Einar Gunnarsson: Af „líffræðilegum fjölbreytileika“ 30. apríl 2010 10:02 Hæstvirtur umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, kveður sér hljóðs í Fréttablaðinu 23. apríl síðast liðinn. Umfjöllunarefnið er barátta (hvað annað) fyrir vexti og viðgangi dýra og plöntutegunda og þeirri meintu ógn sem moðsuðuklisjunni óþjálu, um „líffræðilegan fjölbreytileika“ stafar af „framandi ágengum tegundum“. Er svo að skilja að á Íslandi ríki jafnvægi lífbreytileika og heilbrigðra vistkerfa. Draumaland sem beri að varðveita eins og steingerving, enda drjúpi smjör af sérhverju íslensku strái. Nú er það svo að Ísland geymir eitt mest raskaða gróðurvistkerfi í heimi af mannavöldum og flóra og fána einkennast öðru fremur af fábreytni. Sérstæðurnar á heimsvísu eru því fáar hvað varðar gróður og dýralíf, nema ef vera skyldi skortur á breytileika lífs. Sæmilega heilleg gróðurvistkerfi þekja innan við 5% af flatarmáli landsins og því er til þess að gera afmarkað verkefni að vernda þau. Þessi svæði flokkast eftir sem áður sem hálfnáttúruleg, því vart er lófa stór blettur á þessu landi sem ekki hefur orðið fyrir umtalsverðri röskun af mannavöldum, þótt ekki standi þar mannvirki eða sýnilegar mannvistarleifar, enda margar löngu borist á haf út. Í grein ráðherra eru fullyrðingar sem ástæða er til að staldra við og óska frekari rökstuðnings og heimilda fyrir, enda ber stjórnvaldi að gæta orða sinna og athafna í hvívetna. 1. Því er haldið fram sem alkunnum sannleika að „Lúpína og skógarkerfill [séu] ágengar tegundir og erfitt getur reynst að hemja útbreiðslu þeirra“. Nú er ekki gott að ræða þessar tvær ólíku tegundir í sömu andránni (hvað þá mink) þótt helstu talsmenn gegn framandi tegundum hafi tamið sér orðræðu öfga og haturs líkt og þeir sem tala um pestir, faraldra, glæpi og útlendinga með vaðal ógnar og heimóttaskapar. Fylgir gjarnan sögunni, á innsoginu, að fæðingatíðnin sé ógnvænleg. Um lúpínuna er talsvert vitað og um hálfrar aldar reynsla er af ræktun hennar, aðallega á verstu rofsvæðum landsins. Talsverð útbreiðsla hennar er þó að mestu til kominn vegna stórvirkra vélsáninga á vegum Landgræðslu ríkisins á skilgreindum landgræðslusvæðum en er ekki tilkominn vegna skjótrar útbreiðslu tegundarinnar sem slíkrar. Þá tóku skógræktar- og landverndarmenn (sem lengi hefur verið sama fólkið) lúpínu í sína þjónustu í árdaga skógræktar, t.d. til þess að græða upp rjúkandi flög á holtunum austan og sunnan Reykjavíkur. Þar er nú hafin skógrækt sem hefði verið nær ógjörningur áður en lúpínan var búin að mynda þykkan frjósaman jarðveg þar sem áður var fyrir líffjandsamlegur fokjarðvegur sem gerði borgarbúum lífið leitt á leið sinni til sjávar. Sínum augum lítur hver silfrið, en það sem einum virðist kostur getur öðrum fundist hinn versti löstur. Vart þarf þó að deila um að lúpínan bindur jarðveg og kolefni og á henni þrífst niturbindandi örvera. En íslenskur gróður líður fyrir nær algjöra þurrð á köfnunarefni eftir 11 alda rányrkju og skort á niturbindandi plöntum og skógarvistkerfum. Margskonar gróður þrífst í skjóli lúpínunnar og gróðurframvinda er til þess að gera hröð þar sem lúpína er. Samanborið við útbreiddasta manngerða gróðurvistkerfið, graslendi, batnar málstaður lúpínu en frekar. Það er svo skilgreiningaratriði hvort lúpína sé ágeng tegund. Ekki er útbreiðsluhraðanum fyrir að fara og vart fer lúpína yfir gróið land nema gróðurþekja sé lítil eða rof talsvert, líkt og algengt er í lyngmóum. Það er svo afstætt eftir aðstæðum hvort ekki sé bættur skaðinn. Lyngmóar eru oft þar sem áður óx skógur og eru því ekkert heilagt lokatakmark náttúrunnar sjálfrar, enda hefur hún, svo vitað sé, enga skoðun aðra en þá sem við gerum henni upp. Lítið er til af rannsóknum á áhrifum lúpínu á lífríkið en nokkrar um afmarkaða þætti. Um hegðan skógarkerfils í gjaldþrota íslensku gróðurvistkerfi er enn minna vitað en dæmi eru um að hann hafi náð nokkurri útbreiðslu í gömlum túnum, saurmenguðum skurðum og lúpínubreiðum og leggst þá hvít hula yfir bláa litinn, sem ætti að falla núverandi umhverfisráðherra vel í geð. 2. Í næstu setningu virðist sem Umhverfisráðherrann geirnegli kenningu um hina gríðarlegu ógn sem öllu lífi steðja af þessum skaðvöldum. „Í Hrísey hafa lúpína og skógarkerfill til að mynda orðið ríkjandi á þeim hluta eyjunnar sem er á náttúruminjaskrá vegna fjölskrúðugs gróðurs og fuglalífs. Þannig geta þessar plöntutegundir ógnað líffræðilegri fjölbreytni hér á landi“. Að hugsa sér að þessar plöntur skuli voga sér að haga sér svona í óþökk krossfaramanna um “líffræðilegan“ fjölbreytileika. En að öllu gamni slepptu, hvar eru rannsóknirnar sem styðja þessar fullyrðingar? Nú er það svo að þegar lúpínu var sáð í Hrísey var gróðurlendið mikið raskað og rofið. Því hefur nýlega verið haldið fram að lúpína þeki um 15% svæðisins sem er á náttúruminjaskrá og áður var örfoka og að það sé mikil ógn við rjúpnastofninn í landinu. Þetta er þó aðeins staðlaus staðhæfing, enda dvelja rjúpur gjarnan í lúpínubreiðum með unga sína ófleyga. Þar er og urmull skordýra og skjól fyrir fálka og mávum. Hagamýs kunna vel að meta aukna framlegð lúpínunnar, nokkuð sem uglur hagnýta sér. 3. „Ágengar framandi lífverur ógna ekki aðeins jafnvægi í náttúrunni heldur geta þær líka valdið fjárhagslegu tjóni“. Hvaðan er kenningin um að það ríki jafnvægi í náttúrunni komin? Er hún í einhverri reglugerð? Ráðherrann nefnir dæmi um svimandi háan kostnað ríkja Evrópusambandsins og kostnaðarfrekar lúpínuherferðir í Skaftafelli, málar ástandið með sterkum lit. Sér aðeins kostnað og ógn en lítur fram hjá virði vistþjónustu. Hvað þá að spurt sé þeirrar spurningar, hvað kalli á þessi útgjöld. Er þeirra þörf? Allir sem fást við ræktun eða líf yfirleitt vita að náttúran, hvort sem hún er með öllu eða að hluta manngerð, eða ósnortin, gefur og tekur, séð frá okkar stjórnsama sjónarhorni. Ef við yfirgæfum landið með búsmala og aðrar „framandi“ tegundir, yrði ásýnd landsins fljótt með öðrum brag og gróskumeira. „Ágengar“ innlendar tegundir yxu þar sem áður var gisinn holtagróður, krækilyngið hörfaði fyrir hágróðri og nýjar næmu land. Við stæðum frammi fyrir gríðarstóru vonlausu verkefni við að koma öllu í samt horf, heimkomin eða endurfædd. Alla vega ef við stilltum hlutunum upp eins og Svandís Svavarsdóttir í umræddri grein. Miklar væntingar til hennar hafa því breyst í vonbrigði þar sem hún rennir á skeið með krossförum trúarkenningar um að framandi ágengar tegundir séu helsta ógn við„líffræðilegan fjölbreytileika“. Boðberum bókstafstrúar sem einblína á undirgrein h. 8. greinar alþjóðasáttmála um lífbreytileika og túlka líkt og ofsatrúarsöfnuðir hina helgu bók. Orðræða sem er sláandi lík upprunafordómum. Þessi vegferð er feigðarflan og furðuleg forgangsröðun fjármuna á erfiðum tímum. Íslendingar hafa í gegnum aldirnar valdið algjöru vistfræðilegu gjaldþroti á landi og standa nú frammi fyrir skammarlegu skipbroti „hins íslenska efnahagsundurs“ sem líkt og hið fyrra var varðað góðum ásetningi, heimóttaskap, hefðarspeki, þjóðrembu, þagnar- og þjóðarlygi. Taumlaus rányrkja, græðgi og útrýmingarárátta á þar hlut að máli. Útrýmingarárátta sem refurinn hefur gefið langt nef um aldir. Líffræðileg fjölbreytileikasella ríkisins „ekki meir, ekki meir“. Bestu kveðjur frá Dalsmynni. Einar Gunnarsson, skógfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hæstvirtur umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, kveður sér hljóðs í Fréttablaðinu 23. apríl síðast liðinn. Umfjöllunarefnið er barátta (hvað annað) fyrir vexti og viðgangi dýra og plöntutegunda og þeirri meintu ógn sem moðsuðuklisjunni óþjálu, um „líffræðilegan fjölbreytileika“ stafar af „framandi ágengum tegundum“. Er svo að skilja að á Íslandi ríki jafnvægi lífbreytileika og heilbrigðra vistkerfa. Draumaland sem beri að varðveita eins og steingerving, enda drjúpi smjör af sérhverju íslensku strái. Nú er það svo að Ísland geymir eitt mest raskaða gróðurvistkerfi í heimi af mannavöldum og flóra og fána einkennast öðru fremur af fábreytni. Sérstæðurnar á heimsvísu eru því fáar hvað varðar gróður og dýralíf, nema ef vera skyldi skortur á breytileika lífs. Sæmilega heilleg gróðurvistkerfi þekja innan við 5% af flatarmáli landsins og því er til þess að gera afmarkað verkefni að vernda þau. Þessi svæði flokkast eftir sem áður sem hálfnáttúruleg, því vart er lófa stór blettur á þessu landi sem ekki hefur orðið fyrir umtalsverðri röskun af mannavöldum, þótt ekki standi þar mannvirki eða sýnilegar mannvistarleifar, enda margar löngu borist á haf út. Í grein ráðherra eru fullyrðingar sem ástæða er til að staldra við og óska frekari rökstuðnings og heimilda fyrir, enda ber stjórnvaldi að gæta orða sinna og athafna í hvívetna. 1. Því er haldið fram sem alkunnum sannleika að „Lúpína og skógarkerfill [séu] ágengar tegundir og erfitt getur reynst að hemja útbreiðslu þeirra“. Nú er ekki gott að ræða þessar tvær ólíku tegundir í sömu andránni (hvað þá mink) þótt helstu talsmenn gegn framandi tegundum hafi tamið sér orðræðu öfga og haturs líkt og þeir sem tala um pestir, faraldra, glæpi og útlendinga með vaðal ógnar og heimóttaskapar. Fylgir gjarnan sögunni, á innsoginu, að fæðingatíðnin sé ógnvænleg. Um lúpínuna er talsvert vitað og um hálfrar aldar reynsla er af ræktun hennar, aðallega á verstu rofsvæðum landsins. Talsverð útbreiðsla hennar er þó að mestu til kominn vegna stórvirkra vélsáninga á vegum Landgræðslu ríkisins á skilgreindum landgræðslusvæðum en er ekki tilkominn vegna skjótrar útbreiðslu tegundarinnar sem slíkrar. Þá tóku skógræktar- og landverndarmenn (sem lengi hefur verið sama fólkið) lúpínu í sína þjónustu í árdaga skógræktar, t.d. til þess að græða upp rjúkandi flög á holtunum austan og sunnan Reykjavíkur. Þar er nú hafin skógrækt sem hefði verið nær ógjörningur áður en lúpínan var búin að mynda þykkan frjósaman jarðveg þar sem áður var fyrir líffjandsamlegur fokjarðvegur sem gerði borgarbúum lífið leitt á leið sinni til sjávar. Sínum augum lítur hver silfrið, en það sem einum virðist kostur getur öðrum fundist hinn versti löstur. Vart þarf þó að deila um að lúpínan bindur jarðveg og kolefni og á henni þrífst niturbindandi örvera. En íslenskur gróður líður fyrir nær algjöra þurrð á köfnunarefni eftir 11 alda rányrkju og skort á niturbindandi plöntum og skógarvistkerfum. Margskonar gróður þrífst í skjóli lúpínunnar og gróðurframvinda er til þess að gera hröð þar sem lúpína er. Samanborið við útbreiddasta manngerða gróðurvistkerfið, graslendi, batnar málstaður lúpínu en frekar. Það er svo skilgreiningaratriði hvort lúpína sé ágeng tegund. Ekki er útbreiðsluhraðanum fyrir að fara og vart fer lúpína yfir gróið land nema gróðurþekja sé lítil eða rof talsvert, líkt og algengt er í lyngmóum. Það er svo afstætt eftir aðstæðum hvort ekki sé bættur skaðinn. Lyngmóar eru oft þar sem áður óx skógur og eru því ekkert heilagt lokatakmark náttúrunnar sjálfrar, enda hefur hún, svo vitað sé, enga skoðun aðra en þá sem við gerum henni upp. Lítið er til af rannsóknum á áhrifum lúpínu á lífríkið en nokkrar um afmarkaða þætti. Um hegðan skógarkerfils í gjaldþrota íslensku gróðurvistkerfi er enn minna vitað en dæmi eru um að hann hafi náð nokkurri útbreiðslu í gömlum túnum, saurmenguðum skurðum og lúpínubreiðum og leggst þá hvít hula yfir bláa litinn, sem ætti að falla núverandi umhverfisráðherra vel í geð. 2. Í næstu setningu virðist sem Umhverfisráðherrann geirnegli kenningu um hina gríðarlegu ógn sem öllu lífi steðja af þessum skaðvöldum. „Í Hrísey hafa lúpína og skógarkerfill til að mynda orðið ríkjandi á þeim hluta eyjunnar sem er á náttúruminjaskrá vegna fjölskrúðugs gróðurs og fuglalífs. Þannig geta þessar plöntutegundir ógnað líffræðilegri fjölbreytni hér á landi“. Að hugsa sér að þessar plöntur skuli voga sér að haga sér svona í óþökk krossfaramanna um “líffræðilegan“ fjölbreytileika. En að öllu gamni slepptu, hvar eru rannsóknirnar sem styðja þessar fullyrðingar? Nú er það svo að þegar lúpínu var sáð í Hrísey var gróðurlendið mikið raskað og rofið. Því hefur nýlega verið haldið fram að lúpína þeki um 15% svæðisins sem er á náttúruminjaskrá og áður var örfoka og að það sé mikil ógn við rjúpnastofninn í landinu. Þetta er þó aðeins staðlaus staðhæfing, enda dvelja rjúpur gjarnan í lúpínubreiðum með unga sína ófleyga. Þar er og urmull skordýra og skjól fyrir fálka og mávum. Hagamýs kunna vel að meta aukna framlegð lúpínunnar, nokkuð sem uglur hagnýta sér. 3. „Ágengar framandi lífverur ógna ekki aðeins jafnvægi í náttúrunni heldur geta þær líka valdið fjárhagslegu tjóni“. Hvaðan er kenningin um að það ríki jafnvægi í náttúrunni komin? Er hún í einhverri reglugerð? Ráðherrann nefnir dæmi um svimandi háan kostnað ríkja Evrópusambandsins og kostnaðarfrekar lúpínuherferðir í Skaftafelli, málar ástandið með sterkum lit. Sér aðeins kostnað og ógn en lítur fram hjá virði vistþjónustu. Hvað þá að spurt sé þeirrar spurningar, hvað kalli á þessi útgjöld. Er þeirra þörf? Allir sem fást við ræktun eða líf yfirleitt vita að náttúran, hvort sem hún er með öllu eða að hluta manngerð, eða ósnortin, gefur og tekur, séð frá okkar stjórnsama sjónarhorni. Ef við yfirgæfum landið með búsmala og aðrar „framandi“ tegundir, yrði ásýnd landsins fljótt með öðrum brag og gróskumeira. „Ágengar“ innlendar tegundir yxu þar sem áður var gisinn holtagróður, krækilyngið hörfaði fyrir hágróðri og nýjar næmu land. Við stæðum frammi fyrir gríðarstóru vonlausu verkefni við að koma öllu í samt horf, heimkomin eða endurfædd. Alla vega ef við stilltum hlutunum upp eins og Svandís Svavarsdóttir í umræddri grein. Miklar væntingar til hennar hafa því breyst í vonbrigði þar sem hún rennir á skeið með krossförum trúarkenningar um að framandi ágengar tegundir séu helsta ógn við„líffræðilegan fjölbreytileika“. Boðberum bókstafstrúar sem einblína á undirgrein h. 8. greinar alþjóðasáttmála um lífbreytileika og túlka líkt og ofsatrúarsöfnuðir hina helgu bók. Orðræða sem er sláandi lík upprunafordómum. Þessi vegferð er feigðarflan og furðuleg forgangsröðun fjármuna á erfiðum tímum. Íslendingar hafa í gegnum aldirnar valdið algjöru vistfræðilegu gjaldþroti á landi og standa nú frammi fyrir skammarlegu skipbroti „hins íslenska efnahagsundurs“ sem líkt og hið fyrra var varðað góðum ásetningi, heimóttaskap, hefðarspeki, þjóðrembu, þagnar- og þjóðarlygi. Taumlaus rányrkja, græðgi og útrýmingarárátta á þar hlut að máli. Útrýmingarárátta sem refurinn hefur gefið langt nef um aldir. Líffræðileg fjölbreytileikasella ríkisins „ekki meir, ekki meir“. Bestu kveðjur frá Dalsmynni. Einar Gunnarsson, skógfræðingur
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar