Steingrímur J. Sigfússon: Um fátækt á Íslandi Steingrímur J. Sigfússon skrifar 15. apríl 2010 06:00 Til að fyrirbyggja misskilning vil ég gera grein fyrir viðhorfum mínum til þeirrar dapurlegu staðreyndar að fátækt er til staðar á Íslandi. Aðspurður um þessi efni á blaðmannafundi í lok síðustu viku reifaði ég mín viðhorf til þessa stuttlega en a.m.k. einn fréttamaður kaus að hafa það eitt eftir mér að fátækt hér væri lítil borið saman við nálæg lönd. Hjá honum kom ekki fram að ég hefði þar verið að ræða um stöðu Íslands í samanburði við önnur lönd eins og hún var þegar best lét og áður en fór að síga á ógæfuhliðina. Ekki fylgdi heldur fréttinni að því miður væri ljóst að aðstæður hefðu þróast til verri vegar og engin leið væri að horfa fram hjá því að sífellt fleiri ættu í erfiðleikum með að komast af. Á löngu árabili nýfrjálshyggjustefnunnar fór lífskjara- og aðstöðumunur vaxandi á Íslandi. Sést það m.a. þegar er skoðað hvernig svonefndur Gini-stuðull fyrir Ísland hækkaði jafnt og þétt. Launamunur fór vaxandi og skattbyrði fluttist af háum launum, fjármagnstekjum og stóreignum yfir á almenna launamenn, eins og viðamiklar rannsóknir Stefáns Ólafssonar sýna. Núverandi ríkisstjórn hefur gerbreytt áherslum í þessum efnum, þó svo sannarlega væri æskilegt að hægt væri að gera betur. Má í því sambandi nefna eftirfarandi: Tekjuskattskerfinu var breytt með upptöku þrepaskipts tekjuskatts og með sérstöku lágtekjuþrepi sem hlífir tekjulágu fólki, með laun undir 270 þúsund kónum á mánuði, við skattahækkunum þó skattar annarra hafi hækkað. Neðra þrepi í virðisaukaskatti var ekki breytt og mikilvægasta neysluvara heimilanna, maturinn, þannig varin fyrir hækkunum. Vaxtabætur, sem eru þannig tekjutengdar að þær ganga einkum til fólks með lágar og upp í meðaltekjur, voru hækkaðar sérstaklega um nálægt 2.400 milljónum króna á síðasta ári og aftur í ár. Grunnupphæðir atvinnuleysisbóta, lámarkstrygging almannatrygginga, barnabætur og húsaleigubætur, sem höfðu hækkað umtalsvert 2007, voru ekki skertar þó kaupmáttur þessara fjárhæða hafi vissulega skerst á tímum gengisfalls og verðbólgu. Með hækkun skatta á hina tekjuhærri, hækkun fjármagnstekjuskatts, upptöku auðlegðarskatts á stóreignafólk og hækkun skatta á hagnað fyrirtækja er reynt að afla tekna til að standa undir samneyslunni og mæta óumflýjanlegum kostnaði sem á hinu opinbera lendir vegna efnahagshrunsins með eins réttlátum hætti og hægt er. Því miður er fátækt staðreynd sem ekki má horfa fram hjá og fer glíman við hana harðnandi á þeim erfiðleikatímum sem nú eru. Ríki og sveitarfélög þurfa í samstarfi við samtök og stofnanir sem málið varðar, að vinna náið saman í þeirri glímu. Efla þarf rannsóknir og greina stöðu mála í núinu betur, því gögn skortir þrátt fyrir virðingaverða eljusemi einstakra fræðimanna eins og Hörpu Njálsdóttur og Stefáns Ólafssonar. Tilfinnanlegast er þegar fátæktin bitnar á börnum og eitt sem hlýtur að koma til skoðunar sérstaklega er aukinn stuðningur við tekjulága einstæða foreldra og barnafjölskyldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Til að fyrirbyggja misskilning vil ég gera grein fyrir viðhorfum mínum til þeirrar dapurlegu staðreyndar að fátækt er til staðar á Íslandi. Aðspurður um þessi efni á blaðmannafundi í lok síðustu viku reifaði ég mín viðhorf til þessa stuttlega en a.m.k. einn fréttamaður kaus að hafa það eitt eftir mér að fátækt hér væri lítil borið saman við nálæg lönd. Hjá honum kom ekki fram að ég hefði þar verið að ræða um stöðu Íslands í samanburði við önnur lönd eins og hún var þegar best lét og áður en fór að síga á ógæfuhliðina. Ekki fylgdi heldur fréttinni að því miður væri ljóst að aðstæður hefðu þróast til verri vegar og engin leið væri að horfa fram hjá því að sífellt fleiri ættu í erfiðleikum með að komast af. Á löngu árabili nýfrjálshyggjustefnunnar fór lífskjara- og aðstöðumunur vaxandi á Íslandi. Sést það m.a. þegar er skoðað hvernig svonefndur Gini-stuðull fyrir Ísland hækkaði jafnt og þétt. Launamunur fór vaxandi og skattbyrði fluttist af háum launum, fjármagnstekjum og stóreignum yfir á almenna launamenn, eins og viðamiklar rannsóknir Stefáns Ólafssonar sýna. Núverandi ríkisstjórn hefur gerbreytt áherslum í þessum efnum, þó svo sannarlega væri æskilegt að hægt væri að gera betur. Má í því sambandi nefna eftirfarandi: Tekjuskattskerfinu var breytt með upptöku þrepaskipts tekjuskatts og með sérstöku lágtekjuþrepi sem hlífir tekjulágu fólki, með laun undir 270 þúsund kónum á mánuði, við skattahækkunum þó skattar annarra hafi hækkað. Neðra þrepi í virðisaukaskatti var ekki breytt og mikilvægasta neysluvara heimilanna, maturinn, þannig varin fyrir hækkunum. Vaxtabætur, sem eru þannig tekjutengdar að þær ganga einkum til fólks með lágar og upp í meðaltekjur, voru hækkaðar sérstaklega um nálægt 2.400 milljónum króna á síðasta ári og aftur í ár. Grunnupphæðir atvinnuleysisbóta, lámarkstrygging almannatrygginga, barnabætur og húsaleigubætur, sem höfðu hækkað umtalsvert 2007, voru ekki skertar þó kaupmáttur þessara fjárhæða hafi vissulega skerst á tímum gengisfalls og verðbólgu. Með hækkun skatta á hina tekjuhærri, hækkun fjármagnstekjuskatts, upptöku auðlegðarskatts á stóreignafólk og hækkun skatta á hagnað fyrirtækja er reynt að afla tekna til að standa undir samneyslunni og mæta óumflýjanlegum kostnaði sem á hinu opinbera lendir vegna efnahagshrunsins með eins réttlátum hætti og hægt er. Því miður er fátækt staðreynd sem ekki má horfa fram hjá og fer glíman við hana harðnandi á þeim erfiðleikatímum sem nú eru. Ríki og sveitarfélög þurfa í samstarfi við samtök og stofnanir sem málið varðar, að vinna náið saman í þeirri glímu. Efla þarf rannsóknir og greina stöðu mála í núinu betur, því gögn skortir þrátt fyrir virðingaverða eljusemi einstakra fræðimanna eins og Hörpu Njálsdóttur og Stefáns Ólafssonar. Tilfinnanlegast er þegar fátæktin bitnar á börnum og eitt sem hlýtur að koma til skoðunar sérstaklega er aukinn stuðningur við tekjulága einstæða foreldra og barnafjölskyldur.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar