmundur Fertram Sigurjónsson skrifar Skoðun Opið svar til formanns Samleik- Útsvarsgreiðendur borga leikskólann í Kópavogi! Rakel Ýr Isaksen skrifar Skoðun Nýbakaðir foreldrar og óbökuð loforð Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þegar bráðamóttakan drepur þig hraðar Hólmfríður Ásta Hjaltadóttir skrifar Skoðun Samkeppnin tryggir hag neytenda Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Stóðhryssur ekki moldvörpur Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tími til að notast við réttar tölur Sigurjón Þórðarson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Hvernig hljómar 100.000 kr. mánaðarlegur samgöngustyrkur? Valur Elli Valsson skrifar Skoðun Ábyrg stefna í útlendingamálum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Týndu hermennirnir okkar Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Gerist þetta aftur á morgun? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Staða þorpshálfvita er laus til umsóknar Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Tilefni þessara skrifa er ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur að hækka raforkuverð til neytenda verulega. Í Morgunblaðinu 31. júlí sl. er grein með yfirskriftinni: „Greiða lítinn arð til eigenda. Orkufyrirtækin hafa ekki greitt mikinn arð til eigenda sinna síðustu árin. Fyrirtækin greiða tugi milljarða í vexti á hverju ári til erlendra banka. Aðeins Orkuveita Reykjavíkur hefur greitt arð til eigenda." Tilvitnun lýkur. Við lestur greinarinnar vakna ýmsar spurningar. Eins og t.d. hver á Orkuveitu Reykjavíkur? Eru það ekki þeir sem borga reikningana frá Orkuveitu Reykjavíkur, sem nú breiðir úr sér langt út fyrir borgarmörkin? Eru það ekki hinir raunverulegu eigendur sem eiga að fá greiddan arð? Hafa stjórn og starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur einkarétt á arðgreiðslum, sbr. grein í Fréttablaðinu 3. ágúst sl.: „Meðallaun í OR 470 þúsund - 16% hækkun hefur orðið á launum starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur á síðustu þremur árum."? Tilvitnun lýkur. Ég vísa einnig í grein í Fréttablaðinu 3. sept. sl. með yfirskriftinni: „Reiðarslag fyrir garðyrkjuna." Tilvitnun lýkur. En hvað með heimilin, aðra neytendur og fyrirtæki? Ég er ekki sátt og fór því á stúfana til að grennslast fyrir um hina lagalegu hlið málsins. Mig minnir nefnilega að bygging Perlunnar á kostnað orkunotenda hafi verið mjög umdeild á sínum tíma, en hún mun sennilega hafa verið upphafið að arðráni Hitaveitu Reykjavíkur, sem nú heitir Orkuveita Reykjavíkur. Í stjórnsýslulögum og vitna ég þá til kennslubókar í norskum stjórnsýslurétti, og gildir væntanlega það sama í norrænum rétti, geta orkuveitur á vegum sveitarfélaga og á það enn frekar við um einokunarfyrirtæki, ekki innheimt samkvæmt gjaldskrá meira fé en sem nemur útgjöldum fyrirtækisins. Ef um orkufyrirtæki er að ræða þá má ekki innheimta meira fé en til að standa undir rekstri og fjárfestingum (lánum og afskriftum) vegna orkuöflunar. Fyrirtækið má innheimta fyrir óvissum útgjöldum en ekki meira en það. Svo hefur verið áratugum saman. Að greiddur er virðisaukaskattur undirstrikar að verið sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu, sem sveitarfélagið má ekki nota til óbeinnar skattheimtu. Sé hagnaður á fyrirtækinu settur í rekstur sveitarfélagsins er það ólöglegt. Ef fyrirtækið greiðir til reksturs sveitarfélagsins telst það skattheimta. Arðgreiðsla til sveitarfélagsins er því óbeinn skattur til þess og þarf lagaheimild til samkvæmt stjórnarskrá. Arðgreiðsla til Reykjavíkurborgar er skattur sem neytendur orku þurfa að greiða og er ólögmæt greiðsla. Af hverju skulu Hvergerðingar og Kópavogsbúar greiða óbeinan skatt til að halda uppi rekstri Reykjavíkurborgar? Af hverju eiga orkunotendur almennt að greiða sérstakan skatt í formi arðgreiðslna til Reykjavíkurborgar? Að skattleggja orkunotendur sérstaklega til að halda uppi almennum rekstri höfuðborgarinnar er ólögmæt skattheimta.
Skoðun Vegið að íslenska lífeyriskerfinu Björgvin Jón Bjarnason,Þóra Eggertsdóttir,Halldór Kristinsson,Guðmundur Svavarsson,Elsa Björk Pétursdóttir,Jón Ólafur Halldórsson,Arnar Hjaltalín skrifar
Skoðun Pólitískt hugrekki og pólitískt hugleysi: ólík stefna tveggja systurflokka Birgir Finnsson skrifar
Skoðun Opið svar til formanns Samleik- Útsvarsgreiðendur borga leikskólann í Kópavogi! Rakel Ýr Isaksen skrifar
Skoðun Tími til að notast við réttar tölur Sigurjón Þórðarson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar
Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir skrifar