Hvers vegna kvennafrí – konurnar fagna því 23. október 2010 06:00 Í fjórða sinn boða íslenskar kvennahreyfingar til kvennafrídags eða kvennaverkfalls eins og sumar vilja kalla þennan viðburð. Það var árið 1975 á kvennaári Sameinuðu þjóðanna sem konur voru hvattar í fyrsta sinn til að ganga út af heimilum sínum eða vinnustöðum til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Á árunum í kringum 1970 reis mikil og kröftug umræða um stöðu kvenna, einkum á Vesturlöndum, og öflugar kvennahreyfingar urðu til. Umræðan náði smám saman inn fyrir veggi Sameinuðu þjóðanna, þar sem Helvi Sipilä frá Finnlandi var aðstoðarframkvæmdastjóri. Hún hvatti til umræðu um stöðu kvenna á þessum vettvangi þjóðanna og var samþykkt 1973 að gera árið 1975 að kvennaári og að halda þá stóra kvennaráðstefnu í Mexíkó. Líklega var kvennaárið hvergi nýtt eins vel og á Íslandi. Hver viðburðurinn rak annan, allt frá ráðstefnu láglaunakvenna sem Rauðsokkahreyfingin stóð fyrir til stórrar ráðstefnu á Hótel Loftleiðum þar sem samþykkt var að hvetja til kvennafrídags. Sá dagur var haldinn á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október með pompi og prakt um land allt en náði hámarki með glæsilegum útifundi á Lækjartorgi í Reykjavík. Þar kyrjuðu þúsundir kvenna Áfram stelpur og kór söng ljóð Valborgar Bentsdóttur Hvers vegna kvennafrí? sem ort var í tilefni dagsins. Kvennafríið vakti heimsathygli en hér voru sumir orðnir leiðir og sungu: Kvöl er kvennaárið. Mikið vatn hefur til sjávar runnið frá árinu 1975. Þá snerust kröfur kvenna um launajafnrétti, bættar aðstæður kvenna til að stunda vinnu utan heimilis, viðurkenningu á heimilisstörfum og ýmislegt fleira. Þegar þarna var komið sögu sátu aðeins þrjár konur á Alþingi og konur í sveitarstjórnum voru örfáar. Atvinnuþátttaka kvenna fór ört vaxandi en þær ráku sig á ótal veggi. Nú, 35 árum síðar, er Ísland í efsta sæti jafnréttislista World Economic Forum. Ástæðan er stóraukinn hlutur kvenna í opinberum valdastofnunum samfélagsins, mikil menntun og gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu miðað við önnur lönd. Sá þáttur sem kemur verst út hjá okkur er vinnumarkaðurinn en viðvarandi launamisrétti og lágt hlutfall kvenna í stjórnum og við stjórnun fyrirtækja er himinhrópandi. Árið 1975 var lítil umræða um ofbeldi karla gegn konum og fáir gerðu sér ljóst hve víðtækt, margþætt og útbreitt það væri. Nú, 35 árum síðar, er ofbeldi karla gegn konum eitt helsta viðfangsefni umræðunnar um stöðu kynjanna. Um það bil þriðja hver kona í heiminum verður fyrir einhvers konar kynbundnu ofbeldi á ævi sinni og fjórða hver kona upplifir ofbeldi í nánum samböndum. Ofbeldi er mest á átaka- og hamfarasvæðum, í flóttamannabúðum og þar sem fátækt og eymd ráða ríkjum. Rannsóknir á Íslandi sýna að um 1.800 konur hér á landi búa árlega við ofbeldi í nánum samböndum og ekki þarf að minna á þann skelfilega fjölda barna sem verður fyrir kynferðislegri misnotkun ár hvert. Það er því sannarlega verk að vinna þegar boðað er til fjórða kvennafrídagsins. Það þarf að leita nýrra leiða til að útrýma kynbundnum launamun. Hann mælist á bilinu 7-17% eftir því hvaða breytur eru notar. Þá er ekki síður mikilvægt að bæta kjör umönnunarstéttanna sem eru einhverjar mikilvægustu stéttir nútímaþjóðfélags. Án þeirra snúast hjólin ekki. Það þarf að fá fyrirtækin til að skoða launamálin rækilega innan sinna veggja og grípa til aðgerða. Þær eru til og vilji er allt sem þarf. Ríkið á að ganga á undan með góðu fordæmi og taka sveitarfélögin sér til fyrirmyndar en sum þeirra hafa nánast útrýmt launamun kynjanna. Misrétti á ekki að líða. Það er einnig ærið verkefni að kveða niður kynbundið ofbeldi. Þar þarf að stórauka umræður og fræðslu bæði meðal almennings og fagstétta. Það þarf að bæta aðstæður brotaþola en ekki síst að beina sjónum að gerendum, þeim sem bera ábyrgðina á ofbeldinu, byrgja brunninn og bjóða þeim eða skikka til meðferðar. Um leið og ég hvet konur um allt land til þátttöku í kvennafrídeginum skora ég á íslenska karla að leggja jafnréttisbaráttu kynjanna lið, því hún snýst fyrst og fremst um gagnkvæma virðingu, betra samfélag og bætt lífsgæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í fjórða sinn boða íslenskar kvennahreyfingar til kvennafrídags eða kvennaverkfalls eins og sumar vilja kalla þennan viðburð. Það var árið 1975 á kvennaári Sameinuðu þjóðanna sem konur voru hvattar í fyrsta sinn til að ganga út af heimilum sínum eða vinnustöðum til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Á árunum í kringum 1970 reis mikil og kröftug umræða um stöðu kvenna, einkum á Vesturlöndum, og öflugar kvennahreyfingar urðu til. Umræðan náði smám saman inn fyrir veggi Sameinuðu þjóðanna, þar sem Helvi Sipilä frá Finnlandi var aðstoðarframkvæmdastjóri. Hún hvatti til umræðu um stöðu kvenna á þessum vettvangi þjóðanna og var samþykkt 1973 að gera árið 1975 að kvennaári og að halda þá stóra kvennaráðstefnu í Mexíkó. Líklega var kvennaárið hvergi nýtt eins vel og á Íslandi. Hver viðburðurinn rak annan, allt frá ráðstefnu láglaunakvenna sem Rauðsokkahreyfingin stóð fyrir til stórrar ráðstefnu á Hótel Loftleiðum þar sem samþykkt var að hvetja til kvennafrídags. Sá dagur var haldinn á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október með pompi og prakt um land allt en náði hámarki með glæsilegum útifundi á Lækjartorgi í Reykjavík. Þar kyrjuðu þúsundir kvenna Áfram stelpur og kór söng ljóð Valborgar Bentsdóttur Hvers vegna kvennafrí? sem ort var í tilefni dagsins. Kvennafríið vakti heimsathygli en hér voru sumir orðnir leiðir og sungu: Kvöl er kvennaárið. Mikið vatn hefur til sjávar runnið frá árinu 1975. Þá snerust kröfur kvenna um launajafnrétti, bættar aðstæður kvenna til að stunda vinnu utan heimilis, viðurkenningu á heimilisstörfum og ýmislegt fleira. Þegar þarna var komið sögu sátu aðeins þrjár konur á Alþingi og konur í sveitarstjórnum voru örfáar. Atvinnuþátttaka kvenna fór ört vaxandi en þær ráku sig á ótal veggi. Nú, 35 árum síðar, er Ísland í efsta sæti jafnréttislista World Economic Forum. Ástæðan er stóraukinn hlutur kvenna í opinberum valdastofnunum samfélagsins, mikil menntun og gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu miðað við önnur lönd. Sá þáttur sem kemur verst út hjá okkur er vinnumarkaðurinn en viðvarandi launamisrétti og lágt hlutfall kvenna í stjórnum og við stjórnun fyrirtækja er himinhrópandi. Árið 1975 var lítil umræða um ofbeldi karla gegn konum og fáir gerðu sér ljóst hve víðtækt, margþætt og útbreitt það væri. Nú, 35 árum síðar, er ofbeldi karla gegn konum eitt helsta viðfangsefni umræðunnar um stöðu kynjanna. Um það bil þriðja hver kona í heiminum verður fyrir einhvers konar kynbundnu ofbeldi á ævi sinni og fjórða hver kona upplifir ofbeldi í nánum samböndum. Ofbeldi er mest á átaka- og hamfarasvæðum, í flóttamannabúðum og þar sem fátækt og eymd ráða ríkjum. Rannsóknir á Íslandi sýna að um 1.800 konur hér á landi búa árlega við ofbeldi í nánum samböndum og ekki þarf að minna á þann skelfilega fjölda barna sem verður fyrir kynferðislegri misnotkun ár hvert. Það er því sannarlega verk að vinna þegar boðað er til fjórða kvennafrídagsins. Það þarf að leita nýrra leiða til að útrýma kynbundnum launamun. Hann mælist á bilinu 7-17% eftir því hvaða breytur eru notar. Þá er ekki síður mikilvægt að bæta kjör umönnunarstéttanna sem eru einhverjar mikilvægustu stéttir nútímaþjóðfélags. Án þeirra snúast hjólin ekki. Það þarf að fá fyrirtækin til að skoða launamálin rækilega innan sinna veggja og grípa til aðgerða. Þær eru til og vilji er allt sem þarf. Ríkið á að ganga á undan með góðu fordæmi og taka sveitarfélögin sér til fyrirmyndar en sum þeirra hafa nánast útrýmt launamun kynjanna. Misrétti á ekki að líða. Það er einnig ærið verkefni að kveða niður kynbundið ofbeldi. Þar þarf að stórauka umræður og fræðslu bæði meðal almennings og fagstétta. Það þarf að bæta aðstæður brotaþola en ekki síst að beina sjónum að gerendum, þeim sem bera ábyrgðina á ofbeldinu, byrgja brunninn og bjóða þeim eða skikka til meðferðar. Um leið og ég hvet konur um allt land til þátttöku í kvennafrídeginum skora ég á íslenska karla að leggja jafnréttisbaráttu kynjanna lið, því hún snýst fyrst og fremst um gagnkvæma virðingu, betra samfélag og bætt lífsgæði.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun