Hættur á ferðamannastöðum 15. júní 2010 06:00 Sérstaða Íslands sem ferðamannalands er meðal annars fólgin í því frelsi og óhefta aðgengi sem fólk finnur fyrir þegar það heimsækir landið. Í tilefni slyssins við Látrabjarg á dögunum vil ég lengstra orða biðja þar til bær yfirvöld að hugsa sinn gang áður en farið er að setja upp rammgerðar girðingar og tálmanir hvar sem hætta getur leynst við vinsæla ferðamannastaði. Flestum mönnum er gefinn ákveðinn skammtur af skynsemi sem fleytir þeim tiltölulega óhappalítið í gegnum lífið. Hjá öðrum yfirgnæfir áhættusæknin, svo engar girðingar fá þeim hvort eð er haldið. Það er þessi heilbrigða skynsemi sem við megum hvorki vanmeta né vanvirða hjá mannskepnunni. Þannig eru meira að segja þýsk umferðaryfirvöld nú á síðustu tímum búin að uppgötva þennan sannleika og farin að grisja í skógi umferðarmerkinga í sínu heimalandi. Hafa til dæmis fjarlægt fjölda merkinga sem sýna bíl steypast fram af kanti eða kaja þar sem ekið er um bryggjur eða á bökkum áa. Sama á við um umferðarmerki sem sýna möguleika á snjókomu. Farið er að treysta á að fólk verði sjálft vart við snjókomuna og þurfi því ekki á sérstökum aðvörunum að halda! Hér á landi ættum við ekki að fara að tapa trú okkar á heilbrigða, mannlega skynsemi. Láta ekki skiltaskóga og keðjubunka yfirgnæfa íslenskar náttúruperlur. Að því leyti er t.d. nóg gert varðandi Gullfoss og Geysi, þótt frágangur í umhverfi og aðgengi sé þar að öðru leyti fyrir neðan allar hellur. Ekki þarf heldur að segja neinum að lífshættulegt geti verið að fara of nálægt bjargbrún. En í þeim tilfellum þar sem ósýnileg eða óvænt hætta er til staðar, eins og við lundaholurnar á Látrabjargi, þar sem menn geta auðveldlega misstigið sig á ystu brún, svo og í sambandi við lævísar öldutungurnar í Reynisfjöru, þar er sjálfsagt að geta um hættuna með áberandi hætti. Þar hefðum við þurft að vera fyrri til. Eru fleiri þekktir ferðamannastaðir þessu marki brenndir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skoðanir Skoðun Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Sérstaða Íslands sem ferðamannalands er meðal annars fólgin í því frelsi og óhefta aðgengi sem fólk finnur fyrir þegar það heimsækir landið. Í tilefni slyssins við Látrabjarg á dögunum vil ég lengstra orða biðja þar til bær yfirvöld að hugsa sinn gang áður en farið er að setja upp rammgerðar girðingar og tálmanir hvar sem hætta getur leynst við vinsæla ferðamannastaði. Flestum mönnum er gefinn ákveðinn skammtur af skynsemi sem fleytir þeim tiltölulega óhappalítið í gegnum lífið. Hjá öðrum yfirgnæfir áhættusæknin, svo engar girðingar fá þeim hvort eð er haldið. Það er þessi heilbrigða skynsemi sem við megum hvorki vanmeta né vanvirða hjá mannskepnunni. Þannig eru meira að segja þýsk umferðaryfirvöld nú á síðustu tímum búin að uppgötva þennan sannleika og farin að grisja í skógi umferðarmerkinga í sínu heimalandi. Hafa til dæmis fjarlægt fjölda merkinga sem sýna bíl steypast fram af kanti eða kaja þar sem ekið er um bryggjur eða á bökkum áa. Sama á við um umferðarmerki sem sýna möguleika á snjókomu. Farið er að treysta á að fólk verði sjálft vart við snjókomuna og þurfi því ekki á sérstökum aðvörunum að halda! Hér á landi ættum við ekki að fara að tapa trú okkar á heilbrigða, mannlega skynsemi. Láta ekki skiltaskóga og keðjubunka yfirgnæfa íslenskar náttúruperlur. Að því leyti er t.d. nóg gert varðandi Gullfoss og Geysi, þótt frágangur í umhverfi og aðgengi sé þar að öðru leyti fyrir neðan allar hellur. Ekki þarf heldur að segja neinum að lífshættulegt geti verið að fara of nálægt bjargbrún. En í þeim tilfellum þar sem ósýnileg eða óvænt hætta er til staðar, eins og við lundaholurnar á Látrabjargi, þar sem menn geta auðveldlega misstigið sig á ystu brún, svo og í sambandi við lævísar öldutungurnar í Reynisfjöru, þar er sjálfsagt að geta um hættuna með áberandi hætti. Þar hefðum við þurft að vera fyrri til. Eru fleiri þekktir ferðamannastaðir þessu marki brenndir?
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar