Helgi Áss Grétarsson: Norræna ofveiðisamfélagið 30. apríl 2010 09:18 Í hugmyndaheimi margra Íslendinga er undirrót alls ills í samfélaginu það fyrirkomulag sem við lýði hefur verið við stjórn fiskveiða sl. tvo áratugi. Ófáir hafa haldið því fram að þangað eigi efnahagshrunið rót sína að rekja. Upptaka fiskveiðistjórnkerfisins hafi ýtt til hliðar því samfélagi sem grundvallaðist á norrænum gildum um velferð og jöfnuð. Þessi einfalda söguskoðun var í megindráttum sett fram í pistli Guðmundar Andra Thorssonar sem birtist í Fréttablaðinu 26. apríl sl., og þótt hún eigi sér marga fylgjendur þá er hún að mínu mati fjarstæðukennd. Fyrir þessu eru margvíslegar ástæður en hér verða eingöngu fáeinar nefndar.VeiðimannasamfélagiðUm margra áratuga skeið gekk efnahagslíf Íslendinga út á það að veitt yrði sem mest. Gífurlegum fjárhæðum var varið í að byggja upp atvinnutæki í sjávarútvegi sem engin þörf var fyrir. Með þessu átti að skapa atvinnu vítt og breitt um landið án þess að nokkur innstæða væri fyrir því. Undirstöður hagkerfisins voru reistar á því að ávallt yrði veitt meira og meira af fiski, sama hvaða ráð fiskifræðingar reiddu fram um þolmörk auðlindarinnar. Í krafti ofnýtingarinnar á fiskveiðiauðlindinni og rangri skráningu á gengi gjaldmiðilsins var hægt að halda uppi fölskum lífskjörum á Íslandi um langt skeið. Á þessum grundvelli voru laun almennings hækkuð en sú ráðstöfun lækkaði laun sjómanna miðað við aðrar stéttir í samfélaginu. Samtök þeirra vildu því að hið miðstýrða fiskverð yrði hækkað. Þegar látið var undan þeirra kröfum þurfti að fella gengið til að útflytjendur sjávarafurða gætu rekið sína starfsemi. Eftir að gengið hafði verið fellt stóðu launamenn frammi fyrir síhækkandi verðbólgu. Því fóru samtök þeirra fram á hærri laun til handa umbjóðendum sínum og sama hringrásin hófst, laun á almennum vinnumarkaði voru hækkuð, fiskverð var hækkað, gengið fellt og óðaverðbólgan hélt áfram.Að forðast hrunFramangreindur vítahringur var augljóslega til staðar á tímabilinu 1970-1990 og að nokkru leyti einnig fyrir þann tíma. Árið 1990 var gripið til nauðsynlegra en róttækra aðgerða til að stöðva þessa þróun. Þetta var gert aðallega með tvennum hætti. Annars vegar voru gerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði sem voru til þess fallnir að ná tökum á verðbólgunni. Hins vegar komu fiskveiðistjórnunarlög til framkvæmda 1. janúar 1991 sem áttu að stuðla að virkari fiskvernd og aðlaga afkastagetu fiskiskipastólsins að afrakstursgetu nytjastofna. Á tíunda áratug síðustu aldar var þessum skipulagsbreytingum fylgt eftir og þannig var styrkari stoðum rennt undir atvinnulífið á Íslandi. Þetta stuðlaði m.a. að því að um aldamótin stóð efnahagslíf Íslendinga að mestu leyti í blóma, hið opinbera skuldaði lítið, atvinnuleysi var takmarkað og nýjar atvinnugreinar voru að spretta úr grasi. Það er hins vegar augljóst nú að á árunum sem eftir komu var illa spilað úr þessari góðu stöðu.Uppgjör við fortíðinaNú á tímum uppgjörs mættu álitsgjafar taka sig til og reyna að skilja betur þá þræði sem haldið hafa íslensku samfélaginu gangandi um margra áratuga skeið. Sé það gert kemur í ljós að Ísland var veiðimannasamfélag sem um langt skeið var fjármagnað með ofveiði og þeirri tiltrú að sjávarútvegur sem rekinn væri á núlli gæti haldið uppi atvinnustigi úti um allt land. Þessu þurfti að breyta ellegar blasti við hrun.Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til við stjórn fiskveiða sl. tvo áratugi hafa verið sársaukafullar fyrir marga - en hefðum við viljað að ekkert hefði verið gert, rétt eins og árin fyrir efnahagshrunið í október 2008? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í hugmyndaheimi margra Íslendinga er undirrót alls ills í samfélaginu það fyrirkomulag sem við lýði hefur verið við stjórn fiskveiða sl. tvo áratugi. Ófáir hafa haldið því fram að þangað eigi efnahagshrunið rót sína að rekja. Upptaka fiskveiðistjórnkerfisins hafi ýtt til hliðar því samfélagi sem grundvallaðist á norrænum gildum um velferð og jöfnuð. Þessi einfalda söguskoðun var í megindráttum sett fram í pistli Guðmundar Andra Thorssonar sem birtist í Fréttablaðinu 26. apríl sl., og þótt hún eigi sér marga fylgjendur þá er hún að mínu mati fjarstæðukennd. Fyrir þessu eru margvíslegar ástæður en hér verða eingöngu fáeinar nefndar.VeiðimannasamfélagiðUm margra áratuga skeið gekk efnahagslíf Íslendinga út á það að veitt yrði sem mest. Gífurlegum fjárhæðum var varið í að byggja upp atvinnutæki í sjávarútvegi sem engin þörf var fyrir. Með þessu átti að skapa atvinnu vítt og breitt um landið án þess að nokkur innstæða væri fyrir því. Undirstöður hagkerfisins voru reistar á því að ávallt yrði veitt meira og meira af fiski, sama hvaða ráð fiskifræðingar reiddu fram um þolmörk auðlindarinnar. Í krafti ofnýtingarinnar á fiskveiðiauðlindinni og rangri skráningu á gengi gjaldmiðilsins var hægt að halda uppi fölskum lífskjörum á Íslandi um langt skeið. Á þessum grundvelli voru laun almennings hækkuð en sú ráðstöfun lækkaði laun sjómanna miðað við aðrar stéttir í samfélaginu. Samtök þeirra vildu því að hið miðstýrða fiskverð yrði hækkað. Þegar látið var undan þeirra kröfum þurfti að fella gengið til að útflytjendur sjávarafurða gætu rekið sína starfsemi. Eftir að gengið hafði verið fellt stóðu launamenn frammi fyrir síhækkandi verðbólgu. Því fóru samtök þeirra fram á hærri laun til handa umbjóðendum sínum og sama hringrásin hófst, laun á almennum vinnumarkaði voru hækkuð, fiskverð var hækkað, gengið fellt og óðaverðbólgan hélt áfram.Að forðast hrunFramangreindur vítahringur var augljóslega til staðar á tímabilinu 1970-1990 og að nokkru leyti einnig fyrir þann tíma. Árið 1990 var gripið til nauðsynlegra en róttækra aðgerða til að stöðva þessa þróun. Þetta var gert aðallega með tvennum hætti. Annars vegar voru gerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði sem voru til þess fallnir að ná tökum á verðbólgunni. Hins vegar komu fiskveiðistjórnunarlög til framkvæmda 1. janúar 1991 sem áttu að stuðla að virkari fiskvernd og aðlaga afkastagetu fiskiskipastólsins að afrakstursgetu nytjastofna. Á tíunda áratug síðustu aldar var þessum skipulagsbreytingum fylgt eftir og þannig var styrkari stoðum rennt undir atvinnulífið á Íslandi. Þetta stuðlaði m.a. að því að um aldamótin stóð efnahagslíf Íslendinga að mestu leyti í blóma, hið opinbera skuldaði lítið, atvinnuleysi var takmarkað og nýjar atvinnugreinar voru að spretta úr grasi. Það er hins vegar augljóst nú að á árunum sem eftir komu var illa spilað úr þessari góðu stöðu.Uppgjör við fortíðinaNú á tímum uppgjörs mættu álitsgjafar taka sig til og reyna að skilja betur þá þræði sem haldið hafa íslensku samfélaginu gangandi um margra áratuga skeið. Sé það gert kemur í ljós að Ísland var veiðimannasamfélag sem um langt skeið var fjármagnað með ofveiði og þeirri tiltrú að sjávarútvegur sem rekinn væri á núlli gæti haldið uppi atvinnustigi úti um allt land. Þessu þurfti að breyta ellegar blasti við hrun.Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til við stjórn fiskveiða sl. tvo áratugi hafa verið sársaukafullar fyrir marga - en hefðum við viljað að ekkert hefði verið gert, rétt eins og árin fyrir efnahagshrunið í október 2008?
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar