Raunhæfur niðurskurður – eða stórfelldir fólksflutningar 30. október 2010 06:00 Niðurskurðartillögur heilbrigðismála í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna - sem kenna sig við vinstri velferð - mælast vægast sagt illa fyrir. Fjölmörg mótmæli um land allt eru skýr skilaboð um að fólki sé misboðið það óréttlæti sem þar birtist. Ályktanir eru samhljóða gagnrýni á samráðsleysi, þekkingarleysi á aðstæðum, ótti við alvarlegar samfélagslegar breytingar og óskýr markmið um raunverulegan sparnað. Jafnframt er fullyrt að áætlaðar breytingar leiði til lakari heilbrigðisþjónustu og enn ójafnari aðgangs landsmanna að sjúkrahús- og sérfræðiþjónustu. Í heilbrigðisþjónustunni þarf að skera niður um 4,7 milljarða kr.Heilbrigðisráðuneytið forgangsraðar niðurskurðinum með því að hlífa skuli heilsugæslu og stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík og Akureyri ásamt Akranesi, sá hluti heilbrigðiskerfisins tekur til sín rúmlega 90% af fjármagni til heilbrigðismála - niðurskurður 1,7 milljarðar. Hinsvegar er áætlað samkvæmt frumvarpinu að skera niður sjúkrasvið annarra heilbrigðisstofnana víðsvegar um landið um 3 milljarða króna. Stofnanir með innan við 10% af heildarfjárveitingu til sjúkrahús- og sérfræðiþjónustu. Hvar er jafnræðið um að allir njóti grunnþjónustu óháð efnahag og búsetu? Skera á niður þjónustu um 3 milljarðaÞað svarar til 31-75% af starfsemi einstakra sjúkrasviða litlu sjúkrahúsanna á landsbyggðinni. Stefna ráðuneytisins er að í hverju umdæmi verði almenn sjúkrahúsþjónusta með almennum lyflækningum og grunnheilbrigðisþjónustu, sbr. lög um heilbrigðisþjónustu. Lög og reglugerðir ákveða hvar og hvaða starfsemi. Almenn heilbrigðisþjónusta er skilgreind sem heilsugæsla, þjónusta og hjúkrun á hjúkrunarheimilum og hjúkrunarrýmum stofnana og almenn sjúkrahúsþjónusta. Almenn sjúkrahúsþjónusta á litlu sjúkrahúsunum er fyrst og fremst lyflækningar og hjúkrun við ýmsum bráðum sjúkdómum og nauðsynlegustu rannsóknir þeim tengdar. Niðurskurður ráðuneytisins gengur út á að lækka greiðslur fyrir legudaga. Óútskýrður er munur milli stofnana frá 38-68 þús. á landsbyggð en á sérhæfðari sjúkrahúsum t.d. LSH er kostnaðurinn ca. 150 þús. eða ca. þrisvar sinnum hærri. Hvernig sparnaður næst með að flytja lögboðna grunnþjónustu til Reykjavíkur eða Akureyrar til sérhæfðra sjúkrahúsa er óskiljanlegt. Líklegri niðurstaða er að útgjöld aukist þar sem grunnþjónusta á hátæknisjúkrahúsunum er margfalt dýrari en á litlu nærþjónustu sjúkrahúsunum. Glórulaus niðurskurður – stóraukin útgjöldNefna má dæmi um hvernig niðurskurðurinn bitnar á einstaka svæðum t.d. Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu). Lækkun fjárframlags til sjúkrasviðs er um 56,5%. Afleiðingin verður í stórum dráttum sú, að mati framkvæmdastjóra HSu, að núverandi þjónusta sjúkrahússins sem almenns sjúkrahúss leggst af. Verkefnin færast til LSH. Einnig mun göngu- og dagdeildarþjónusta sérfræðilækna flytjast á læknastofur á höfuðborgarsvæðinu. Þjónusta sjúkrahússins sem bakhjarls fyrir heimahjúkrun og slysa- og bráðaþjónustu hverfur. Þessi lýsing gæti átt við um hvaða heilbrigðisstofnun sem er á landsbyggðinni. Augljóst er að sparnaður verður enginn en mikill aukakostnaður og óþægindi leggst á sjúklinga og aðstandendur þeirra. Um er að ræða stórkostlega tilfærslu á verkefnum og fólki jafnt sjúklingum sem aðstandendum þeirra, einnig starfsfólki í heilbrigðisgeiranum. Líkleg afleiðing er að stórhækka þarf fjárveitingar til LSH og Sjúkratrygginga Íslands til að geta staðið undir aukinni þjónustu í Reykjavík. Þangað fara 85% af fjárveitingum til sjúkrahús- og sérfræðiþjónustu. Sjúkrahúsin eru með stærstu vinnustöðum í viðkomandi byggðarlögum. Ljóst er, að ekki verður hætt að veita skjólstæðingum þessa þjónustu, verkefnin einfaldlega flytjast annað. Í þessari aðför ríkisstjórnar VG og Samfylkingar að grunnþjónustu íbúa landsbyggðar á að færa störf til höfuðborgarsvæðisins í ríkari mæli en nokkurn tíma hefur sést fyrr. Stefnumótun er brýnÍ veðri hefur verið látið vaka að unnið sé samkvæmt langtíma stefnumótun um verulegar breytingar á heilbrigðisþjónustu við landsmenn. Stefnu um að á landinu verði tvö sjúkrahús í Reykjavík og á Akureyri. Þessi umræða hefur hvorki verið við fagfólk á landsbyggðinni né heimaaðila. Ekki hefur verið sýnt fram á heildarsparnað eða hagræðingu - hvað þá að verið sé að bæta þjónustuna. Lágmark er að hefja stefnumótun á að greina grunnþarfir íbúa á hverju svæði. Slík vinna getur aldrei haft upphaf og endi á skrifborði í Reykjavík. Setjumst öll yfir verkefnið og vinnum saman að lausn þess, þannig náum við árangri. Leið ríkisstjórnarinnar er ekki fær. Niðurskurður er óhjákvæmilegur en forsenda niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu er að verja grunnþjónustuna - nærþjónustuna. Lágmarksþjónusta fyrir alla óháð efnahag og búsetu. Ríkisstjórnin er ekki á þeirri leið. Ef ríkisstjórnin treystir sér ekki í verkefnið á hún að fara frá. Þjóðstjórn taki við um þau grundvallarverkefni sem bíða úrlausnar. Annað má bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Niðurskurðartillögur heilbrigðismála í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna - sem kenna sig við vinstri velferð - mælast vægast sagt illa fyrir. Fjölmörg mótmæli um land allt eru skýr skilaboð um að fólki sé misboðið það óréttlæti sem þar birtist. Ályktanir eru samhljóða gagnrýni á samráðsleysi, þekkingarleysi á aðstæðum, ótti við alvarlegar samfélagslegar breytingar og óskýr markmið um raunverulegan sparnað. Jafnframt er fullyrt að áætlaðar breytingar leiði til lakari heilbrigðisþjónustu og enn ójafnari aðgangs landsmanna að sjúkrahús- og sérfræðiþjónustu. Í heilbrigðisþjónustunni þarf að skera niður um 4,7 milljarða kr.Heilbrigðisráðuneytið forgangsraðar niðurskurðinum með því að hlífa skuli heilsugæslu og stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík og Akureyri ásamt Akranesi, sá hluti heilbrigðiskerfisins tekur til sín rúmlega 90% af fjármagni til heilbrigðismála - niðurskurður 1,7 milljarðar. Hinsvegar er áætlað samkvæmt frumvarpinu að skera niður sjúkrasvið annarra heilbrigðisstofnana víðsvegar um landið um 3 milljarða króna. Stofnanir með innan við 10% af heildarfjárveitingu til sjúkrahús- og sérfræðiþjónustu. Hvar er jafnræðið um að allir njóti grunnþjónustu óháð efnahag og búsetu? Skera á niður þjónustu um 3 milljarðaÞað svarar til 31-75% af starfsemi einstakra sjúkrasviða litlu sjúkrahúsanna á landsbyggðinni. Stefna ráðuneytisins er að í hverju umdæmi verði almenn sjúkrahúsþjónusta með almennum lyflækningum og grunnheilbrigðisþjónustu, sbr. lög um heilbrigðisþjónustu. Lög og reglugerðir ákveða hvar og hvaða starfsemi. Almenn heilbrigðisþjónusta er skilgreind sem heilsugæsla, þjónusta og hjúkrun á hjúkrunarheimilum og hjúkrunarrýmum stofnana og almenn sjúkrahúsþjónusta. Almenn sjúkrahúsþjónusta á litlu sjúkrahúsunum er fyrst og fremst lyflækningar og hjúkrun við ýmsum bráðum sjúkdómum og nauðsynlegustu rannsóknir þeim tengdar. Niðurskurður ráðuneytisins gengur út á að lækka greiðslur fyrir legudaga. Óútskýrður er munur milli stofnana frá 38-68 þús. á landsbyggð en á sérhæfðari sjúkrahúsum t.d. LSH er kostnaðurinn ca. 150 þús. eða ca. þrisvar sinnum hærri. Hvernig sparnaður næst með að flytja lögboðna grunnþjónustu til Reykjavíkur eða Akureyrar til sérhæfðra sjúkrahúsa er óskiljanlegt. Líklegri niðurstaða er að útgjöld aukist þar sem grunnþjónusta á hátæknisjúkrahúsunum er margfalt dýrari en á litlu nærþjónustu sjúkrahúsunum. Glórulaus niðurskurður – stóraukin útgjöldNefna má dæmi um hvernig niðurskurðurinn bitnar á einstaka svæðum t.d. Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu). Lækkun fjárframlags til sjúkrasviðs er um 56,5%. Afleiðingin verður í stórum dráttum sú, að mati framkvæmdastjóra HSu, að núverandi þjónusta sjúkrahússins sem almenns sjúkrahúss leggst af. Verkefnin færast til LSH. Einnig mun göngu- og dagdeildarþjónusta sérfræðilækna flytjast á læknastofur á höfuðborgarsvæðinu. Þjónusta sjúkrahússins sem bakhjarls fyrir heimahjúkrun og slysa- og bráðaþjónustu hverfur. Þessi lýsing gæti átt við um hvaða heilbrigðisstofnun sem er á landsbyggðinni. Augljóst er að sparnaður verður enginn en mikill aukakostnaður og óþægindi leggst á sjúklinga og aðstandendur þeirra. Um er að ræða stórkostlega tilfærslu á verkefnum og fólki jafnt sjúklingum sem aðstandendum þeirra, einnig starfsfólki í heilbrigðisgeiranum. Líkleg afleiðing er að stórhækka þarf fjárveitingar til LSH og Sjúkratrygginga Íslands til að geta staðið undir aukinni þjónustu í Reykjavík. Þangað fara 85% af fjárveitingum til sjúkrahús- og sérfræðiþjónustu. Sjúkrahúsin eru með stærstu vinnustöðum í viðkomandi byggðarlögum. Ljóst er, að ekki verður hætt að veita skjólstæðingum þessa þjónustu, verkefnin einfaldlega flytjast annað. Í þessari aðför ríkisstjórnar VG og Samfylkingar að grunnþjónustu íbúa landsbyggðar á að færa störf til höfuðborgarsvæðisins í ríkari mæli en nokkurn tíma hefur sést fyrr. Stefnumótun er brýnÍ veðri hefur verið látið vaka að unnið sé samkvæmt langtíma stefnumótun um verulegar breytingar á heilbrigðisþjónustu við landsmenn. Stefnu um að á landinu verði tvö sjúkrahús í Reykjavík og á Akureyri. Þessi umræða hefur hvorki verið við fagfólk á landsbyggðinni né heimaaðila. Ekki hefur verið sýnt fram á heildarsparnað eða hagræðingu - hvað þá að verið sé að bæta þjónustuna. Lágmark er að hefja stefnumótun á að greina grunnþarfir íbúa á hverju svæði. Slík vinna getur aldrei haft upphaf og endi á skrifborði í Reykjavík. Setjumst öll yfir verkefnið og vinnum saman að lausn þess, þannig náum við árangri. Leið ríkisstjórnarinnar er ekki fær. Niðurskurður er óhjákvæmilegur en forsenda niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu er að verja grunnþjónustuna - nærþjónustuna. Lágmarksþjónusta fyrir alla óháð efnahag og búsetu. Ríkisstjórnin er ekki á þeirri leið. Ef ríkisstjórnin treystir sér ekki í verkefnið á hún að fara frá. Þjóðstjórn taki við um þau grundvallarverkefni sem bíða úrlausnar. Annað má bíða.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun