Eldri borgarar hundsaðir Björgvin Guðmundsson skrifar 3. desember 2009 06:00 Það veldur eldri borgurum og öryrkjum áhyggjum hve stjórnvöld hafa verið neikvæð gagnvart þessum hópum á liðnu ári. Kjör aldraðra og öryrkja voru skert verulega 1. júlí sl. Landssamband eldri borgara og Öryrkjabandalag Íslands mótmæltu kjaraskerðingunni harðlega en stjórnvöld hafa skellt skollaeyrum við þeim mótmælum. Ríkisstjórnin situr löngum á fundum með aðilum vinnumarkaðarins, ASÍ og SA og tekur mark á óskum þessara aðila. En ríkisstjórnin hundsar samtök eldri borgara og samtök öryrkja. Þessir aðilar hafa ekki verkfallsrétt og ríkisstjórnin virðist ekki hafa miklar áhyggjur af þessum hópum. Þó var það yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að hún vildi hafa samráð við hagsmunasamtök um þær ráðstafanir sem þyrfti að gera, t.d. í ríkisfjármálum. Eldri borgarar hafa að undanförnu rætt það í sinn hóp að nauðsynlegt sé að fara nýjar leiðir í kjarabaráttunni. Þessi mál hafa verið rædd í stærstu félögum eldri borgara, Félagi eldri borgara í Reykjavík og Félagi eldri borgara í Kópavogi. Málið hefur einnig verið rætt í Landssambandi eldri borgara. Aðilar eru sammála um nauðsyn þess að breyta baráttuaðferðum. Kurteislegar ályktanir og mótmæli duga ekki lengur. Ráðherrar stinga þeim ofan í skúffur. Heitstrengingar stjórnmálamanna fyrir kosningar um ný og betri vinnubrögð virðast hafa gleymst. Hefur ríkisstjórnin gleymt búsáhaldabyltingunni? Hefur ríkisstjórnin gleymt því að það átti að hlusta á almenning, fólkið í landinu og taka tillit til þess. Það er ekki nóg að ræða við verkalýðshreyfingu og atvinnurekendur. Forseti ASÍ og framkvæmdastjóri SA eru ekki fulltrúar alls fólksins í landinu. Það þarf að hlusta á aldraða og öryrkja og fleiri hagsmunasamtök og ekki bara hlusta. Það þarf að taka tillit til þessara hagsmunasamtaka. Verkafólk hefur nú fengið kauphækkanir tvívegis á þessu ári, 1. júlí og 1. nóvember. Á sama tíma hafa aldraðir og öryrkjar orðið að sæta kjaraskerðingu. Þeir þurftu raunar einnig að þola kjaraskerðingu 1. janúar sl. þegar þorri aldraðra og öryrkja fékk aðeins 9,6% verðlagsuppbót á lífeyri, en verðlagsuppbótin átti að vera 20%. Aðeins þeir, sem voru á „strípuðum bótum" fengu fulla uppbót. Í lögum um almannatryggingar segir, að breyting á lífeyri aldraðra og öryrkja eigi að taka mið af launabreytingum en einnig af verðlagsþróun. Ég tel, að samkvæmt því eigi lífeyrir að hækka í samræmi við hækkanir á kaupgjaldi 1. júlí og 1. nóvember. Í lögum um málefni aldraðra segir, að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra. Það getur ekki talist jafnrétti að skerða kjör aldraðra á sama tíma og launþegar fá kauphækkun. Þetta kallast misrétti. Ekki veit ég hve margir launþegar fengu kauphækkun 1. júlí og 1. nóv. sl. En það hafa verið margir tugir þúsunda, sennilega 40-50 þús. Það þýðir ekki að vísa í það í þessu sambandi, að nokkuð hundruð eldri borgara hafi fengið góða hækkun á lífeyri 1. september 2008. Það er ekki nóg. Stjórnvöld munu komast að raun um til hvaða baráttuaðferða eldri borgarar ætla að grípa. Þeir ætla ekki að sitja aðgerðalausir. Eldri borgarar vilja fá þær kjarabætur, sem þeir eiga rétt á. Höfundur er stjórnarmaður í Félagi eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það veldur eldri borgurum og öryrkjum áhyggjum hve stjórnvöld hafa verið neikvæð gagnvart þessum hópum á liðnu ári. Kjör aldraðra og öryrkja voru skert verulega 1. júlí sl. Landssamband eldri borgara og Öryrkjabandalag Íslands mótmæltu kjaraskerðingunni harðlega en stjórnvöld hafa skellt skollaeyrum við þeim mótmælum. Ríkisstjórnin situr löngum á fundum með aðilum vinnumarkaðarins, ASÍ og SA og tekur mark á óskum þessara aðila. En ríkisstjórnin hundsar samtök eldri borgara og samtök öryrkja. Þessir aðilar hafa ekki verkfallsrétt og ríkisstjórnin virðist ekki hafa miklar áhyggjur af þessum hópum. Þó var það yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að hún vildi hafa samráð við hagsmunasamtök um þær ráðstafanir sem þyrfti að gera, t.d. í ríkisfjármálum. Eldri borgarar hafa að undanförnu rætt það í sinn hóp að nauðsynlegt sé að fara nýjar leiðir í kjarabaráttunni. Þessi mál hafa verið rædd í stærstu félögum eldri borgara, Félagi eldri borgara í Reykjavík og Félagi eldri borgara í Kópavogi. Málið hefur einnig verið rætt í Landssambandi eldri borgara. Aðilar eru sammála um nauðsyn þess að breyta baráttuaðferðum. Kurteislegar ályktanir og mótmæli duga ekki lengur. Ráðherrar stinga þeim ofan í skúffur. Heitstrengingar stjórnmálamanna fyrir kosningar um ný og betri vinnubrögð virðast hafa gleymst. Hefur ríkisstjórnin gleymt búsáhaldabyltingunni? Hefur ríkisstjórnin gleymt því að það átti að hlusta á almenning, fólkið í landinu og taka tillit til þess. Það er ekki nóg að ræða við verkalýðshreyfingu og atvinnurekendur. Forseti ASÍ og framkvæmdastjóri SA eru ekki fulltrúar alls fólksins í landinu. Það þarf að hlusta á aldraða og öryrkja og fleiri hagsmunasamtök og ekki bara hlusta. Það þarf að taka tillit til þessara hagsmunasamtaka. Verkafólk hefur nú fengið kauphækkanir tvívegis á þessu ári, 1. júlí og 1. nóvember. Á sama tíma hafa aldraðir og öryrkjar orðið að sæta kjaraskerðingu. Þeir þurftu raunar einnig að þola kjaraskerðingu 1. janúar sl. þegar þorri aldraðra og öryrkja fékk aðeins 9,6% verðlagsuppbót á lífeyri, en verðlagsuppbótin átti að vera 20%. Aðeins þeir, sem voru á „strípuðum bótum" fengu fulla uppbót. Í lögum um almannatryggingar segir, að breyting á lífeyri aldraðra og öryrkja eigi að taka mið af launabreytingum en einnig af verðlagsþróun. Ég tel, að samkvæmt því eigi lífeyrir að hækka í samræmi við hækkanir á kaupgjaldi 1. júlí og 1. nóvember. Í lögum um málefni aldraðra segir, að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra. Það getur ekki talist jafnrétti að skerða kjör aldraðra á sama tíma og launþegar fá kauphækkun. Þetta kallast misrétti. Ekki veit ég hve margir launþegar fengu kauphækkun 1. júlí og 1. nóv. sl. En það hafa verið margir tugir þúsunda, sennilega 40-50 þús. Það þýðir ekki að vísa í það í þessu sambandi, að nokkuð hundruð eldri borgara hafi fengið góða hækkun á lífeyri 1. september 2008. Það er ekki nóg. Stjórnvöld munu komast að raun um til hvaða baráttuaðferða eldri borgarar ætla að grípa. Þeir ætla ekki að sitja aðgerðalausir. Eldri borgarar vilja fá þær kjarabætur, sem þeir eiga rétt á. Höfundur er stjórnarmaður í Félagi eldri borgara.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun