Meðan ríkið sefur Jón Þór Ólafsson svarar grein Jónínu Michaelsdóttur skrifar 12. september 2009 06:00 Flest ríki í heiminum í dag hafa tekið sér einkaleyfi á beitingu ofbeldis innan sinna landamæra. Mistakist ríkjum það eins og raunin er með Írak og Afganistan eru þau kölluð „misheppnuð ríki“ (failed states). Ríkið réttlætir sína einokun á ofbeldi sem nauðsynlega til að vernda frelsi ríkisins og til að tryggja réttlæti innan þess. Stofnendur Bandaríkjanna voru ekki á sama máli. Um vantraust þeirra á ríkisvaldinu verður ekki villst í orðum fyrsta forseta Bandaríkjanna George Washington: „Eins og eldur er ríkisstjórn hættulegur þjónn og hræðilegur herra.“ Fyrir þeim var nauðsynlegt fyrir öryggi frjáls ríkis að borgarar þess stofnuðu sjálfstæðar sveitir vopnaðra manna (militias) og þann rétt borgaranna bundu þeir í stjórnarskrána. Þar að auki hefur rétturinn til borgaralegrar handtöku lengi verið bundinn í lögum á Vesturlöndum og á Íslandi frá 1991. Svo réttlætingin fyrir því að borgararnir vakni og taki völdin í sínar hendur er vel greypt í réttlætisvitund og lög Vesturlanda. Fyrri ríkisstjórnir sváfu á verðinum meðan bankamenn með aðstoð Seðlabankans spiluðu stærstu svikamyllu Íslandssögunnar. Núverandi ríkisstjórn sefur á meðan svikahrapparnir skjóta undan þjóðarauðinum. Sagan hefur kennt okkur að þegar ríki sem áskilur sér einkaleyfi á ofbeldi sefur á meðan réttlætisvitund borgaranna er ítrekað misboðið þá vakna þeir og taka til sinna ráða. Ráðin sem borgararnir grípa til hafa alltaf reynst misvel til að ná fram réttlæti, en Íslendingar myndu ekki í dag skvetta rauðri málningu ef ríkið svæfi ekki á meðan svikahrappar skjóta undan þjóðarauðinum. Höfundur er borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Flest ríki í heiminum í dag hafa tekið sér einkaleyfi á beitingu ofbeldis innan sinna landamæra. Mistakist ríkjum það eins og raunin er með Írak og Afganistan eru þau kölluð „misheppnuð ríki“ (failed states). Ríkið réttlætir sína einokun á ofbeldi sem nauðsynlega til að vernda frelsi ríkisins og til að tryggja réttlæti innan þess. Stofnendur Bandaríkjanna voru ekki á sama máli. Um vantraust þeirra á ríkisvaldinu verður ekki villst í orðum fyrsta forseta Bandaríkjanna George Washington: „Eins og eldur er ríkisstjórn hættulegur þjónn og hræðilegur herra.“ Fyrir þeim var nauðsynlegt fyrir öryggi frjáls ríkis að borgarar þess stofnuðu sjálfstæðar sveitir vopnaðra manna (militias) og þann rétt borgaranna bundu þeir í stjórnarskrána. Þar að auki hefur rétturinn til borgaralegrar handtöku lengi verið bundinn í lögum á Vesturlöndum og á Íslandi frá 1991. Svo réttlætingin fyrir því að borgararnir vakni og taki völdin í sínar hendur er vel greypt í réttlætisvitund og lög Vesturlanda. Fyrri ríkisstjórnir sváfu á verðinum meðan bankamenn með aðstoð Seðlabankans spiluðu stærstu svikamyllu Íslandssögunnar. Núverandi ríkisstjórn sefur á meðan svikahrapparnir skjóta undan þjóðarauðinum. Sagan hefur kennt okkur að þegar ríki sem áskilur sér einkaleyfi á ofbeldi sefur á meðan réttlætisvitund borgaranna er ítrekað misboðið þá vakna þeir og taka til sinna ráða. Ráðin sem borgararnir grípa til hafa alltaf reynst misvel til að ná fram réttlæti, en Íslendingar myndu ekki í dag skvetta rauðri málningu ef ríkið svæfi ekki á meðan svikahrappar skjóta undan þjóðarauðinum. Höfundur er borgari.