Morðrannsókn í Hafnarfirði: Fréttaskýring 22. ágúst 2010 18:50 Hannes Þór Helgason keyrði einn heim til sín eftir að hafa skutlað kærustu sinni niður í miðbæ Reykjavíkur nóttina sem hann var myrtur á heimili sínu. Það var í hádeginu á sunnudag sem kærasta Hannesar Þórs Helgasonar kom að honum látnum á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði. Skömmu síðar kom yngsta systir hans og unnustu á vettvang, en þau höfðu búið þar tímabundið. Tilviljun ein virðist hafa ráðið því að þau voru ekki í húsinu nóttina sem ódæðið var framið, en þau gistu á heimili elstu systurinnar og gættu barns hennar. Áverkar á líki Hannesar fengu lögreglu til þess að álykta strax, að um morð væri að ræða. Fjölmörg stungusár voru á líkama en hann var einnig með áverka á höndum, sem benda til þess að hann hafi reynt að verjast árásarmanninum. Morðvopnið fannst ekki á staðnum, en lögregla telur að um eggvopn sé að ræða, líklega hníf með blaðlengd upp á 15-20 cm. Ljóst er að Hannes kom með flugi úr viðskiptaferð frá Litháen á föstudag, en fyrirtæki í eigu fjölskyldu hans rekur meðal annars þrjá Kentucky kjúklingastaði í Vilníus. Kvöldið eftir komuna til landsins sótti hann kærustu sína sem var í gleðskap á suðurnesjum og keyrði hana í miðbæ Reykjavíkur. Hannes fór því næst heim til sín í Háabergið og gisti einn í húsinu um nóttina. Árásarmaðurinn er talinn hafa farið inn um dyr sem allra jafna eru ólæstar og er atlagan talin hafa átt sér stað þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Gríðarlega umfangsmikil rannsókn fór strax í gang og fjöldi manna var yfirheyrður. Nokkrir voru handteknir og fengu þá réttarstöðu grunaðs manns. Tveir af þeim, karlmenn á þrítugsaldri, voru í haldi lögreglu í tæpan sólarhring, áður en þeim var sleppt. Annar mannanna var nafngreindur í fjölmiðlum, og var verjandi hans ósáttur með þá ákvörðun Lögregla veitti litlar upplýsingar um rannsókn málsins en í kvöldfréttum okkar á fimmtudag stigu systur Hannesar fram og báðu um aðstoð. Í kjölfarið tjáði sóknarpresturinn í Hafnarfirði sig um málið, og sagði bæjarfélagið skiljanlega slegið. Á blaðamannafundi með lögreglunni sagði yfirlögregluþjónninn, Friðrik Smári Björgvinsson að ekki væri talið að morðið á Hannesi hafa verið tilviljun. Lögregla bíður nú eftir niðurstöðum úr sýnatöku af vettvangi, en fjölmörg sýni hafa verið send til Svíþjóðar. Niðurstöðu er að vænta á næstu þremur til fjórum vikum. Enginn er í haldi lögreglu vegna málsins, en hátt í 40 manns vinna enn að rannsókninni. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta veitt sem varpað geta ljósi á málið, eru hvattir til þess að hafa samband við lögreglu í síma 444-1104. Hafnarfjörður Lögreglumál Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Hannes Þór Helgason keyrði einn heim til sín eftir að hafa skutlað kærustu sinni niður í miðbæ Reykjavíkur nóttina sem hann var myrtur á heimili sínu. Það var í hádeginu á sunnudag sem kærasta Hannesar Þórs Helgasonar kom að honum látnum á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði. Skömmu síðar kom yngsta systir hans og unnustu á vettvang, en þau höfðu búið þar tímabundið. Tilviljun ein virðist hafa ráðið því að þau voru ekki í húsinu nóttina sem ódæðið var framið, en þau gistu á heimili elstu systurinnar og gættu barns hennar. Áverkar á líki Hannesar fengu lögreglu til þess að álykta strax, að um morð væri að ræða. Fjölmörg stungusár voru á líkama en hann var einnig með áverka á höndum, sem benda til þess að hann hafi reynt að verjast árásarmanninum. Morðvopnið fannst ekki á staðnum, en lögregla telur að um eggvopn sé að ræða, líklega hníf með blaðlengd upp á 15-20 cm. Ljóst er að Hannes kom með flugi úr viðskiptaferð frá Litháen á föstudag, en fyrirtæki í eigu fjölskyldu hans rekur meðal annars þrjá Kentucky kjúklingastaði í Vilníus. Kvöldið eftir komuna til landsins sótti hann kærustu sína sem var í gleðskap á suðurnesjum og keyrði hana í miðbæ Reykjavíkur. Hannes fór því næst heim til sín í Háabergið og gisti einn í húsinu um nóttina. Árásarmaðurinn er talinn hafa farið inn um dyr sem allra jafna eru ólæstar og er atlagan talin hafa átt sér stað þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Gríðarlega umfangsmikil rannsókn fór strax í gang og fjöldi manna var yfirheyrður. Nokkrir voru handteknir og fengu þá réttarstöðu grunaðs manns. Tveir af þeim, karlmenn á þrítugsaldri, voru í haldi lögreglu í tæpan sólarhring, áður en þeim var sleppt. Annar mannanna var nafngreindur í fjölmiðlum, og var verjandi hans ósáttur með þá ákvörðun Lögregla veitti litlar upplýsingar um rannsókn málsins en í kvöldfréttum okkar á fimmtudag stigu systur Hannesar fram og báðu um aðstoð. Í kjölfarið tjáði sóknarpresturinn í Hafnarfirði sig um málið, og sagði bæjarfélagið skiljanlega slegið. Á blaðamannafundi með lögreglunni sagði yfirlögregluþjónninn, Friðrik Smári Björgvinsson að ekki væri talið að morðið á Hannesi hafa verið tilviljun. Lögregla bíður nú eftir niðurstöðum úr sýnatöku af vettvangi, en fjölmörg sýni hafa verið send til Svíþjóðar. Niðurstöðu er að vænta á næstu þremur til fjórum vikum. Enginn er í haldi lögreglu vegna málsins, en hátt í 40 manns vinna enn að rannsókninni. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta veitt sem varpað geta ljósi á málið, eru hvattir til þess að hafa samband við lögreglu í síma 444-1104.
Hafnarfjörður Lögreglumál Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira