Tvenns konar fjölbreytni 9. ágúst 2010 00:01 Hinn 30. júlí sl. ritar Súsanna Margrét Gestsdóttir grein í Fréttablaðið þar sem hún ræðir þá gagnrýni sem fram hefur komið á nýjar innritunarreglur í framhaldsskólana. Kjarninn í máli hennar virðist mér vera sá að nýju reglurnar tryggi að í hverjum skóla verði nemendur með sem fjölbreytilegastan bakgrunn og mikilvægt sé að ýta undir slíka fjölbreytni, þannig sé hægt að vinna gegn fordómum og auka hæfni fólks til að vinna saman í fjölmenningarsamfélagi. Hún nefnir sérstaklega nemendur með annað móðurmál en íslensku og telur það mikilvægt uppeldisatriði að aðrir nemendur starfi við hliðina á þeim sem tala íslensku með erlendum hreim. Hér er sitthvað sem orkar tvímælis. Fyrir það fyrsta er mér til efs að þetta sé skilvirk aðferð til að vinna gegn fordómum og fá fólk af ólíkum uppruna til að vinna saman. Markviss fræðsla og áróður virðist í fljótu bragði mun líklegri til árangurs. Í öðru lagi verður ekki betur séð en hugmyndafræði sú sem nýju reglurnar byggja á leiði til einsleitni framhaldsskólanna og vinni því gegn tilgangi framhaldsskólalaganna. Til að allir skólarnir geti tekið á móti svipuðum nemendahópum þurfa þeir að hafa sambærilega uppbyggingu svo sem almenna braut sem tekur við nemendum með skerta námsgetu og námsbraut sem tekur við nemendum af erlendum uppruna. Einnig hlýtur að vera gert ráð fyrir að þeim nemendum sem hyggja á langskólanám sé sinnt með viðunandi hætti og jafnframt bjóði allir skólarnir upp á styttri starfstengdar námsbrautir fyrir þá sem slíkt nám hentar. Þá hlýtur einnig að vera gert ráð fyrir að boðið sé upp á listnám í öllum framhaldsskólunum sem og iðnmenntun. Nú er rétt að rifja upp það sem lá til grundvallar þeim innritunarreglum sem kastað var fyrir borð á síðasta ári. Markmið þeirra var að nemendur gætu farið í þann skóla sem félli best að þörfum þeirra og jafnframt ættu skólarnir að skapa sér sérstöðu, sérhæfa námsframboð sitt með einhverjum hætti. Með þessu móti ættu sem flestir nemendur kost á námi við sitt hæfi og á sínu áhugasviði. Gott dæmi um slíka sérstöðu er Borgarholtsskóli en þar starfar námsbraut sem sérhæfir sig í bílgreinum. Með gömlu innritunarreglunum hefði nemandi úr Kópavogi með áhuga á bílum getað sótt um skólavist í Borgarholtsskóla og stundað þar það nám sem hann hafði áhuga á. Nemendi úr Grafarvogi sem hefði hug á að fara í langskólanám að loknu stúdentspróf en teldi sér hæfa betur bekkjarkerfi en áfangakerfi gæti valið einhvern af bóknámsskólunum sem býður upp á bekkjarkerfi. Nú er hins vegar undir hælinn lagt hvort hægt sé að koma til móts við þessa nemendur. Gömlu innritunarreglurnar buðu því upp á fjölbreytni í framhaldsskólunum sem verður úr sögunni ef svo heldur fram sem horfir. Nú er það svo að ef skólar sérhæfa sig þá er óhjákvæmilegt að í þá safnist nemendur með lík áhugamál. Þannig er næsta víst að í Borgarholtsskóla sé að finna óvenjuhátt hlutfall nemenda með bíladellu. Í Fjölbrautaskólanum í Ármúla er rekinn sérstakur Heilbrigðisskóli. Þangað sækja væntanlega þeir sem hafa hug á að mennta sig til starfa innan heilbrigðisgeirans. Jafnframt er líklegt að í þá skóla sem sérhæfa sig í að undirbúa unglinga undir langskólanám sæki þeir sem hafa slíkt nám í huga. Þetta virðist Margrét telja að viðhaldi eða jafnvel ýti undir fordóma. Undirrituðum er fyrirmunað að sjá rökin fyrir því. Væri hægt að fá nánari skýringar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 30. júlí sl. ritar Súsanna Margrét Gestsdóttir grein í Fréttablaðið þar sem hún ræðir þá gagnrýni sem fram hefur komið á nýjar innritunarreglur í framhaldsskólana. Kjarninn í máli hennar virðist mér vera sá að nýju reglurnar tryggi að í hverjum skóla verði nemendur með sem fjölbreytilegastan bakgrunn og mikilvægt sé að ýta undir slíka fjölbreytni, þannig sé hægt að vinna gegn fordómum og auka hæfni fólks til að vinna saman í fjölmenningarsamfélagi. Hún nefnir sérstaklega nemendur með annað móðurmál en íslensku og telur það mikilvægt uppeldisatriði að aðrir nemendur starfi við hliðina á þeim sem tala íslensku með erlendum hreim. Hér er sitthvað sem orkar tvímælis. Fyrir það fyrsta er mér til efs að þetta sé skilvirk aðferð til að vinna gegn fordómum og fá fólk af ólíkum uppruna til að vinna saman. Markviss fræðsla og áróður virðist í fljótu bragði mun líklegri til árangurs. Í öðru lagi verður ekki betur séð en hugmyndafræði sú sem nýju reglurnar byggja á leiði til einsleitni framhaldsskólanna og vinni því gegn tilgangi framhaldsskólalaganna. Til að allir skólarnir geti tekið á móti svipuðum nemendahópum þurfa þeir að hafa sambærilega uppbyggingu svo sem almenna braut sem tekur við nemendum með skerta námsgetu og námsbraut sem tekur við nemendum af erlendum uppruna. Einnig hlýtur að vera gert ráð fyrir að þeim nemendum sem hyggja á langskólanám sé sinnt með viðunandi hætti og jafnframt bjóði allir skólarnir upp á styttri starfstengdar námsbrautir fyrir þá sem slíkt nám hentar. Þá hlýtur einnig að vera gert ráð fyrir að boðið sé upp á listnám í öllum framhaldsskólunum sem og iðnmenntun. Nú er rétt að rifja upp það sem lá til grundvallar þeim innritunarreglum sem kastað var fyrir borð á síðasta ári. Markmið þeirra var að nemendur gætu farið í þann skóla sem félli best að þörfum þeirra og jafnframt ættu skólarnir að skapa sér sérstöðu, sérhæfa námsframboð sitt með einhverjum hætti. Með þessu móti ættu sem flestir nemendur kost á námi við sitt hæfi og á sínu áhugasviði. Gott dæmi um slíka sérstöðu er Borgarholtsskóli en þar starfar námsbraut sem sérhæfir sig í bílgreinum. Með gömlu innritunarreglunum hefði nemandi úr Kópavogi með áhuga á bílum getað sótt um skólavist í Borgarholtsskóla og stundað þar það nám sem hann hafði áhuga á. Nemendi úr Grafarvogi sem hefði hug á að fara í langskólanám að loknu stúdentspróf en teldi sér hæfa betur bekkjarkerfi en áfangakerfi gæti valið einhvern af bóknámsskólunum sem býður upp á bekkjarkerfi. Nú er hins vegar undir hælinn lagt hvort hægt sé að koma til móts við þessa nemendur. Gömlu innritunarreglurnar buðu því upp á fjölbreytni í framhaldsskólunum sem verður úr sögunni ef svo heldur fram sem horfir. Nú er það svo að ef skólar sérhæfa sig þá er óhjákvæmilegt að í þá safnist nemendur með lík áhugamál. Þannig er næsta víst að í Borgarholtsskóla sé að finna óvenjuhátt hlutfall nemenda með bíladellu. Í Fjölbrautaskólanum í Ármúla er rekinn sérstakur Heilbrigðisskóli. Þangað sækja væntanlega þeir sem hafa hug á að mennta sig til starfa innan heilbrigðisgeirans. Jafnframt er líklegt að í þá skóla sem sérhæfa sig í að undirbúa unglinga undir langskólanám sæki þeir sem hafa slíkt nám í huga. Þetta virðist Margrét telja að viðhaldi eða jafnvel ýti undir fordóma. Undirrituðum er fyrirmunað að sjá rökin fyrir því. Væri hægt að fá nánari skýringar?
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun