Hvað skal fyrna, hvernig og til hvers? Ólína Þorvarðardóttir skrifar 5. júní 2010 07:00 Margt hefur verið rætt og ritað um áhrif svokallaðrar „fyrningarleiðar" á sjávarútveginn sem ýmsir spá falli verði leiðin farin. Nýleg skýrsla Háskólans á Akureyri staðfestir að svo þarf ekki að vera. Það veltur á útfærslunni og menn verða að vanda sig. Í öllu þessu máli hefur borið á því að hugtök eru túlkuð með mismunandi hætti. Þetta torveldar umræðuna. Sumir hafa kosið að skilja tuttugu ára fyrningarleið þannig að núverandi kvótahafar verði „rændir" þeirri „eign sinni" sem þeir hafa sjálfir slegið á fiskinn í sjónum. Stuðningsmenn breytinganna leggja allt annan skilning í þetta mál. Samráð við hagsmunaaðilaStefnan segir til um að þær aflaheimildir sem innkallaðar verða muni renna í auðlindasjóð, þaðan sem þær verða leigðar út aftur gegn sanngjörnu gjaldi til þeirra sem stunda útgerð. Hvort við gerum þetta á tuttugu árum - eða innköllum allt í einu og endurúthlutun til langs tíma (12-15 ára) - er bita munur en ekki fjár. Aðal atriðið er að gjald komi fyrir nýtingarréttinn og að forræðið og eignarhaldið yfir auðlindinni sé ótvírætt hjá þjóðinni. Þetta er í anda þess sem stjórnarsáttmálinn kveður á um, og í anda þess sem landsfundur Samfylkingarinnar samþykkti fyrir síðustu kosningar. Markmiðið er að fiskveiðar umhverfis landið séu þjóðhagkvæmar og skapi verðmæti og störf en séu jafnframt í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar um verndun vistkerfa, lífríkis og hafsbotns. Í stjórnarsáttmálanum er því heitið að endurskoðunin verði unnin í samráði við hagsmunaaðila í sjávarútvegi og miðað við að áætlun um innköllun og endurráðstöfun taki gildi í upphafi fiskveiðiársins 1. september 2010.Stjórnvöld hafa gert sitt ítrasta til að standa við þetta fyrirheit. Samráðið hefur staðið yfir í allan vetur við hagsmunaaðila í greininni. Fulltrúar LÍÚ stukku fljótlega frá borði og hafa ekki komið að því síðan. Eftir sátu þó flestallir aðrir hagsmunaaðilar (um 20 manns), samráðsnefndin hélt áfram störfum og mun nú vera á lokaspretti sinnar vinnu. Því er þó ekki að leyna að sú töf sem varð á störfum nefndarinnar gerir það að verkum að frumvarp um heildarendurskoðun fiskveiðistjórnarkerfisins mun ekki koma fram á yfirstandandi vorþingi. Ég leyfi mér þó að vona að áætlun um innköllun og endurúthlutun geti litið dagsins ljós fyrir tilsettan tíma. Ég gef mér það sem stjórnarþingmaður að ríkisstjórnin muni standa við það fyrirheit að sýna á spilin varðandi útfærsluna fyrir upphaf næsta fiskveiðiárs, og ekki degi síðar. Annað væri óásættanlegt með öllu. Auðlind í eigu þjóðarinnarEn lítum þá á meginatriði málsins og byrjum á því sem allir virðast sammála um. Það eru í fyrsta lagi markmiðin. Þau eru að tryggja 1) ótvírætt eignarhald og fullt forræði þjóðarinnar yfir auðlindum hafsins, 2) þjóðhagslega hagkvæmni og sjálfbæra nýtingu, 3) jafnræði við úthlutun veiðiheimilda og þar með atvinnufrelsi í samræmi við álit mannréttindanefndar SÞ, og 3) að eyða óvissu um rekstrarskilyrði sjávarútvegsfyrirtækja með hlutlægum leikreglum og auknu gagnsæi við úthlutun veiðiheimilda.Flestir virðast sammála um að fiskveiðiauðlindin sé og eigi að vera sameign íslensku þjóðarinnar. Því er brýnt, í ljósi reynslunnar, að festa ákvæði um þjóðareignina í stjórnarskrá.Flestir hljóta að vera sammála um gildi þess að samræmi sé milli þess hvernig farið er með fiskveiðiauðlindina og aðrar þjóðarauðlindir á borð við orku og vatn. Í skýrslu sem nýlega var unnin fyrir forsætisráðuneytið um auðlindanýtingu er talið brýnt að nýting auðlinda sé tímabundinn afnotaréttur sem ekki myndi eignarrétt. Enn fremur fyrir afnot af auðlindum skuli koma gjald sem renni til ríkisins. Þetta er í fullu samræmi við þá stefnumótun sem sett hefur verið fram um breytingar á kvótakerfinu. Þroskaðri umræðaFram hafa komið hugmyndir um að þeir sem nú stunda útgerð muni geta notið forleiguréttar að tilteknum hluta aflaheimilda. Sú umræða tengist hugmyndinni (einni af mörgum) um að innkalla allar aflaheimildir á einu bretti og endur úthluta til langs tíma, e.t.v. 15 ára gegn stigvaxandi leigugjaldi. Þetta er eitt af því sem útfæra mætti í nánara samráði við hagsmunaaðila, en með þessu móti yrði eytt óvissu um afkomuhorfur, rekstrarumhverfi, fjárfestingar og markaði, svo dæmi sé tekið.Ljóst má vera að fyrirhugaðar breytingar þurfa ekki að vera það þrætuepli sem ætla mætti af harkalegri umræðu liðinna mánaða. Eitt hefur nefnilega áunnist við þær tafir sem orðið hafa á störfum viðræðunefndarinnar - það er að umræðan hefur þroskast og línurnar skýrst. Vonandi mun það fljótlega renna upp fyrir jafnvel hörðustu hagsmunaaðilunum að hér er til mikils að vinna, ef vel tekst til. Það veltur á vilja og réttsýni þeirra sem að málinu koma, ekki síst hagsmunaaðila sem nú eiga þess kost að vinna með stjórnvöldum.Veldur hver á heldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Margt hefur verið rætt og ritað um áhrif svokallaðrar „fyrningarleiðar" á sjávarútveginn sem ýmsir spá falli verði leiðin farin. Nýleg skýrsla Háskólans á Akureyri staðfestir að svo þarf ekki að vera. Það veltur á útfærslunni og menn verða að vanda sig. Í öllu þessu máli hefur borið á því að hugtök eru túlkuð með mismunandi hætti. Þetta torveldar umræðuna. Sumir hafa kosið að skilja tuttugu ára fyrningarleið þannig að núverandi kvótahafar verði „rændir" þeirri „eign sinni" sem þeir hafa sjálfir slegið á fiskinn í sjónum. Stuðningsmenn breytinganna leggja allt annan skilning í þetta mál. Samráð við hagsmunaaðilaStefnan segir til um að þær aflaheimildir sem innkallaðar verða muni renna í auðlindasjóð, þaðan sem þær verða leigðar út aftur gegn sanngjörnu gjaldi til þeirra sem stunda útgerð. Hvort við gerum þetta á tuttugu árum - eða innköllum allt í einu og endurúthlutun til langs tíma (12-15 ára) - er bita munur en ekki fjár. Aðal atriðið er að gjald komi fyrir nýtingarréttinn og að forræðið og eignarhaldið yfir auðlindinni sé ótvírætt hjá þjóðinni. Þetta er í anda þess sem stjórnarsáttmálinn kveður á um, og í anda þess sem landsfundur Samfylkingarinnar samþykkti fyrir síðustu kosningar. Markmiðið er að fiskveiðar umhverfis landið séu þjóðhagkvæmar og skapi verðmæti og störf en séu jafnframt í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar um verndun vistkerfa, lífríkis og hafsbotns. Í stjórnarsáttmálanum er því heitið að endurskoðunin verði unnin í samráði við hagsmunaaðila í sjávarútvegi og miðað við að áætlun um innköllun og endurráðstöfun taki gildi í upphafi fiskveiðiársins 1. september 2010.Stjórnvöld hafa gert sitt ítrasta til að standa við þetta fyrirheit. Samráðið hefur staðið yfir í allan vetur við hagsmunaaðila í greininni. Fulltrúar LÍÚ stukku fljótlega frá borði og hafa ekki komið að því síðan. Eftir sátu þó flestallir aðrir hagsmunaaðilar (um 20 manns), samráðsnefndin hélt áfram störfum og mun nú vera á lokaspretti sinnar vinnu. Því er þó ekki að leyna að sú töf sem varð á störfum nefndarinnar gerir það að verkum að frumvarp um heildarendurskoðun fiskveiðistjórnarkerfisins mun ekki koma fram á yfirstandandi vorþingi. Ég leyfi mér þó að vona að áætlun um innköllun og endurúthlutun geti litið dagsins ljós fyrir tilsettan tíma. Ég gef mér það sem stjórnarþingmaður að ríkisstjórnin muni standa við það fyrirheit að sýna á spilin varðandi útfærsluna fyrir upphaf næsta fiskveiðiárs, og ekki degi síðar. Annað væri óásættanlegt með öllu. Auðlind í eigu þjóðarinnarEn lítum þá á meginatriði málsins og byrjum á því sem allir virðast sammála um. Það eru í fyrsta lagi markmiðin. Þau eru að tryggja 1) ótvírætt eignarhald og fullt forræði þjóðarinnar yfir auðlindum hafsins, 2) þjóðhagslega hagkvæmni og sjálfbæra nýtingu, 3) jafnræði við úthlutun veiðiheimilda og þar með atvinnufrelsi í samræmi við álit mannréttindanefndar SÞ, og 3) að eyða óvissu um rekstrarskilyrði sjávarútvegsfyrirtækja með hlutlægum leikreglum og auknu gagnsæi við úthlutun veiðiheimilda.Flestir virðast sammála um að fiskveiðiauðlindin sé og eigi að vera sameign íslensku þjóðarinnar. Því er brýnt, í ljósi reynslunnar, að festa ákvæði um þjóðareignina í stjórnarskrá.Flestir hljóta að vera sammála um gildi þess að samræmi sé milli þess hvernig farið er með fiskveiðiauðlindina og aðrar þjóðarauðlindir á borð við orku og vatn. Í skýrslu sem nýlega var unnin fyrir forsætisráðuneytið um auðlindanýtingu er talið brýnt að nýting auðlinda sé tímabundinn afnotaréttur sem ekki myndi eignarrétt. Enn fremur fyrir afnot af auðlindum skuli koma gjald sem renni til ríkisins. Þetta er í fullu samræmi við þá stefnumótun sem sett hefur verið fram um breytingar á kvótakerfinu. Þroskaðri umræðaFram hafa komið hugmyndir um að þeir sem nú stunda útgerð muni geta notið forleiguréttar að tilteknum hluta aflaheimilda. Sú umræða tengist hugmyndinni (einni af mörgum) um að innkalla allar aflaheimildir á einu bretti og endur úthluta til langs tíma, e.t.v. 15 ára gegn stigvaxandi leigugjaldi. Þetta er eitt af því sem útfæra mætti í nánara samráði við hagsmunaaðila, en með þessu móti yrði eytt óvissu um afkomuhorfur, rekstrarumhverfi, fjárfestingar og markaði, svo dæmi sé tekið.Ljóst má vera að fyrirhugaðar breytingar þurfa ekki að vera það þrætuepli sem ætla mætti af harkalegri umræðu liðinna mánaða. Eitt hefur nefnilega áunnist við þær tafir sem orðið hafa á störfum viðræðunefndarinnar - það er að umræðan hefur þroskast og línurnar skýrst. Vonandi mun það fljótlega renna upp fyrir jafnvel hörðustu hagsmunaaðilunum að hér er til mikils að vinna, ef vel tekst til. Það veltur á vilja og réttsýni þeirra sem að málinu koma, ekki síst hagsmunaaðila sem nú eiga þess kost að vinna með stjórnvöldum.Veldur hver á heldur.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar