Danadrottning fengi ekki lendingarleyfi í Reykjavík 21. desember 2010 06:00 Dönsk herþyrla Danski herinn og Landhelgisgæslan starfa náið saman vegna öryggis- og björgunarmála við landið. mynd/landsbjörg Verði utanríkisráðuneytið og flugmálayfirvöld við áskorun borgaryfirvalda um að stöðva umferð herflugvéla um Reykjavíkurflugvöll útilokar það komur erlendra fyrirmenna og umsvif vegna erlends samstarfs vegna öryggismála á vellinum. Alls lentu 37 vélar á Reykjavíkurflugvelli í ár sem skilgreindar eru sem herflugvélar. Þær voru 28 árið 2009. Engin af þessum 65 komum vélanna tengdist beinum hernaðarumsvifum á neinn hátt. Þær voru allar litlar farþega- og vöruflutningaflugvélar í millilandaflugi og björgunarþyrlur danska hersins í æfingaflugi ásamt könnunar- og farþegaflugvél danska flughersins á leið milli Danmerkur og Grænlands. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að þegar flugvél lendi á Reykjavíkurflugvelli sé hún flokkuð í fyrir fram ákveðna flokka. „Flugvélar sem fljúga undir merkjum danska flughersins eða flotans flokkast eins og gefur að skilja undir herflug. Herflug er til dæmis þegar flugvélar fljúga með þjóðhöfðingja eða framámenn innanborðs og lenda á Reykjavíkurflugvelli. Það flokkast líka undir herflug þegar björgunarþyrla frá danska hernum lendir á Reykjavíkurflugvelli. Samkvæmt þessu gæti Danadrottning ekki lent í Reykjavík,“ segir Hjördís. Hún tekur fram að ef innihald í loftfari sé hættulegt efni eða vopn beri að tilkynna það yfirvöldum sérstaklega. Þá minnir hún á að flugmálayfirvöld hafi ekkert um lendingarbann á Reykjavíkurflugvelli að segja þar sem ríkið sé eigandi flugvallarins. Nákvæmum upplýsingum um tilgang þeirra 65 lendinga sem teljast til herflugs var komið til borgaryfirvalda og greinargerð Isavia var lögð fram í borgarráði. Tillaga Jóns Gnarr borgarstjóra var engu að síður samþykkt. Í áskorun borgarráðs, sem var samþykkt einróma, segir að „friðsöm og ábyrg borgaryfirvöld geta ekki unað við óbreytt ástand á Reykjavíkurflugvelli“. Óvíst er hvernig utanríkisráðuneytið mun bregðast við áskoruninni að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. - shá, þj Fréttir Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Verði utanríkisráðuneytið og flugmálayfirvöld við áskorun borgaryfirvalda um að stöðva umferð herflugvéla um Reykjavíkurflugvöll útilokar það komur erlendra fyrirmenna og umsvif vegna erlends samstarfs vegna öryggismála á vellinum. Alls lentu 37 vélar á Reykjavíkurflugvelli í ár sem skilgreindar eru sem herflugvélar. Þær voru 28 árið 2009. Engin af þessum 65 komum vélanna tengdist beinum hernaðarumsvifum á neinn hátt. Þær voru allar litlar farþega- og vöruflutningaflugvélar í millilandaflugi og björgunarþyrlur danska hersins í æfingaflugi ásamt könnunar- og farþegaflugvél danska flughersins á leið milli Danmerkur og Grænlands. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að þegar flugvél lendi á Reykjavíkurflugvelli sé hún flokkuð í fyrir fram ákveðna flokka. „Flugvélar sem fljúga undir merkjum danska flughersins eða flotans flokkast eins og gefur að skilja undir herflug. Herflug er til dæmis þegar flugvélar fljúga með þjóðhöfðingja eða framámenn innanborðs og lenda á Reykjavíkurflugvelli. Það flokkast líka undir herflug þegar björgunarþyrla frá danska hernum lendir á Reykjavíkurflugvelli. Samkvæmt þessu gæti Danadrottning ekki lent í Reykjavík,“ segir Hjördís. Hún tekur fram að ef innihald í loftfari sé hættulegt efni eða vopn beri að tilkynna það yfirvöldum sérstaklega. Þá minnir hún á að flugmálayfirvöld hafi ekkert um lendingarbann á Reykjavíkurflugvelli að segja þar sem ríkið sé eigandi flugvallarins. Nákvæmum upplýsingum um tilgang þeirra 65 lendinga sem teljast til herflugs var komið til borgaryfirvalda og greinargerð Isavia var lögð fram í borgarráði. Tillaga Jóns Gnarr borgarstjóra var engu að síður samþykkt. Í áskorun borgarráðs, sem var samþykkt einróma, segir að „friðsöm og ábyrg borgaryfirvöld geta ekki unað við óbreytt ástand á Reykjavíkurflugvelli“. Óvíst er hvernig utanríkisráðuneytið mun bregðast við áskoruninni að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. - shá, þj
Fréttir Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent