Nafli alheimsins Guðmundur Andri Skúlason skrifar 1. júlí 2010 06:45 Þau vöktu athygli, orð Péturs Blöndal alþingismanns, um að skuldarar sæju ekkert nema naflann á sjálfum sér. Þetta er alveg rétt hjá Pétri og merkilegt að hann skuli loks sjá þetta. En það er ekki skrítið að við horfum bara á okkar eigin nafla því að í augum fjármagnseigenda virðist þetta vera nafli alheims. Og í þennan nafla á að sækja aukið rekstrarfé til fjárvana bankakerfis, aukna vexti til handa soltnum sparifjáreigendum og auknar tekjur til gjaldþrota ríkissjóðs. Allar stoðir hins endurreista bankakerfis á að reisa og byggja úr kuskinu úr þessum áhorfða nafla lánþega. Og ef við vogum okkur að spyrja hvort þetta sé ekki pínulítið óréttlátt, þá eru sendir út af örkinni sendisveinar á borð við Þórólf Matthíasson. Hans hlutverk er að skrifa lærðar greinar þess eðlis að verði á skuldara hlustað þá skapi það áður óþekkta stærð fjármagnsflutninga milli stétta. Orðrétt segir Þórólfur í grein sinni í Fréttablaðinu þann, 29. júní: „Afleiðingar af dómi Hæstaréttar um lögmæti svokallaðra myntkörfulána hafa hlotið mikla athygli enda kann í þeim að felast flutningur hundraða milljarða króna milli einstaklinga í hagkerfinu." Það er merkilegt að Þórólfur, Pétur og aðrir fjármagnsverðir, hafi nú af því stórar áhyggjur að einhver tilfærsla verði á fjármagni milli stétta. Ekki heyrðist mikið í þeim þegar vel á annað þúsund milljarðar voru með einni löglausri tilskipun fluttir úr vasa skuldugra skattgreiðenda í vasa þessara sömu fjármagnseigenda og nú má ekki hreyfa við. Og öllum tillögum undirritaðs um að kannski væri nú rétt að skattleggja þá gjafagjörninga er sópað undir borð með þeim orðum að þessi Samtök lánþega séu nú ekkert sérlega ekta. Annað sem er merkilegt við afstöðu fjármagnsvarða er að þegar ríkissjóður lánaði tveimur einkafyrirtækjum tugi milljarða óverðtryggt á 2% vöxtum, þá var það bara allt í lagi. Einkafyrirtækin þökkuðu fyrir sig með því að eignfæra í bókum sínum mismun á markaðsvöxtum og þessum gjafavöxtum. Síðan var sú eign veðsett. Ef við aftur á móti, skuldugir borgarar, gerumst svo frakkir að krefja fjármálafyrirtækin um að orð og samningar skuli standa þá stekkur sjálfur efnahags- og viðskiptaráðherrann upp á hæsta stólinn í ráðuneytinu og byrjar að tala um réttlæti. Segir að í því felist hróplegt ranglæti ef umsamdir samningsvextir standi eftir þegar búið er að dæma gengistryggingu ólögmæta. Ég bara verð að viðurkenna að ég skil ekki af hverju það er óréttlátt að lánþegar greiði fjármálafyrirtækjum til baka umsaminn höfuðstól á umsömdum samningsvöxtum. En á sama tíma sé í lagi að almenningur láni þessum sömu fyrirtækjum tugi milljarða á óverðtryggðum 2% vöxtum. Það er því ekki skrítið að við horfum stanslaust í eigin nafla Pétur. Við erum nefnilega að leita að öllum þessum peningum sem þú og þínir líkar sjáið endalaust þarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þau vöktu athygli, orð Péturs Blöndal alþingismanns, um að skuldarar sæju ekkert nema naflann á sjálfum sér. Þetta er alveg rétt hjá Pétri og merkilegt að hann skuli loks sjá þetta. En það er ekki skrítið að við horfum bara á okkar eigin nafla því að í augum fjármagnseigenda virðist þetta vera nafli alheims. Og í þennan nafla á að sækja aukið rekstrarfé til fjárvana bankakerfis, aukna vexti til handa soltnum sparifjáreigendum og auknar tekjur til gjaldþrota ríkissjóðs. Allar stoðir hins endurreista bankakerfis á að reisa og byggja úr kuskinu úr þessum áhorfða nafla lánþega. Og ef við vogum okkur að spyrja hvort þetta sé ekki pínulítið óréttlátt, þá eru sendir út af örkinni sendisveinar á borð við Þórólf Matthíasson. Hans hlutverk er að skrifa lærðar greinar þess eðlis að verði á skuldara hlustað þá skapi það áður óþekkta stærð fjármagnsflutninga milli stétta. Orðrétt segir Þórólfur í grein sinni í Fréttablaðinu þann, 29. júní: „Afleiðingar af dómi Hæstaréttar um lögmæti svokallaðra myntkörfulána hafa hlotið mikla athygli enda kann í þeim að felast flutningur hundraða milljarða króna milli einstaklinga í hagkerfinu." Það er merkilegt að Þórólfur, Pétur og aðrir fjármagnsverðir, hafi nú af því stórar áhyggjur að einhver tilfærsla verði á fjármagni milli stétta. Ekki heyrðist mikið í þeim þegar vel á annað þúsund milljarðar voru með einni löglausri tilskipun fluttir úr vasa skuldugra skattgreiðenda í vasa þessara sömu fjármagnseigenda og nú má ekki hreyfa við. Og öllum tillögum undirritaðs um að kannski væri nú rétt að skattleggja þá gjafagjörninga er sópað undir borð með þeim orðum að þessi Samtök lánþega séu nú ekkert sérlega ekta. Annað sem er merkilegt við afstöðu fjármagnsvarða er að þegar ríkissjóður lánaði tveimur einkafyrirtækjum tugi milljarða óverðtryggt á 2% vöxtum, þá var það bara allt í lagi. Einkafyrirtækin þökkuðu fyrir sig með því að eignfæra í bókum sínum mismun á markaðsvöxtum og þessum gjafavöxtum. Síðan var sú eign veðsett. Ef við aftur á móti, skuldugir borgarar, gerumst svo frakkir að krefja fjármálafyrirtækin um að orð og samningar skuli standa þá stekkur sjálfur efnahags- og viðskiptaráðherrann upp á hæsta stólinn í ráðuneytinu og byrjar að tala um réttlæti. Segir að í því felist hróplegt ranglæti ef umsamdir samningsvextir standi eftir þegar búið er að dæma gengistryggingu ólögmæta. Ég bara verð að viðurkenna að ég skil ekki af hverju það er óréttlátt að lánþegar greiði fjármálafyrirtækjum til baka umsaminn höfuðstól á umsömdum samningsvöxtum. En á sama tíma sé í lagi að almenningur láni þessum sömu fyrirtækjum tugi milljarða á óverðtryggðum 2% vöxtum. Það er því ekki skrítið að við horfum stanslaust í eigin nafla Pétur. Við erum nefnilega að leita að öllum þessum peningum sem þú og þínir líkar sjáið endalaust þarna.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar