Framhaldsskólarnir 18. ágúst 2010 06:00 Þann 13. ágúst sl. skrifaði Oddný Harðardóttir formaður menntamálanefndar Alþingis grein á pressan.is með heitinu „Endurskipulagning í menntakerfinu". Þar fjallar formaðurinn m.a. um aðferðir við niðurskurð á fjárveitingum til framhaldsskólanna í tengslum við fjárlagagerðina fyrir árið 2011 og um stefnumótun til framtíðar fyrir skólastigið. Í greininni rifjar formaðurinn upp tillögur Samtaka atvinnulífsins um breytingar í framhaldsskólakerfinu frá því fyrr í sumar sem hún segist aðhyllast. Aðferðir við niðurskurð fyrir árið 2011Við innritun í framhaldsskólana hafa ólögráða nemendur og fatlaðir haft forgang bæði vegna ákvæða framhaldsskólalaganna en líka vegna niðurskurðar á fjárframlögum 2009 og 2010 til skólanna sem hefur komið fram í því að eldri nemendur hafa mætt afgangi við innritun. Þannig þurfti að synja tæplega 500 nemendum um skólavist í janúar á þessu ári vegna niðurskurðar. Ekki er vitað hvernig eldri nemendum reiddi af í innritun í sumar fyrir næsta skólaár en metaðsókn var að framhaldsskólunum.Formaðurinn vill að framhaldsskólarnir séu opnir öllum þeim sem þangað vilja sækja sem er mikilvægt menntapólitískt markmið og leggur til að fjármunir til þessa verði sóttir með því að minnka þjónustu við nemendur í bóklegum greinum og fækka kennslustundum á viku úr sex í fimm. Fjöldi kennslustunda í hægferðaráföngum, fornáms- og byrjunaráföngum og starfsnámi geti verið óbreyttur. Formaðurinn segir þessa sparnaðaraðferð ekki skaða nemendur en rökstyður það ekki. Sú skoðun er í besta falli byggð á óskhyggju en ekki á faglegum rannsóknum. Fækkun kennslustunda felur ennfremur í sér beint inngrip í kjarasamninga framhaldsskólakennara sem er andstætt forsendum stöðugleikasáttamála alls vinnumarkaðar, ríkis og sveitarfélaga frá júní 2009 sem kennarar eru aðilar að. Inngrip í kjarasamninga er ávísun á ófrið í skólunum sem við þurfum ekki á að halda núna. Þrengingar í framhaldsskólumNiðurskurður á fjárveitingum til framhaldsskóla hefur valdið miklu bakslagi í getu þeirra til að halda uppi lögbundnu skólastarfi og eru þeir nú verr staddir en fyrir setningu framhaldsskólalaganna vorið 2008. Upplýsingar sýna að dregið hefur úr ýmiss konar aðstoð og stuðningi við nemendur og einnig hefur mikill niðurskurður orðið á námsframboði. Námshópar fara stækkandi sem felur í sér minni tíma til að sinna hverjum nemanda enda finna kennarar fyrir auknu starfsálagi og streitu eins og nýleg rannsókn sýnir. Skólarnir hafa þó reynt eftir bestu getu að halda uppi ráðgjöf og stoðþjónustu við nemendur og að bregðast við ákvæðum framhaldsskólalaganna um fræðsluskyldu ólögráða nemenda.Fyrr í sumar samþykkti Alþingi breytingar á framhaldsskólalögunum sem fresta fullri gildistöku þeirra til ársins 2015. Sú samþykkt endurspeglar að ekki eru til fjármunir til að framkvæma mikilvæg umbótaákvæði laganna sem miða að því að gera framhaldsskólann raunverulega fyrir alla og að fjölga þeim sem útskrifast með lokapróf úr framhaldsskóla. Stefnumótun til framtíðarSem stefnumótun til framtíðar fyrir framhaldsskólastigið vill formaðurinn stytta námstíma til stúdentsprófs í þrjú ár og tínir til athugasemdir úr tillögum SA: Ísland skeri sig frá nágrannalöndunum með sitt námsskipulag, minna brotthvarf verði frá námi, hærra menntunarstig náist og sparnaður verði til lengri tíma. Stytting námstíma ein og sér er hvorki menntastefna né forgangsmál í íslenskum skólamálum og óvíst er hvort styttingu fylgir án annarra ráðstafana minna brotthvarf frá námi eða að hærra menntunarstig náist. Í þessari sýn á skólamál sem er upphaflega komin frá spekingum Viðskiptaráðs var einblínt á einhliða inngrip í lengd námstíma til stúdentsprófs sem aðferð til að breyta námi og námskipulagi í framhaldsskólum. Þessi skerðing á námi var rædd á sínum tíma en vegin og léttvæg fundin með góðum rökum. Ég vona Samfylkingarinnar vegna að þar hafi raunverulega allt daður og dufl við frjálshyggju og hægri-kratisma verið lagt niður. Miklu frekar þarf að horfa á námstíma nemenda frá upphafi skólagöngu til lokaprófs úr framhaldsskóla enda eru slíkar hugmyndir taldar álitlegastar af fagfólki. Tveir framhaldsskólar, Kvennaskólinn í Reykjavík og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, starfa nú sem tilraunaskólar um þróun nýrra framhaldsskólalaga með áherslu á nánari tengsl skólastiganna og sveigjanlegan námstíma til lokaprófs.Mikilvægast fyrir framhaldsskólann er að gerð verði áætlun til framtíðar fyrir skólastigið um endurheimt þess sem tekið hefur verið brott vegna niðurskurðar og vegna frestunar á umbótaáformum framhaldsskólalaganna. Hér er m.a. átt við aðgerðir til að auka tengsl skólastiganna, lögbundna og aukna ábyrgð stjórnvalda á skólagöngu nemenda, aðgerðir til að auka fjölbreytni náms og námsframboðs, ráðstafanir til þess að fjölga þeim sem útskrifast með lokapróf og aðgerðir til að auka velferð nemenda og bæta þjónustu við þá - ekki síst við þá sem standa höllum fæti.Núna þarf fyrst og fremst að verja skólagöngu og námsvist ungmenna á framhaldsskólaaldri fyrir frekari áföllum en orðin eru. Við það mun reyna á hina margumtöluðu forgangsröðun í ríkisfjármálunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Þann 13. ágúst sl. skrifaði Oddný Harðardóttir formaður menntamálanefndar Alþingis grein á pressan.is með heitinu „Endurskipulagning í menntakerfinu". Þar fjallar formaðurinn m.a. um aðferðir við niðurskurð á fjárveitingum til framhaldsskólanna í tengslum við fjárlagagerðina fyrir árið 2011 og um stefnumótun til framtíðar fyrir skólastigið. Í greininni rifjar formaðurinn upp tillögur Samtaka atvinnulífsins um breytingar í framhaldsskólakerfinu frá því fyrr í sumar sem hún segist aðhyllast. Aðferðir við niðurskurð fyrir árið 2011Við innritun í framhaldsskólana hafa ólögráða nemendur og fatlaðir haft forgang bæði vegna ákvæða framhaldsskólalaganna en líka vegna niðurskurðar á fjárframlögum 2009 og 2010 til skólanna sem hefur komið fram í því að eldri nemendur hafa mætt afgangi við innritun. Þannig þurfti að synja tæplega 500 nemendum um skólavist í janúar á þessu ári vegna niðurskurðar. Ekki er vitað hvernig eldri nemendum reiddi af í innritun í sumar fyrir næsta skólaár en metaðsókn var að framhaldsskólunum.Formaðurinn vill að framhaldsskólarnir séu opnir öllum þeim sem þangað vilja sækja sem er mikilvægt menntapólitískt markmið og leggur til að fjármunir til þessa verði sóttir með því að minnka þjónustu við nemendur í bóklegum greinum og fækka kennslustundum á viku úr sex í fimm. Fjöldi kennslustunda í hægferðaráföngum, fornáms- og byrjunaráföngum og starfsnámi geti verið óbreyttur. Formaðurinn segir þessa sparnaðaraðferð ekki skaða nemendur en rökstyður það ekki. Sú skoðun er í besta falli byggð á óskhyggju en ekki á faglegum rannsóknum. Fækkun kennslustunda felur ennfremur í sér beint inngrip í kjarasamninga framhaldsskólakennara sem er andstætt forsendum stöðugleikasáttamála alls vinnumarkaðar, ríkis og sveitarfélaga frá júní 2009 sem kennarar eru aðilar að. Inngrip í kjarasamninga er ávísun á ófrið í skólunum sem við þurfum ekki á að halda núna. Þrengingar í framhaldsskólumNiðurskurður á fjárveitingum til framhaldsskóla hefur valdið miklu bakslagi í getu þeirra til að halda uppi lögbundnu skólastarfi og eru þeir nú verr staddir en fyrir setningu framhaldsskólalaganna vorið 2008. Upplýsingar sýna að dregið hefur úr ýmiss konar aðstoð og stuðningi við nemendur og einnig hefur mikill niðurskurður orðið á námsframboði. Námshópar fara stækkandi sem felur í sér minni tíma til að sinna hverjum nemanda enda finna kennarar fyrir auknu starfsálagi og streitu eins og nýleg rannsókn sýnir. Skólarnir hafa þó reynt eftir bestu getu að halda uppi ráðgjöf og stoðþjónustu við nemendur og að bregðast við ákvæðum framhaldsskólalaganna um fræðsluskyldu ólögráða nemenda.Fyrr í sumar samþykkti Alþingi breytingar á framhaldsskólalögunum sem fresta fullri gildistöku þeirra til ársins 2015. Sú samþykkt endurspeglar að ekki eru til fjármunir til að framkvæma mikilvæg umbótaákvæði laganna sem miða að því að gera framhaldsskólann raunverulega fyrir alla og að fjölga þeim sem útskrifast með lokapróf úr framhaldsskóla. Stefnumótun til framtíðarSem stefnumótun til framtíðar fyrir framhaldsskólastigið vill formaðurinn stytta námstíma til stúdentsprófs í þrjú ár og tínir til athugasemdir úr tillögum SA: Ísland skeri sig frá nágrannalöndunum með sitt námsskipulag, minna brotthvarf verði frá námi, hærra menntunarstig náist og sparnaður verði til lengri tíma. Stytting námstíma ein og sér er hvorki menntastefna né forgangsmál í íslenskum skólamálum og óvíst er hvort styttingu fylgir án annarra ráðstafana minna brotthvarf frá námi eða að hærra menntunarstig náist. Í þessari sýn á skólamál sem er upphaflega komin frá spekingum Viðskiptaráðs var einblínt á einhliða inngrip í lengd námstíma til stúdentsprófs sem aðferð til að breyta námi og námskipulagi í framhaldsskólum. Þessi skerðing á námi var rædd á sínum tíma en vegin og léttvæg fundin með góðum rökum. Ég vona Samfylkingarinnar vegna að þar hafi raunverulega allt daður og dufl við frjálshyggju og hægri-kratisma verið lagt niður. Miklu frekar þarf að horfa á námstíma nemenda frá upphafi skólagöngu til lokaprófs úr framhaldsskóla enda eru slíkar hugmyndir taldar álitlegastar af fagfólki. Tveir framhaldsskólar, Kvennaskólinn í Reykjavík og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, starfa nú sem tilraunaskólar um þróun nýrra framhaldsskólalaga með áherslu á nánari tengsl skólastiganna og sveigjanlegan námstíma til lokaprófs.Mikilvægast fyrir framhaldsskólann er að gerð verði áætlun til framtíðar fyrir skólastigið um endurheimt þess sem tekið hefur verið brott vegna niðurskurðar og vegna frestunar á umbótaáformum framhaldsskólalaganna. Hér er m.a. átt við aðgerðir til að auka tengsl skólastiganna, lögbundna og aukna ábyrgð stjórnvalda á skólagöngu nemenda, aðgerðir til að auka fjölbreytni náms og námsframboðs, ráðstafanir til þess að fjölga þeim sem útskrifast með lokapróf og aðgerðir til að auka velferð nemenda og bæta þjónustu við þá - ekki síst við þá sem standa höllum fæti.Núna þarf fyrst og fremst að verja skólagöngu og námsvist ungmenna á framhaldsskólaaldri fyrir frekari áföllum en orðin eru. Við það mun reyna á hina margumtöluðu forgangsröðun í ríkisfjármálunum.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun