Röng umræða um fjölmiðla 8. desember 2009 06:00 Gunnar Hersveinn skrifar um fjölmiðla Íslendingar glata sorglega oft tækifærum til að rökræða málin. Ástæðan er sú að boðberar válegra tíðinda eru skotnir um leið og þeir birtast. Íslenskir fjölmiðlar eru í kreppu en ef einhver gerir athugasemdir við vinnubrögð þeirra er sá hinn sami annaðhvort hunsaður eða gerður tortryggilegur. Það er líkt og hugrekki þurfi til að taka þátt í lýðræðislegri umræðu á Íslandi. Nýlega lýsti Norræna blaðamannasambandið yfir áhyggjum sínum af stöðu fjölmiðla á Íslandi enda ástæða til. Rekstur fjölmiðla er vandasamur og margir efast um markmið eigenda þeirra og hugsjónir ritstjóra. Síðast en ekki síst hafa margir af reyndustu blaða- og fréttamönnum landsins misst vinnuna. Blaða- og fréttamenn sem geta veitt yfirvöldum aðhald, spurt gagnrýnna spurninga og skrifað eða flutt viðamiklar fréttaskýringar til að upplýsa almenning standa nú margir utan fjölmiðla. Í íslenskri umræðu er oft hrópað af krafti á gagnrýnendur og gefið í skyn að annarlegir hagsmunir liggi að baki og að gagnrýni þeirra sé af persónulegum ástæðum. Þeir sem verja ríkjandi ástand slá gjarnan andstæðinga sína undir beltisstað. Ályktun Norræna blaðamannasambandsins var frétt hér á landi en umræðan fór um víðan völl og skotið var í allar áttir í stað þess að miða í mark. Tilraun var meðal annars gerð til að sverta Blaðamannafélag Íslands og strax var grafið undan þeim sem þurfa að fjalla um viðkvæmt málið. Kennslubókardæmi um ofangreint er fjölmiðlapistill Viðskiptablaðsins 3. desember 2009. Þar er Norræna blaðamannasambandið gert ótrúverðugt, skotið er á núverandi og fyrrverandi formenn Blaðamannafélags Íslands og annar ritstjóri Morgunblaðsins skjallaður. Nýir eldar eru kveiktir í stað þess að taka þátt í björgunarstarfinu. Umræðuaðferðin sem pistlahöfundur Viðskiptablaðsins beitir er iðulega notuð af þeim sem vilja ekki fjalla um kjarna málsins. Hvetjum íslenska blaða- og fréttamenn til að taka þátt í umræðunni og til að skapa aðra rökræðuhefð og leyfum ekki einstaka álitsgjöfum að einoka sviðið. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hersveinn Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Gunnar Hersveinn skrifar um fjölmiðla Íslendingar glata sorglega oft tækifærum til að rökræða málin. Ástæðan er sú að boðberar válegra tíðinda eru skotnir um leið og þeir birtast. Íslenskir fjölmiðlar eru í kreppu en ef einhver gerir athugasemdir við vinnubrögð þeirra er sá hinn sami annaðhvort hunsaður eða gerður tortryggilegur. Það er líkt og hugrekki þurfi til að taka þátt í lýðræðislegri umræðu á Íslandi. Nýlega lýsti Norræna blaðamannasambandið yfir áhyggjum sínum af stöðu fjölmiðla á Íslandi enda ástæða til. Rekstur fjölmiðla er vandasamur og margir efast um markmið eigenda þeirra og hugsjónir ritstjóra. Síðast en ekki síst hafa margir af reyndustu blaða- og fréttamönnum landsins misst vinnuna. Blaða- og fréttamenn sem geta veitt yfirvöldum aðhald, spurt gagnrýnna spurninga og skrifað eða flutt viðamiklar fréttaskýringar til að upplýsa almenning standa nú margir utan fjölmiðla. Í íslenskri umræðu er oft hrópað af krafti á gagnrýnendur og gefið í skyn að annarlegir hagsmunir liggi að baki og að gagnrýni þeirra sé af persónulegum ástæðum. Þeir sem verja ríkjandi ástand slá gjarnan andstæðinga sína undir beltisstað. Ályktun Norræna blaðamannasambandsins var frétt hér á landi en umræðan fór um víðan völl og skotið var í allar áttir í stað þess að miða í mark. Tilraun var meðal annars gerð til að sverta Blaðamannafélag Íslands og strax var grafið undan þeim sem þurfa að fjalla um viðkvæmt málið. Kennslubókardæmi um ofangreint er fjölmiðlapistill Viðskiptablaðsins 3. desember 2009. Þar er Norræna blaðamannasambandið gert ótrúverðugt, skotið er á núverandi og fyrrverandi formenn Blaðamannafélags Íslands og annar ritstjóri Morgunblaðsins skjallaður. Nýir eldar eru kveiktir í stað þess að taka þátt í björgunarstarfinu. Umræðuaðferðin sem pistlahöfundur Viðskiptablaðsins beitir er iðulega notuð af þeim sem vilja ekki fjalla um kjarna málsins. Hvetjum íslenska blaða- og fréttamenn til að taka þátt í umræðunni og til að skapa aðra rökræðuhefð og leyfum ekki einstaka álitsgjöfum að einoka sviðið. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar