Borgaraleg handtaka Jón Þór Ólafsson skrifar 19. september 2009 06:00 Eva Joly segir allar líkur fyrir því að efnahagsbrot hafi verið framin en ríkisstjórnin hundsar færasta ráðgjafann sinn og hindrar rannsókn hrunsins með ónógum fjárframlögum. Í dag, næstum ári frá hruni, er ljóst að ríkisstjórnin mun leyfa flestum bankamönnunum að sleppa og skella skuldum sem þeir stofnuðu til á okkur. Réttlætingin fyrir því að borgararnir taki völdin í sínar hendur er vel greypt í réttlætisvitund og lög Vesturlanda. Borgaraleg handtaka hefur lengi verið lögleg á Vesturlöndum og var 26. mars 1991 bundin í „Lög um meðferð opinbera mála“ á Íslandi. Í 97. grein laganna segir: „1. Lögreglu er rétt að handtaka mann ef rökstuddur grunur er á að hann hafi framið brot sem sætt getur ákæru, enda sé handtaka nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist hans og öryggi eða koma í veg fyrir að hann spilli sönnunargögnum. 2. Sams konar heimild hefur hver sá sem stendur mann að broti sem sætt getur ákæru og varðað getur fangelsi. Afhenda skal hinn handtekna lögreglunni tafarlaust ásamt upplýsingum um ástæðu handtökunnar og hvenær hún fór fram.“ Ef við stöndum fólk í dag að broti sem sætt getur ákæru og varðað getur fangelsi getum við handtekið það. Það er gott að vita því spillingin grasserar enn. En er hægt að grípa til borgaralegrar handtöku núna vegna liðinna atburða? Mögulegt er að túlka lögin þannig að borgari sem stóð einhvern að verknaði sem hann vissi ekki að væri glæpsamlegur, gæti núna þegar hann veit betur framkvæmt borgaralega handtöku, til að ná fram tilgangi laganna: „að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist hans og öryggi eða koma í veg fyrir að hann spilli sönnunargögnum.“ Þeir sem þora geta reynt á þetta fyrir dómstólum, því bankamennirnir munu án efa kæra handtökuna. Mikið væri það góður dagur að sjá mennina sem orsökuðu hrunið handtekna og færða til lögreglu með myndavélar fjölmiðla í andlitinu. Þetta færi í heimspressuna og sýndi heiminum að það ábyrgasta sem Íslendingar gera er ekki að borga skuldir bankamannanna. Það ábyrgasta er að láta þá svara til saka.Höfundur er borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Eva Joly segir allar líkur fyrir því að efnahagsbrot hafi verið framin en ríkisstjórnin hundsar færasta ráðgjafann sinn og hindrar rannsókn hrunsins með ónógum fjárframlögum. Í dag, næstum ári frá hruni, er ljóst að ríkisstjórnin mun leyfa flestum bankamönnunum að sleppa og skella skuldum sem þeir stofnuðu til á okkur. Réttlætingin fyrir því að borgararnir taki völdin í sínar hendur er vel greypt í réttlætisvitund og lög Vesturlanda. Borgaraleg handtaka hefur lengi verið lögleg á Vesturlöndum og var 26. mars 1991 bundin í „Lög um meðferð opinbera mála“ á Íslandi. Í 97. grein laganna segir: „1. Lögreglu er rétt að handtaka mann ef rökstuddur grunur er á að hann hafi framið brot sem sætt getur ákæru, enda sé handtaka nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist hans og öryggi eða koma í veg fyrir að hann spilli sönnunargögnum. 2. Sams konar heimild hefur hver sá sem stendur mann að broti sem sætt getur ákæru og varðað getur fangelsi. Afhenda skal hinn handtekna lögreglunni tafarlaust ásamt upplýsingum um ástæðu handtökunnar og hvenær hún fór fram.“ Ef við stöndum fólk í dag að broti sem sætt getur ákæru og varðað getur fangelsi getum við handtekið það. Það er gott að vita því spillingin grasserar enn. En er hægt að grípa til borgaralegrar handtöku núna vegna liðinna atburða? Mögulegt er að túlka lögin þannig að borgari sem stóð einhvern að verknaði sem hann vissi ekki að væri glæpsamlegur, gæti núna þegar hann veit betur framkvæmt borgaralega handtöku, til að ná fram tilgangi laganna: „að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist hans og öryggi eða koma í veg fyrir að hann spilli sönnunargögnum.“ Þeir sem þora geta reynt á þetta fyrir dómstólum, því bankamennirnir munu án efa kæra handtökuna. Mikið væri það góður dagur að sjá mennina sem orsökuðu hrunið handtekna og færða til lögreglu með myndavélar fjölmiðla í andlitinu. Þetta færi í heimspressuna og sýndi heiminum að það ábyrgasta sem Íslendingar gera er ekki að borga skuldir bankamannanna. Það ábyrgasta er að láta þá svara til saka.Höfundur er borgari.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar