Morðrannsókn í Hafnarfirði: Fréttaskýring 22. ágúst 2010 18:50 Hannes Þór Helgason keyrði einn heim til sín eftir að hafa skutlað kærustu sinni niður í miðbæ Reykjavíkur nóttina sem hann var myrtur á heimili sínu. Það var í hádeginu á sunnudag sem kærasta Hannesar Þórs Helgasonar kom að honum látnum á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði. Skömmu síðar kom yngsta systir hans og unnustu á vettvang, en þau höfðu búið þar tímabundið. Tilviljun ein virðist hafa ráðið því að þau voru ekki í húsinu nóttina sem ódæðið var framið, en þau gistu á heimili elstu systurinnar og gættu barns hennar. Áverkar á líki Hannesar fengu lögreglu til þess að álykta strax, að um morð væri að ræða. Fjölmörg stungusár voru á líkama en hann var einnig með áverka á höndum, sem benda til þess að hann hafi reynt að verjast árásarmanninum. Morðvopnið fannst ekki á staðnum, en lögregla telur að um eggvopn sé að ræða, líklega hníf með blaðlengd upp á 15-20 cm. Ljóst er að Hannes kom með flugi úr viðskiptaferð frá Litháen á föstudag, en fyrirtæki í eigu fjölskyldu hans rekur meðal annars þrjá Kentucky kjúklingastaði í Vilníus. Kvöldið eftir komuna til landsins sótti hann kærustu sína sem var í gleðskap á suðurnesjum og keyrði hana í miðbæ Reykjavíkur. Hannes fór því næst heim til sín í Háabergið og gisti einn í húsinu um nóttina. Árásarmaðurinn er talinn hafa farið inn um dyr sem allra jafna eru ólæstar og er atlagan talin hafa átt sér stað þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Gríðarlega umfangsmikil rannsókn fór strax í gang og fjöldi manna var yfirheyrður. Nokkrir voru handteknir og fengu þá réttarstöðu grunaðs manns. Tveir af þeim, karlmenn á þrítugsaldri, voru í haldi lögreglu í tæpan sólarhring, áður en þeim var sleppt. Annar mannanna var nafngreindur í fjölmiðlum, og var verjandi hans ósáttur með þá ákvörðun Lögregla veitti litlar upplýsingar um rannsókn málsins en í kvöldfréttum okkar á fimmtudag stigu systur Hannesar fram og báðu um aðstoð. Í kjölfarið tjáði sóknarpresturinn í Hafnarfirði sig um málið, og sagði bæjarfélagið skiljanlega slegið. Á blaðamannafundi með lögreglunni sagði yfirlögregluþjónninn, Friðrik Smári Björgvinsson að ekki væri talið að morðið á Hannesi hafa verið tilviljun. Lögregla bíður nú eftir niðurstöðum úr sýnatöku af vettvangi, en fjölmörg sýni hafa verið send til Svíþjóðar. Niðurstöðu er að vænta á næstu þremur til fjórum vikum. Enginn er í haldi lögreglu vegna málsins, en hátt í 40 manns vinna enn að rannsókninni. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta veitt sem varpað geta ljósi á málið, eru hvattir til þess að hafa samband við lögreglu í síma 444-1104. Hafnarfjörður Lögreglumál Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Sjá meira
Hannes Þór Helgason keyrði einn heim til sín eftir að hafa skutlað kærustu sinni niður í miðbæ Reykjavíkur nóttina sem hann var myrtur á heimili sínu. Það var í hádeginu á sunnudag sem kærasta Hannesar Þórs Helgasonar kom að honum látnum á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði. Skömmu síðar kom yngsta systir hans og unnustu á vettvang, en þau höfðu búið þar tímabundið. Tilviljun ein virðist hafa ráðið því að þau voru ekki í húsinu nóttina sem ódæðið var framið, en þau gistu á heimili elstu systurinnar og gættu barns hennar. Áverkar á líki Hannesar fengu lögreglu til þess að álykta strax, að um morð væri að ræða. Fjölmörg stungusár voru á líkama en hann var einnig með áverka á höndum, sem benda til þess að hann hafi reynt að verjast árásarmanninum. Morðvopnið fannst ekki á staðnum, en lögregla telur að um eggvopn sé að ræða, líklega hníf með blaðlengd upp á 15-20 cm. Ljóst er að Hannes kom með flugi úr viðskiptaferð frá Litháen á föstudag, en fyrirtæki í eigu fjölskyldu hans rekur meðal annars þrjá Kentucky kjúklingastaði í Vilníus. Kvöldið eftir komuna til landsins sótti hann kærustu sína sem var í gleðskap á suðurnesjum og keyrði hana í miðbæ Reykjavíkur. Hannes fór því næst heim til sín í Háabergið og gisti einn í húsinu um nóttina. Árásarmaðurinn er talinn hafa farið inn um dyr sem allra jafna eru ólæstar og er atlagan talin hafa átt sér stað þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Gríðarlega umfangsmikil rannsókn fór strax í gang og fjöldi manna var yfirheyrður. Nokkrir voru handteknir og fengu þá réttarstöðu grunaðs manns. Tveir af þeim, karlmenn á þrítugsaldri, voru í haldi lögreglu í tæpan sólarhring, áður en þeim var sleppt. Annar mannanna var nafngreindur í fjölmiðlum, og var verjandi hans ósáttur með þá ákvörðun Lögregla veitti litlar upplýsingar um rannsókn málsins en í kvöldfréttum okkar á fimmtudag stigu systur Hannesar fram og báðu um aðstoð. Í kjölfarið tjáði sóknarpresturinn í Hafnarfirði sig um málið, og sagði bæjarfélagið skiljanlega slegið. Á blaðamannafundi með lögreglunni sagði yfirlögregluþjónninn, Friðrik Smári Björgvinsson að ekki væri talið að morðið á Hannesi hafa verið tilviljun. Lögregla bíður nú eftir niðurstöðum úr sýnatöku af vettvangi, en fjölmörg sýni hafa verið send til Svíþjóðar. Niðurstöðu er að vænta á næstu þremur til fjórum vikum. Enginn er í haldi lögreglu vegna málsins, en hátt í 40 manns vinna enn að rannsókninni. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta veitt sem varpað geta ljósi á málið, eru hvattir til þess að hafa samband við lögreglu í síma 444-1104.
Hafnarfjörður Lögreglumál Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Sjá meira