Framfaraspor Álfheiður Ingadóttir skrifar 5. júní 2010 06:00 Fólk sem býr við skerta frjósemi fékk í vikunni mikla réttarbót þegar Alþingi samþykkti breytingar á lögum um tæknifrjóvgun. Ég mælti fyrir frumvarpi um þetta efni á þinginu í mars sl. og hlaut málið góðar undirtektir við umræður þar. Kveikjan að frumvarpinu var fyrirspurn þingkonunnar Önnu Pálu Sverrisdóttur frá síðasta hausti um rétt einhleypra kvenna til þess að fá gjafaegg. Nýju lögin fela í sér að einhleypum konum sem búa við skerta frjósemi verður heimilt að nota bæði gjafaegg og gjafasæði við glasafrjóvgun. Hið sama gildir um gagnkynhneigð og samkynhneigð pör, þar sem frjósemi beggja er skert. Áður var eingöngu heimilt að nota gjafaeggfrumu við glasafrjóvgun ef sæði kom frá verðandi föður. Þetta kom sérlega illa við einhleypar konur og konur í sambúð með annarri konu. Gerðar voru kröfur um að notaðar yrðu kynfrumur frá karlinum eða konunni við tæknifrjóvgun. Fyrirspurnin sem hreyfði við þessu máli sýnir að gildrurnar geta leynst víða. Lög þurfa að vera í stöðugri endurskoðun og endurmati svo þau haldist í takt við breytta tíma og nýja samfélagsgerð. Þessari lagabreytingu ber sannarlega að fagna enda er hún skref í átt til aukins frjálsræðis og jafnréttis í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Fólk sem býr við skerta frjósemi fékk í vikunni mikla réttarbót þegar Alþingi samþykkti breytingar á lögum um tæknifrjóvgun. Ég mælti fyrir frumvarpi um þetta efni á þinginu í mars sl. og hlaut málið góðar undirtektir við umræður þar. Kveikjan að frumvarpinu var fyrirspurn þingkonunnar Önnu Pálu Sverrisdóttur frá síðasta hausti um rétt einhleypra kvenna til þess að fá gjafaegg. Nýju lögin fela í sér að einhleypum konum sem búa við skerta frjósemi verður heimilt að nota bæði gjafaegg og gjafasæði við glasafrjóvgun. Hið sama gildir um gagnkynhneigð og samkynhneigð pör, þar sem frjósemi beggja er skert. Áður var eingöngu heimilt að nota gjafaeggfrumu við glasafrjóvgun ef sæði kom frá verðandi föður. Þetta kom sérlega illa við einhleypar konur og konur í sambúð með annarri konu. Gerðar voru kröfur um að notaðar yrðu kynfrumur frá karlinum eða konunni við tæknifrjóvgun. Fyrirspurnin sem hreyfði við þessu máli sýnir að gildrurnar geta leynst víða. Lög þurfa að vera í stöðugri endurskoðun og endurmati svo þau haldist í takt við breytta tíma og nýja samfélagsgerð. Þessari lagabreytingu ber sannarlega að fagna enda er hún skref í átt til aukins frjálsræðis og jafnréttis í samfélaginu.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar