Stjórnvöld misnota Framkvæmdasjóð aldraðra Björgvin Guðmundsson og skrifa 16. desember 2010 05:15 Það hefur lengi verið vandamál að fá nægilegt fjármagn í byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða svo og til byggingar annarra öldrunarstofnana. Þetta mál var eitt aðaldeilumálið í borgarstjórn Reykjavíkur þann tíma sem ég sat þar á tímabilinu 1970-1982. Alþýðuflokkurinn flutti margar tillögur í borgarstjórn um byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða og um byggingu langlegudeilda fyrir aldraða (B-álmu Borgarspítala). En fjárskortur hamlaði framkvæmdum þá eins og nú. Á meðan deilur um þetta mál stóðu sem hæst í borgarstjórn Reykjavíkur gerðist það, að Albert Guðmundsson, þá borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,lagði til, að sérhver gjaldþegi í landinu greiddi ákveðið gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra til þess að kosta byggingar aldraðra, hjúkrunarheimili og aðrar öldrunarstofnanir. Þessi tillaga Alberts vakti þegar mikla athygli og þótti snjöll lausn á framkvæmdavanda aldraðra. Tillaga Alberts náði fram að ganga og varð til þess að Framkvæmasjóður aldraðra var stofnaður. Það hefur alla tíð verið skýrt tekið fram í lögum, að Framkvæmdasjóður aldraðra væri eins og nafn sjóðsins bendir til eingöngu ætlaður til þess að kosta framkvæmdir í þágu aldraðra. Og þannig var það lengi vel en síðan var sjóðurinn einnig opnaður til þess að kosta rekstur öldrunarstofnana í vissum tilvikum. Það var slæm breyting, þar eð eins og nafn sjóðsins bendir til átti sjóðurinn eingöngu að kosta framkvæmdir aldraðra en ekki rekstur. En nú keyrir um þverbak: Núverandi ríkisstjórn hefur gripið til þess ráðs að seilast í Framkvæmdasjóð aldraðra til þess að kosta sjúkrahúsrekstur almennt vítt og breitt um landið. Þetta er algert lögbrot, þar eð ekki er að finna neitt ákvæði í lögum um Framkvæmdasjóðinn sem heimila að ráðstafa fé úr sjóðnum til reksturs sjúkrahúsa almennt. Framlög til sjúkrahúsa voru skorin svo harkalega niður í frumvarpi til fjárlaga, að mikil mótmælaalda braust út. Ríkisstjórnin gaf þá eftir og dró úr niðurskurðinum. Fram kom, að af 1700 milljóna króna minni niðurskurði hjá sjúkrastofnunum yrði verulegur hluti kostaður með framlögum úr Framkvæmdasjóði aldraðra! Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara tók þetta mál fyrir og gagnrýndi þá ráðstöfun heilbrigðis- og félagsmálaráðherra að seilast í Framkvæmdasjóð aldraðra, þegar fjármuni vantaði í rekstur sjúkrastofnana almennt. Engin heimild væri fyrir því í lögum. Ungir stjórnmálamenn dagsins í dag vita ekki að Framkvæmasjóður aldraðra var einmitt stofnaður til þess að kosta framkvæmdir fyrir aldraða. Sjóðurinn var einmitt stofnaður, þar eð illa gekk að fá fjármuni frá fjárveitingavaldinu til þess að kosta hjúkrunarheimili og aðrar stofnanir fyrir aldraða. Það er því fáheyrt að stjórnvöld skuli nú taka sjóðinn til þess að nota í rekstur almennt, þ.e. almennan rekstur sjúkrahúsa. Þessi ráðsmennska samrýmist ekki nýjum vinnubrögðum stjórnmála, sem boðuð hafa verið. Þessi vinnubrögð samrýmast ekki tillögum Samfylkingarinnar um umbætur og endurbætur í kjölfar hrunsins. Samkvæmt þeim vinnubrögðum á að ástunda heiðarleika og gegnsæi. Það eru ekki heiðarleg vinnubrögð að taka fjármuni, sem almenningur greiðir til framkvæmda í þágu aldraða og nota þá til annarra þarfa. Ég skora á stjórnvöld að leiðrétta þessi mistök og falla frá því að taka fjármuni úr Framkvæmdasjóði aldraðra í almennan sjúkrahúsrekstur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur lengi verið vandamál að fá nægilegt fjármagn í byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða svo og til byggingar annarra öldrunarstofnana. Þetta mál var eitt aðaldeilumálið í borgarstjórn Reykjavíkur þann tíma sem ég sat þar á tímabilinu 1970-1982. Alþýðuflokkurinn flutti margar tillögur í borgarstjórn um byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða og um byggingu langlegudeilda fyrir aldraða (B-álmu Borgarspítala). En fjárskortur hamlaði framkvæmdum þá eins og nú. Á meðan deilur um þetta mál stóðu sem hæst í borgarstjórn Reykjavíkur gerðist það, að Albert Guðmundsson, þá borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,lagði til, að sérhver gjaldþegi í landinu greiddi ákveðið gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra til þess að kosta byggingar aldraðra, hjúkrunarheimili og aðrar öldrunarstofnanir. Þessi tillaga Alberts vakti þegar mikla athygli og þótti snjöll lausn á framkvæmdavanda aldraðra. Tillaga Alberts náði fram að ganga og varð til þess að Framkvæmasjóður aldraðra var stofnaður. Það hefur alla tíð verið skýrt tekið fram í lögum, að Framkvæmdasjóður aldraðra væri eins og nafn sjóðsins bendir til eingöngu ætlaður til þess að kosta framkvæmdir í þágu aldraðra. Og þannig var það lengi vel en síðan var sjóðurinn einnig opnaður til þess að kosta rekstur öldrunarstofnana í vissum tilvikum. Það var slæm breyting, þar eð eins og nafn sjóðsins bendir til átti sjóðurinn eingöngu að kosta framkvæmdir aldraðra en ekki rekstur. En nú keyrir um þverbak: Núverandi ríkisstjórn hefur gripið til þess ráðs að seilast í Framkvæmdasjóð aldraðra til þess að kosta sjúkrahúsrekstur almennt vítt og breitt um landið. Þetta er algert lögbrot, þar eð ekki er að finna neitt ákvæði í lögum um Framkvæmdasjóðinn sem heimila að ráðstafa fé úr sjóðnum til reksturs sjúkrahúsa almennt. Framlög til sjúkrahúsa voru skorin svo harkalega niður í frumvarpi til fjárlaga, að mikil mótmælaalda braust út. Ríkisstjórnin gaf þá eftir og dró úr niðurskurðinum. Fram kom, að af 1700 milljóna króna minni niðurskurði hjá sjúkrastofnunum yrði verulegur hluti kostaður með framlögum úr Framkvæmdasjóði aldraðra! Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara tók þetta mál fyrir og gagnrýndi þá ráðstöfun heilbrigðis- og félagsmálaráðherra að seilast í Framkvæmdasjóð aldraðra, þegar fjármuni vantaði í rekstur sjúkrastofnana almennt. Engin heimild væri fyrir því í lögum. Ungir stjórnmálamenn dagsins í dag vita ekki að Framkvæmasjóður aldraðra var einmitt stofnaður til þess að kosta framkvæmdir fyrir aldraða. Sjóðurinn var einmitt stofnaður, þar eð illa gekk að fá fjármuni frá fjárveitingavaldinu til þess að kosta hjúkrunarheimili og aðrar stofnanir fyrir aldraða. Það er því fáheyrt að stjórnvöld skuli nú taka sjóðinn til þess að nota í rekstur almennt, þ.e. almennan rekstur sjúkrahúsa. Þessi ráðsmennska samrýmist ekki nýjum vinnubrögðum stjórnmála, sem boðuð hafa verið. Þessi vinnubrögð samrýmast ekki tillögum Samfylkingarinnar um umbætur og endurbætur í kjölfar hrunsins. Samkvæmt þeim vinnubrögðum á að ástunda heiðarleika og gegnsæi. Það eru ekki heiðarleg vinnubrögð að taka fjármuni, sem almenningur greiðir til framkvæmda í þágu aldraða og nota þá til annarra þarfa. Ég skora á stjórnvöld að leiðrétta þessi mistök og falla frá því að taka fjármuni úr Framkvæmdasjóði aldraðra í almennan sjúkrahúsrekstur.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun