Guðmundur Franklín Jónsson:Fitch, Moody‘s ogStandard & Poors 13. apríl 2010 06:00 Þessi ofangreindu matsfyrirtæki gefa skuldabréfum, fjármálaafurðum, fyrirtækjum, bönkum ,ríkjum o.s.frv. matseinkunnir. Öll þessi matsfyrirtæki eiga sameiginlegt að vera rekinn fyrir hámarksávöxtun hluthafa sinna og eru hlutafélög á almennum hlutabréfamarkaði. Moody"s Corp er skráð á New York Stock Exchange (NYSE). Standard & Poors er partur af McGraw Hill Companies, útgáfurisans sem gefur m.a. út BusinessWeek. McGraw Hill er einnig skráð á New York Stock Exchange (NYSE). Fitch Ratings er í meirihluta eigu Fimalacs, sem er skráð á kauphöllina í París. Hvernig vinna þessi matsfyrirtæki og fyrir hverja? Matsfyrirtækin vinna eftir pöntunum, þ.a.l. fyrir alla sem vilja kaupa sér mat eða eikunn á einhverju. Þessi matsfyrirtæki leggja einkunnir á þjóðir og sjálfstæð ríki. Hver borgar fyrir það? Bankarnir okkar þrír sem fóru rúllandi á hausinn í október 2008 voru með öll þessi fyrirtæki í vinnu og borguðu matsfyrirtækjunum þremur hundruð milljóna á ári undanfarin ár, fyrir góðar einkunnir. Af hverju vöruðu ekki þessi fyrirtæki heimsbyggðina við þessum íslensku bönkum í tæka tíð? Gaman væri að fá að sjá sundurliðaðan reikning frá þeim fyrir íslensku bankana undanfarin 5 ár. Þessi þrjú matsfyrirtæki vinna fyrir OECD, ESB og öll lönd innan ESB. Einnig vinna öll matsfyrirtækin fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þannig að nú getur hverjum sýnst hvað í samskiptum okkar við þessi fyrirtæki. Einnig verð ég að benda á, að þessi sömu fyrirtæki eru ráðin til þess að gefa einkunnir og eða mat á lánshæfni á nýjum útgáfum hjá bönkum og verðbréfafyrirtækjum á skuldabréfum og öðrum verðbréfum sem bankar fara með í sölu. Þegar það er gert er, þá er kostnaðurinn iðulega settur inn í verðið og kúnninn situr uppi með kostnaðinn, án þess þó að vita af því. Ef bönkum var bent á af matsfyrirtækjunum að viðkomandi útgáfa væri hugsanlega of áhættusöm geta bankarnir keypt sér tryggingu hjá hinum ýmsu tryggingarfyrirtækjum sem selja slíka tryggingu og áhættan er minnkuð. Einnig er bönkum boðið að kaupa alls konar aukadót eins og rannsóknarvinnu, gagnabankaþjónustu, tölvuforrit og aðrar upplýsingar á uppsprengdu verði. þetta er kallað í bankaheiminum „soft money" sem útleggst á góðri íslensku mútur. Í dag er lánshæfismat þjóðarinnar lágt og þá eigum við að nota tækifærið og kaupa upp skuldir okkar erlendis á djúpum afslætti. Ef að stjórnvöld aftur á móti hafa miklar áhyggjur af lánshæfismati íslensku þjóðarinnar, vil ég benda þeim á að panta fund hjá þessum matsfyrirtækjum og byrja að borga fyrir góðar einkunnir ef þeir kæra sig um. Moody"s, S&P og Fitch Ratings myndu koma með fyrstu flugvél, því þeir hafa jú misst eitthvað úr aski sínum. Meginreglan er sú, að sá sem hefur bestu glærugerðarmennina og stærsta efnahagsreikninginn fær hæstu einkunn eins og gamla Kaupþing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Þessi ofangreindu matsfyrirtæki gefa skuldabréfum, fjármálaafurðum, fyrirtækjum, bönkum ,ríkjum o.s.frv. matseinkunnir. Öll þessi matsfyrirtæki eiga sameiginlegt að vera rekinn fyrir hámarksávöxtun hluthafa sinna og eru hlutafélög á almennum hlutabréfamarkaði. Moody"s Corp er skráð á New York Stock Exchange (NYSE). Standard & Poors er partur af McGraw Hill Companies, útgáfurisans sem gefur m.a. út BusinessWeek. McGraw Hill er einnig skráð á New York Stock Exchange (NYSE). Fitch Ratings er í meirihluta eigu Fimalacs, sem er skráð á kauphöllina í París. Hvernig vinna þessi matsfyrirtæki og fyrir hverja? Matsfyrirtækin vinna eftir pöntunum, þ.a.l. fyrir alla sem vilja kaupa sér mat eða eikunn á einhverju. Þessi matsfyrirtæki leggja einkunnir á þjóðir og sjálfstæð ríki. Hver borgar fyrir það? Bankarnir okkar þrír sem fóru rúllandi á hausinn í október 2008 voru með öll þessi fyrirtæki í vinnu og borguðu matsfyrirtækjunum þremur hundruð milljóna á ári undanfarin ár, fyrir góðar einkunnir. Af hverju vöruðu ekki þessi fyrirtæki heimsbyggðina við þessum íslensku bönkum í tæka tíð? Gaman væri að fá að sjá sundurliðaðan reikning frá þeim fyrir íslensku bankana undanfarin 5 ár. Þessi þrjú matsfyrirtæki vinna fyrir OECD, ESB og öll lönd innan ESB. Einnig vinna öll matsfyrirtækin fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þannig að nú getur hverjum sýnst hvað í samskiptum okkar við þessi fyrirtæki. Einnig verð ég að benda á, að þessi sömu fyrirtæki eru ráðin til þess að gefa einkunnir og eða mat á lánshæfni á nýjum útgáfum hjá bönkum og verðbréfafyrirtækjum á skuldabréfum og öðrum verðbréfum sem bankar fara með í sölu. Þegar það er gert er, þá er kostnaðurinn iðulega settur inn í verðið og kúnninn situr uppi með kostnaðinn, án þess þó að vita af því. Ef bönkum var bent á af matsfyrirtækjunum að viðkomandi útgáfa væri hugsanlega of áhættusöm geta bankarnir keypt sér tryggingu hjá hinum ýmsu tryggingarfyrirtækjum sem selja slíka tryggingu og áhættan er minnkuð. Einnig er bönkum boðið að kaupa alls konar aukadót eins og rannsóknarvinnu, gagnabankaþjónustu, tölvuforrit og aðrar upplýsingar á uppsprengdu verði. þetta er kallað í bankaheiminum „soft money" sem útleggst á góðri íslensku mútur. Í dag er lánshæfismat þjóðarinnar lágt og þá eigum við að nota tækifærið og kaupa upp skuldir okkar erlendis á djúpum afslætti. Ef að stjórnvöld aftur á móti hafa miklar áhyggjur af lánshæfismati íslensku þjóðarinnar, vil ég benda þeim á að panta fund hjá þessum matsfyrirtækjum og byrja að borga fyrir góðar einkunnir ef þeir kæra sig um. Moody"s, S&P og Fitch Ratings myndu koma með fyrstu flugvél, því þeir hafa jú misst eitthvað úr aski sínum. Meginreglan er sú, að sá sem hefur bestu glærugerðarmennina og stærsta efnahagsreikninginn fær hæstu einkunn eins og gamla Kaupþing.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar