Umræðan um álver í Helguvík 2. september 2010 06:00 Í það rúma ár sem ég hef gegnt embætti umhverfisráðherra hafa talsmenn álvers í Helguvík haldið uppi áróðri um að atvinnuleysi Suðurnesjamanna sé að miklu leyti á ábyrgð umhverfisráðherra. Sá áróður hefur litlu skilað nema ef vera skyldi að auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins hafi örlítið aukist síðustu þrjá mánuði síðasta árs. Stóryrði hafa fallið jafnt hjá fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem og fulltrúum sveitarstjórnarmeirihlutans í Reykjanesbæ og nærliggjandi bæjarfélögum, nú síðast hjá bæjarstjóranum í Garði, Ásmundi Friðrikssyni. Þótt flestir virðist nú loks hafa áttað sig á að það er ekki við stjórnvöld að sakast í þessum efnum heldur er vandinn fyrst og fremst skortur á fjármagni og erfiðleikar við orkuöflun, þá situr bæjarstjórinn við sinn keip og er staðráðinn í að kenna umhverfisráðherra um að hindra framkvæmdir. Haft er eftir honum í Morgunblaðinu 31. ágúst að honum finnist að hraði þeirra mála sem fari í umhverfisráðuneytið sé mældur í jarðfræðilegum tíma þar sem 300 ár eru augnablik. Þessi ummæli endurspegla litla þekkingu bæjarstjórans á málinu sjálfu og opinberum réttarreglum sem stjórnvöldum ber að hafa í heiðri sem handhafar opinbers valds. Í ljósi þessara ummæla skal áréttað að allar skipulagsáætlanir sem umhverfisráðherra hefur fengið til staðfestingar og lúta að uppbyggingu fyrirhugaðs álvers í Helguvík hafa verið afgreidd að einu undanskildu. Þar er um að ræða breytingu á aðalskipulagi Ölfuss vegna fyrirhugaðrar Hverahlíðarvirkjunar og Bitruvirkjunar. Eins og greint var frá í nýlegri fréttatilkynningu umhverfisráðuneytisins er afgreiðsla þess skipulags í eðlilegum farvegi í ráðuneytinu. Ummæli bæjarstjórans hljóta í þessu tilliti að teljast léttvæg. Hitt er alvarlegra að ummælin endurspegla litla virðingu fyrir vandaðri stjórnsýslu og réttindum almennings. Stjórnsýsla til fyrirmyndarMarkmið skipulags- og byggingarlaga er m.a. að tryggja að réttaröryggi einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð borið og að mannvirkjagerð fái faglegan undirbúning. Hvorki umhverfisráðherra né stofnunum umhverfisráðuneytisins er leyfilegt að leggja þessi markmið laganna til hliðar til að flýta fyrir afgreiðslu mála. Réttaröryggi borgaranna í samskiptum sínum við stjórnvöld er líka tryggt með stjórnsýslulögum. Í þeim felst m.a. að áður en stjórnvald tekur ákvörðun er því skylt að kalla eftir gögnum sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að taka efnislega rétta ákvörðun. Þessar leikreglur eru settar stjórnvöldum til aðhalds. Það væri beinlínis brot á lögum að víkja þessum leikreglum til hliðar til að hraða málum í gegnum stjórnkerfið vegna þess að pólitískur vilji stæði til þess eða að um það hafi verið samið. Ef það er vilji til að slaka á aðhaldi við meðferð opinbers valds þá er það ekki í hlutverki framkvæmdavaldsins, þ.e. ráðherra, að breyta því. Það er Alþingis að setja þær leikreglur sem framkvæmdavaldinu er ætlað að starfa samkvæmt. Upplýstur grundvöllur ákvarðanaUmhverfisráðherra hefur m.a. það hlutverk samkvæmt lögum að staðfesta skipulag sveitarfélaga. Það hlutverk tek ég alvarlega, enda fela lögin í sér skyldu umhverfisráðherra til að hafa eftirlit með því að rétt sé að verki staðið við gerð slíks skipulags. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna varpar mikilvægu ljósi á þessa skyldu og ábyrgð ráðherra. Niðurstaða nefndarinnar var m.a. sú að stjórnvöld hafi tekið afdrifaríkar ákvarðanir án þess að afla sér nægilegra upplýsinga um mögulegar afleiðingar þeirra. Allir handhafar opinbers valds eiga að draga lærdóm af skýrslunni, það hef ég gert og vonandi mun bæjarstjórinn í Garði gera slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í það rúma ár sem ég hef gegnt embætti umhverfisráðherra hafa talsmenn álvers í Helguvík haldið uppi áróðri um að atvinnuleysi Suðurnesjamanna sé að miklu leyti á ábyrgð umhverfisráðherra. Sá áróður hefur litlu skilað nema ef vera skyldi að auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins hafi örlítið aukist síðustu þrjá mánuði síðasta árs. Stóryrði hafa fallið jafnt hjá fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem og fulltrúum sveitarstjórnarmeirihlutans í Reykjanesbæ og nærliggjandi bæjarfélögum, nú síðast hjá bæjarstjóranum í Garði, Ásmundi Friðrikssyni. Þótt flestir virðist nú loks hafa áttað sig á að það er ekki við stjórnvöld að sakast í þessum efnum heldur er vandinn fyrst og fremst skortur á fjármagni og erfiðleikar við orkuöflun, þá situr bæjarstjórinn við sinn keip og er staðráðinn í að kenna umhverfisráðherra um að hindra framkvæmdir. Haft er eftir honum í Morgunblaðinu 31. ágúst að honum finnist að hraði þeirra mála sem fari í umhverfisráðuneytið sé mældur í jarðfræðilegum tíma þar sem 300 ár eru augnablik. Þessi ummæli endurspegla litla þekkingu bæjarstjórans á málinu sjálfu og opinberum réttarreglum sem stjórnvöldum ber að hafa í heiðri sem handhafar opinbers valds. Í ljósi þessara ummæla skal áréttað að allar skipulagsáætlanir sem umhverfisráðherra hefur fengið til staðfestingar og lúta að uppbyggingu fyrirhugaðs álvers í Helguvík hafa verið afgreidd að einu undanskildu. Þar er um að ræða breytingu á aðalskipulagi Ölfuss vegna fyrirhugaðrar Hverahlíðarvirkjunar og Bitruvirkjunar. Eins og greint var frá í nýlegri fréttatilkynningu umhverfisráðuneytisins er afgreiðsla þess skipulags í eðlilegum farvegi í ráðuneytinu. Ummæli bæjarstjórans hljóta í þessu tilliti að teljast léttvæg. Hitt er alvarlegra að ummælin endurspegla litla virðingu fyrir vandaðri stjórnsýslu og réttindum almennings. Stjórnsýsla til fyrirmyndarMarkmið skipulags- og byggingarlaga er m.a. að tryggja að réttaröryggi einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð borið og að mannvirkjagerð fái faglegan undirbúning. Hvorki umhverfisráðherra né stofnunum umhverfisráðuneytisins er leyfilegt að leggja þessi markmið laganna til hliðar til að flýta fyrir afgreiðslu mála. Réttaröryggi borgaranna í samskiptum sínum við stjórnvöld er líka tryggt með stjórnsýslulögum. Í þeim felst m.a. að áður en stjórnvald tekur ákvörðun er því skylt að kalla eftir gögnum sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að taka efnislega rétta ákvörðun. Þessar leikreglur eru settar stjórnvöldum til aðhalds. Það væri beinlínis brot á lögum að víkja þessum leikreglum til hliðar til að hraða málum í gegnum stjórnkerfið vegna þess að pólitískur vilji stæði til þess eða að um það hafi verið samið. Ef það er vilji til að slaka á aðhaldi við meðferð opinbers valds þá er það ekki í hlutverki framkvæmdavaldsins, þ.e. ráðherra, að breyta því. Það er Alþingis að setja þær leikreglur sem framkvæmdavaldinu er ætlað að starfa samkvæmt. Upplýstur grundvöllur ákvarðanaUmhverfisráðherra hefur m.a. það hlutverk samkvæmt lögum að staðfesta skipulag sveitarfélaga. Það hlutverk tek ég alvarlega, enda fela lögin í sér skyldu umhverfisráðherra til að hafa eftirlit með því að rétt sé að verki staðið við gerð slíks skipulags. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna varpar mikilvægu ljósi á þessa skyldu og ábyrgð ráðherra. Niðurstaða nefndarinnar var m.a. sú að stjórnvöld hafi tekið afdrifaríkar ákvarðanir án þess að afla sér nægilegra upplýsinga um mögulegar afleiðingar þeirra. Allir handhafar opinbers valds eiga að draga lærdóm af skýrslunni, það hef ég gert og vonandi mun bæjarstjórinn í Garði gera slíkt hið sama.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun