Félagshyggjustjórn - skýrt val kjósenda Skúli Helgason skrifar 9. mars 2009 00:01 Það hefur verið lenska í íslenskum stjórnmálum að stjórnmálaflokkarnir gangi óbundnir til kosninga. Það er réttlætt með því að flokkarnir vilji halda öllum möguleikum opnum á stjórnarsamstarfi og vilji ekki veikja samningsstöðu sína fyrirfram með því að útiloka tiltekna kosti. Nýr formaður Framsóknarflokksins hefur þegar tilkynnt opinberlega að hann muni fylgja þessari gömlu aðferð, að vera opinn í báða enda. Þeir sem kjósa Framsóknarflokkinn vita því ekki hvort þeir eru að greiða atkvæði með hægri stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins eða félagshyggjustjórn með Samfylkingunni og VG. Þingkosningar eru eina raunverulega tækið samkvæmt stjórnskipan lýðveldisins sem almenningur hefur til að hafa áhrif á landsstjórnina. Það tæki nær hins vegar bara hálfa leið, ef flokkarnir gefa ekki skýr skilaboð fyrir kosningar um það með hverjum þeir kjósi að starfa í ríkisstjórn. Óbundna leiðin grefur því undan lýðræðinu og felur í sér ákveðna lítilsvirðingu gagnvart almenningi. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að Samfylkingin eigi nú að brjóta í blað og lýsa því yfir skýrt og skorinort að við viljum mynda félagshyggjustjórn að loknum kosningum. Stjórnarsamstarfið við VG gengur mjög vel, þar er mikil eindrægni og vilji til að koma mikilvægum aðgerðum í verk sem lúta að velferð heimila og bættu rekstrarumhverfi fyrirtækja. Á þeim fáu vikum sem stjórnin hefur starfað hefur hún þegar afgreitt 30 mál sem nú eru í meðförum Alþingis og bíða þar afgreiðslu. Ég leyfi mér að halda því fram að samstarfið fram til þessa hafi farið fram úr björtustu vonum. Núverandi ríkisstjórn var mynduð á grundvelli mestu lýðræðisvakningar í landinu í áratugi. Virkt lýðræði hefur alla tíð verið rauður þráður í stefnu Samfylkingarinnar og ég tel að skýr yfirlýsing um stjórnarsamstarf sé virðingarvottur við kjósendur og gefi þeim skýrt val um félagshyggjustjórn sem hefji hér endurreisn samfélagsins á nýjum gildum jafnaðar, réttlætis og samábyrgðar. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið lenska í íslenskum stjórnmálum að stjórnmálaflokkarnir gangi óbundnir til kosninga. Það er réttlætt með því að flokkarnir vilji halda öllum möguleikum opnum á stjórnarsamstarfi og vilji ekki veikja samningsstöðu sína fyrirfram með því að útiloka tiltekna kosti. Nýr formaður Framsóknarflokksins hefur þegar tilkynnt opinberlega að hann muni fylgja þessari gömlu aðferð, að vera opinn í báða enda. Þeir sem kjósa Framsóknarflokkinn vita því ekki hvort þeir eru að greiða atkvæði með hægri stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins eða félagshyggjustjórn með Samfylkingunni og VG. Þingkosningar eru eina raunverulega tækið samkvæmt stjórnskipan lýðveldisins sem almenningur hefur til að hafa áhrif á landsstjórnina. Það tæki nær hins vegar bara hálfa leið, ef flokkarnir gefa ekki skýr skilaboð fyrir kosningar um það með hverjum þeir kjósi að starfa í ríkisstjórn. Óbundna leiðin grefur því undan lýðræðinu og felur í sér ákveðna lítilsvirðingu gagnvart almenningi. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að Samfylkingin eigi nú að brjóta í blað og lýsa því yfir skýrt og skorinort að við viljum mynda félagshyggjustjórn að loknum kosningum. Stjórnarsamstarfið við VG gengur mjög vel, þar er mikil eindrægni og vilji til að koma mikilvægum aðgerðum í verk sem lúta að velferð heimila og bættu rekstrarumhverfi fyrirtækja. Á þeim fáu vikum sem stjórnin hefur starfað hefur hún þegar afgreitt 30 mál sem nú eru í meðförum Alþingis og bíða þar afgreiðslu. Ég leyfi mér að halda því fram að samstarfið fram til þessa hafi farið fram úr björtustu vonum. Núverandi ríkisstjórn var mynduð á grundvelli mestu lýðræðisvakningar í landinu í áratugi. Virkt lýðræði hefur alla tíð verið rauður þráður í stefnu Samfylkingarinnar og ég tel að skýr yfirlýsing um stjórnarsamstarf sé virðingarvottur við kjósendur og gefi þeim skýrt val um félagshyggjustjórn sem hefji hér endurreisn samfélagsins á nýjum gildum jafnaðar, réttlætis og samábyrgðar. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun