Kreppan kemur við kaunin á öllum Norðurlandanna 21. janúar 2009 11:26 Það er ekki svo að Ísland sé eitt á báti í því að vera að upplifa samdrátt. Reiknað má með samdrætti á öllum Norðurlöndunum í ár samkvæmt spá norræna bankans Nordea sem birti hagspá sína í gær. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að hin alþjóðlega fjármálakreppa er að koma illa niður á þessum löndum og er því spáð að útflutningur vaxi afar hægt eða dragist saman og að fjárfesting minnki í þeim öllum vegna lakara aðgengis að lánsfé og verri efnahagsástands. Einnig er reiknað með því að lítill sem enginn vöxtur verði í einkaneyslu en atvinnuleysi er vaxandi á svæðinu öllu. Atvinnuleysið mun halda áfram að aukast fram á árið 2010 að mati Nordea, en þeir spá því að hagvöxtur verði þá lítill sem enginn á Norðurlöndunum öllum. Spá þeir að atvinnuleysi verði á bilinu 4 til 9% á næsta ári eftir því hvar borið er niður á svæðinu - mest í Svíþjóð. Ekkert hagkerfi Norðurlandanna dregst þó saman meira í ár en hið íslenska að mati Nordea. Samdrátturinn hér á landi mun verða 12% samkvæmt spá þeirra. Næst okkur kemst Svíþjóð en þar er spáð 1,5% samdrætti í ár, þá Finnland ,eð -1,3%, þar á eftir Danmörk með -1,0 og restina rekur Noregur (-0,1%). Hinn mikli samdráttur á Íslandi skýrist af banka og gjaldeyriskreppu sem landið er í. Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Verðbólgan fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Það er ekki svo að Ísland sé eitt á báti í því að vera að upplifa samdrátt. Reiknað má með samdrætti á öllum Norðurlöndunum í ár samkvæmt spá norræna bankans Nordea sem birti hagspá sína í gær. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að hin alþjóðlega fjármálakreppa er að koma illa niður á þessum löndum og er því spáð að útflutningur vaxi afar hægt eða dragist saman og að fjárfesting minnki í þeim öllum vegna lakara aðgengis að lánsfé og verri efnahagsástands. Einnig er reiknað með því að lítill sem enginn vöxtur verði í einkaneyslu en atvinnuleysi er vaxandi á svæðinu öllu. Atvinnuleysið mun halda áfram að aukast fram á árið 2010 að mati Nordea, en þeir spá því að hagvöxtur verði þá lítill sem enginn á Norðurlöndunum öllum. Spá þeir að atvinnuleysi verði á bilinu 4 til 9% á næsta ári eftir því hvar borið er niður á svæðinu - mest í Svíþjóð. Ekkert hagkerfi Norðurlandanna dregst þó saman meira í ár en hið íslenska að mati Nordea. Samdrátturinn hér á landi mun verða 12% samkvæmt spá þeirra. Næst okkur kemst Svíþjóð en þar er spáð 1,5% samdrætti í ár, þá Finnland ,eð -1,3%, þar á eftir Danmörk með -1,0 og restina rekur Noregur (-0,1%). Hinn mikli samdráttur á Íslandi skýrist af banka og gjaldeyriskreppu sem landið er í.
Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Verðbólgan fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira