Flokkur á harðahlaupum Árni Páll Árnason skrifar 22. apríl 2009 00:01 Sjálfstæðisflokkurinn tók enn einn snúning á sunnudag og boðaði sjöttu stefnuna í gjaldmiðilsmálum á einu ári. Sú vortíska í Evrópustefnu 2009 sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti á landsfundi var endurunnin aflögð stefna VG frá í fyrra um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú stefna á augljóslega engan hljómgrunn meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins og flokkurinn þorir ekki með hana, þriggja vikna gamla, í kosningar. Nýja stefnan er byggð á flugufregn úr Financial Times frá 5. apríl þar sem vísað var til þess að ótilgreindir sérfræðingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) teldu skynsamlegt að rýmka skilyrði fyrir því að ESB-ríki fengju að taka upp evru. Þessi flugufregn varð rökþrota sjálfstæðismönnum slíkur happafengur að þeir byggðu á henni nýja peningamálastefnu, sem er eins og aðrar Evrópustefnur flokksins síðasta árið fullkomlega óskiljanleg. Nú er það stefna flokksins að biðja AGS að tala við ESB fyrir Íslands hönd og biðja ESB um að leyfa Íslandi að taka upp evru. Þrennt virðist a.m.k. hafa farið framhjá peningamálahugsuðum Sjálfstæðisflokksins:1. Ísland er sjálfstætt og fullvalda ríki. Þess vegna á Ísland auðvitað að sækja sín mál sjálft gagnvart ESB. Við þurfum ekkert að hlaupa undir pilsfald AGS í þessu efni.2. ESB hefur þegar hafnað hugmyndum um upptöku evru án aðildar að ESB. Hugmyndin í blaðagreininni byggir á að aðildarríkjum að ESB verði auðvelduð upptakan. Mislásu stefnusmiðirnir blaðagreinina?3. Í nýju stefnunni felst algert vantraust á íslensku krónuna, en án þess að nokkur framtíðarstefna sé boðuð. Hvað á að gera þegar ESB er búið að segja nei við málaleitan AGS? Á þá að halda áfram með íslenska krónu sem sjálfstæðismenn hafa sagst vilja losna við? Það er dapurlegt að sjá þá djúpstæðu vanmetakennd sem einkennir stefnumörkun sjálfstæðismanna í Evrópumálum. Menn treysta ekki eigin getu til samninga. Menn treysta ekki á ráðgjöf þeirra sem gerst til þekkja en hlaupa upp til handa og fóta og skipta um stefnu á grundvelli mislestrar á einni blaðagrein í útlendu blaði. Er þetta flokkur sem atvinnulífið eða kjósendur geta treyst? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tók enn einn snúning á sunnudag og boðaði sjöttu stefnuna í gjaldmiðilsmálum á einu ári. Sú vortíska í Evrópustefnu 2009 sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti á landsfundi var endurunnin aflögð stefna VG frá í fyrra um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú stefna á augljóslega engan hljómgrunn meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins og flokkurinn þorir ekki með hana, þriggja vikna gamla, í kosningar. Nýja stefnan er byggð á flugufregn úr Financial Times frá 5. apríl þar sem vísað var til þess að ótilgreindir sérfræðingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) teldu skynsamlegt að rýmka skilyrði fyrir því að ESB-ríki fengju að taka upp evru. Þessi flugufregn varð rökþrota sjálfstæðismönnum slíkur happafengur að þeir byggðu á henni nýja peningamálastefnu, sem er eins og aðrar Evrópustefnur flokksins síðasta árið fullkomlega óskiljanleg. Nú er það stefna flokksins að biðja AGS að tala við ESB fyrir Íslands hönd og biðja ESB um að leyfa Íslandi að taka upp evru. Þrennt virðist a.m.k. hafa farið framhjá peningamálahugsuðum Sjálfstæðisflokksins:1. Ísland er sjálfstætt og fullvalda ríki. Þess vegna á Ísland auðvitað að sækja sín mál sjálft gagnvart ESB. Við þurfum ekkert að hlaupa undir pilsfald AGS í þessu efni.2. ESB hefur þegar hafnað hugmyndum um upptöku evru án aðildar að ESB. Hugmyndin í blaðagreininni byggir á að aðildarríkjum að ESB verði auðvelduð upptakan. Mislásu stefnusmiðirnir blaðagreinina?3. Í nýju stefnunni felst algert vantraust á íslensku krónuna, en án þess að nokkur framtíðarstefna sé boðuð. Hvað á að gera þegar ESB er búið að segja nei við málaleitan AGS? Á þá að halda áfram með íslenska krónu sem sjálfstæðismenn hafa sagst vilja losna við? Það er dapurlegt að sjá þá djúpstæðu vanmetakennd sem einkennir stefnumörkun sjálfstæðismanna í Evrópumálum. Menn treysta ekki eigin getu til samninga. Menn treysta ekki á ráðgjöf þeirra sem gerst til þekkja en hlaupa upp til handa og fóta og skipta um stefnu á grundvelli mislestrar á einni blaðagrein í útlendu blaði. Er þetta flokkur sem atvinnulífið eða kjósendur geta treyst? Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar