Í-listinn mælist með hreinan meirihluta 20. maí 2010 06:00 Könnunin. Í-listinn, sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna, Frjálslyndra og óháðra, fær hreinan meirihluta bæjarfulltrúa á Ísafirði samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Framboðið nýtur stuðnings 48,4 prósenta þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni. Verði það niðurstaða kosninga fengi framboðið fimm bæjarfulltrúa af níu. Framboðið fékk 40 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum 2006 og fjóra menn kjörna í bæjarstjórn sveitarfélagsins. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er samkvæmt könnuninni fallinn. Sjálfstæðisflokkurinn tapar verulegu fylgi samkvæmt könnuninni. Flokkurinn fengi 29,1 prósent atkvæða, en naut stuðnings 42,4 prósenta Ísfirðinga í síðustu kosningum. Flokkurinn fengi miðað við þetta fylgi þrjá bæjarfulltrúa, en er með fjóra í dag. Framsóknarflokkurinn fengi 16,2 prósent atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Það er lítils háttar aukning frá kosningunum 2006, þegar flokkurinn fékk 15,6 prósent. Niðurstaðan hefur ekki áhrif á fjölda bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Flokkurinn myndi halda sínum eina fulltrúa yrðu þetta niðurstöður kosninga. Alls sagðist 8,1 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni ætla að kjósa Kammónistalistann yrði gengið til sveitarstjórnarkosninga nú. Verði það niðurstaðan í komandi kosningum nær listinn ekki inn bæjarfulltrúa. Kammónistalistinn er nýtt framboð skipað nemendum úr Menntaskólanum á Ísafirði. Menntskælingar hafa áður boðið fram, og náðu tveimur mönnum í bæjarstjórn árið 1996 undir merkjum Fönklistans. Þeir virðast langt frá þeim árangri samkvæmt könnun gærkvöldsins. Hringt var í 600 manns miðvikudaginn 19. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 65,8 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Kosningar 2010 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Sjá meira
Í-listinn, sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna, Frjálslyndra og óháðra, fær hreinan meirihluta bæjarfulltrúa á Ísafirði samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Framboðið nýtur stuðnings 48,4 prósenta þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni. Verði það niðurstaða kosninga fengi framboðið fimm bæjarfulltrúa af níu. Framboðið fékk 40 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum 2006 og fjóra menn kjörna í bæjarstjórn sveitarfélagsins. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er samkvæmt könnuninni fallinn. Sjálfstæðisflokkurinn tapar verulegu fylgi samkvæmt könnuninni. Flokkurinn fengi 29,1 prósent atkvæða, en naut stuðnings 42,4 prósenta Ísfirðinga í síðustu kosningum. Flokkurinn fengi miðað við þetta fylgi þrjá bæjarfulltrúa, en er með fjóra í dag. Framsóknarflokkurinn fengi 16,2 prósent atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Það er lítils háttar aukning frá kosningunum 2006, þegar flokkurinn fékk 15,6 prósent. Niðurstaðan hefur ekki áhrif á fjölda bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Flokkurinn myndi halda sínum eina fulltrúa yrðu þetta niðurstöður kosninga. Alls sagðist 8,1 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni ætla að kjósa Kammónistalistann yrði gengið til sveitarstjórnarkosninga nú. Verði það niðurstaðan í komandi kosningum nær listinn ekki inn bæjarfulltrúa. Kammónistalistinn er nýtt framboð skipað nemendum úr Menntaskólanum á Ísafirði. Menntskælingar hafa áður boðið fram, og náðu tveimur mönnum í bæjarstjórn árið 1996 undir merkjum Fönklistans. Þeir virðast langt frá þeim árangri samkvæmt könnun gærkvöldsins. Hringt var í 600 manns miðvikudaginn 19. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 65,8 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Kosningar 2010 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Sjá meira