Samhæfa þarf viðbrögð við áföllum 16. september 2010 02:30 Í Andrews-ráðstefnusalnum að Ásbrú Ótal sérfræðingar frá fjölda stofnana og fyrirtækja sem koma að flugiðnaði, ræða lærdóm þann sem draga má af eldgosinu í Eyjafjallajökli snemmsumars á ráðstefnu Keilis á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/GVA Eldgosið í Eyjafjallajökli snemmsumars ýtir á að hrundið verði í framkvæmd áætlunum um samhæfðari reglusetningu og flugumferðarstjórn í Evrópu, að sögn Daniels Calleja, sem fer með málefni flugumferðar hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Calleja, ásamt fjölda sérfræðinga á sviði flugmála víðs vegar að úr heiminum, er gestur á yfirstandandi ráðstefnu Keilis um hvaða lærdóm megi draga af eldgosinu í Eyjafjallajökli og áhrif öskufalls á flugrekstur. Um 250 manns sitja ráðstefnuna, sem haldin er í samvinnu við forsetaembættið, ráðuneyti og stofnanir innanlands sem tengjast flugiðnaði, háskóla og félagasamtök, auk fjölda evrópskra og alþjóðlegra stofnana. Ráðstefnan hófst í gær og henni lýkur í dag, en í grófri samantekt gærdagsins mætti segja að margir sérfræðinganna hafi verið sammála um að nokkuð vel hafi tekist til á erfiðum tímum þegar gosið hófst. Miklum gögnum hafi verið safnað og nú sé unnið að úrvinnslu þeirra með enn frekari umbætur fyrir augum. Í erindi sínu kvað Daniel Calleja ætlun sína að draga upp mynd af viðbrögðum Evrópusambandsins vegna öskuvárinnar frá Íslandi í sumar. Um leið lagði hann áherslu á að einnig þyrfti að bregðast við til þess að vera búinn undir önnur eldgos sem kunni að verða. Benti hann á að vegna gossins og flugbanns í Evrópu frá 15. til 21. apríl hafi þurft að aflýsa yfir 100 þúsund flugferðum sem hafi haft áhrif á um það bil tíu milljónir farþega. Tekjutap flugfélaga vegna þessa sé áætlað 1,7 milljarðar Bandaríkjadala. Upphæðin nemur tæpum 200 milljörðum íslenskra króna. Hann segir samgönguráðherra Evrópusambandsríkja hafa í apríl staðið frammi fyrir þremur leiðum til að bregðast við. Ein var að breyta engu og vona það besta. Önnur að eftirláta flugfélögum ákvörðunina um hvort flogið yrði. Og sú þriðja að grípa til nýrrar nálgunar. Sá kostur varð ofan á og því voru samræmdar lokanir flugsvæða og eftirlits teknar upp. Hömlum á flugumferð var svo aflétt 20. apríl. Calleja segir að gripið hafi verið til margvíslegra úrbóta á sviði flugumferðarstjórnar í Evrópu í kjölfar gossins, en þar þurfi enn að bæta svo sem með stofnun samráðshóps vegna áfalla í flugrekstri (EACCC), þróun nýrrar aðferðafræði við áhættumat og með því að flýta áætlunum um Evrópu sem eitt flugumferðarsvæði (e. Single European Sky). olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Eldgosið í Eyjafjallajökli snemmsumars ýtir á að hrundið verði í framkvæmd áætlunum um samhæfðari reglusetningu og flugumferðarstjórn í Evrópu, að sögn Daniels Calleja, sem fer með málefni flugumferðar hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Calleja, ásamt fjölda sérfræðinga á sviði flugmála víðs vegar að úr heiminum, er gestur á yfirstandandi ráðstefnu Keilis um hvaða lærdóm megi draga af eldgosinu í Eyjafjallajökli og áhrif öskufalls á flugrekstur. Um 250 manns sitja ráðstefnuna, sem haldin er í samvinnu við forsetaembættið, ráðuneyti og stofnanir innanlands sem tengjast flugiðnaði, háskóla og félagasamtök, auk fjölda evrópskra og alþjóðlegra stofnana. Ráðstefnan hófst í gær og henni lýkur í dag, en í grófri samantekt gærdagsins mætti segja að margir sérfræðinganna hafi verið sammála um að nokkuð vel hafi tekist til á erfiðum tímum þegar gosið hófst. Miklum gögnum hafi verið safnað og nú sé unnið að úrvinnslu þeirra með enn frekari umbætur fyrir augum. Í erindi sínu kvað Daniel Calleja ætlun sína að draga upp mynd af viðbrögðum Evrópusambandsins vegna öskuvárinnar frá Íslandi í sumar. Um leið lagði hann áherslu á að einnig þyrfti að bregðast við til þess að vera búinn undir önnur eldgos sem kunni að verða. Benti hann á að vegna gossins og flugbanns í Evrópu frá 15. til 21. apríl hafi þurft að aflýsa yfir 100 þúsund flugferðum sem hafi haft áhrif á um það bil tíu milljónir farþega. Tekjutap flugfélaga vegna þessa sé áætlað 1,7 milljarðar Bandaríkjadala. Upphæðin nemur tæpum 200 milljörðum íslenskra króna. Hann segir samgönguráðherra Evrópusambandsríkja hafa í apríl staðið frammi fyrir þremur leiðum til að bregðast við. Ein var að breyta engu og vona það besta. Önnur að eftirláta flugfélögum ákvörðunina um hvort flogið yrði. Og sú þriðja að grípa til nýrrar nálgunar. Sá kostur varð ofan á og því voru samræmdar lokanir flugsvæða og eftirlits teknar upp. Hömlum á flugumferð var svo aflétt 20. apríl. Calleja segir að gripið hafi verið til margvíslegra úrbóta á sviði flugumferðarstjórnar í Evrópu í kjölfar gossins, en þar þurfi enn að bæta svo sem með stofnun samráðshóps vegna áfalla í flugrekstri (EACCC), þróun nýrrar aðferðafræði við áhættumat og með því að flýta áætlunum um Evrópu sem eitt flugumferðarsvæði (e. Single European Sky). olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent