Þjóðin á að eiga bankana Björgvin Guðmundsson skrifar 8. desember 2008 06:00 Bankastarfsemi Einkavæðing bankanna mistókst. Sala Landsbankans og Búnaðarbankans til einkaaðila var algert klúður. Í fyrstu var ákveðið að hafa dreifða eignaraðild að einkavæddu bönkunum og að enginn mætti eiga meira en 3-5% eignarhlut. En eftir að Björgólfur Guðmundsson talaði við þáverandi forsætisráðherra var horfið frá þessu markmiði og samþykkt að Björgólfur, ásamt syni sínum og þriðja aðila, mætti kaupa ráðandi hlut í Landsbankanum. Við þessa ákvörðun var gengið fram hjá einkavæðingarnefnd. Margir telja að Landsbankinn hafi verið seldur á alltof lágu verði. Eftir að þetta hafði verið ákveðið eða samhliða var ákveðið að hópur fyrrum Sambandsmanna mætti kaupa Búnaðarbankann. Fengu þeir m.a. lán í Landsbankanum til þess að geta keypt bankann. Þessir tveir bankar voru m.ö.o. seldir einkavinum stjórnarflokkanna. Í því fólst klúðrið. Þorvaldur Gylfason prófessor segir að bankarnir hafi verið afhentir mönnum, sem ekki kunnu að reka banka. Hann segir að það hefði átt að selja bankana kunnáttumönnum, fagmönnum. Eitt er víst að þessir aðilar sem keyptu bankana settu þá í þrot vegna óvarkárni við rekstur bankanna. Þeir tóku alltof mikil erlend lán, voru óvarkárir. Þeir byggðu á því að geta tekið ný og ný erlend lán til þess að greiða eldri lán og þegar lánalínur lokuðust erlendis fóru þeir í þrot. Nú eru stóru einkabankarnir þrír allir komnir í eigu ríkisins á ný. En þó ekki hafi verið svo nema í nokkrar vikur er samt strax farið að ræða um að selja bankana til einkaaðila! Hafa menn ekkert lært? Eru ekki vítin til þess að varast þau? Ég tel bankana best komna í höndum ríkisins. Ef bankarnir hefðu haldist í höndum ríkisins og engin einkavæðing hefði átt sér stað hefðu þeir ekki komist í þrot. Ríkisbankarnir voru ekki í fjárfestingum erlendis og gífurlegum lántökum ytra til þess að fjármagna fjárfestinguna. En það var þessi fjárfesting erlendis og gífurlegar lántökur, sem settu bankana á hausinn. Ég tel, að ríkið eigi að reka bankana og fara varlega í allar breytingar. Það kæmi til greina síðar, að leyfa lífeyrissjóðunum að kaupa hlut í bönkunum. En ég er andvígur því að hleypa erlendum aðilum inn í bankana. Bankar hafa unnvörpum orðið gjaldþrota erlendis ekki síður en hér og það er engin trygging fyrir öruggum rekstri að fá útlendinga inn í bankana. Markmið einkabankanna að braska og græða. Meðan bankarnir eru í höndum ríkisins, þjóðarinnar, er markmiðið með rekstri þeirra að þjóna viðskiptavinum vel, einstaklingum og fyrirtækjum. Í höndum einkaaðila er markmiðið að græða sem mest á rekstrinum. Vaxtamunur jókst við einkavæðinguna, þjónustugjöld voru hækkuð og bankarnir fóru út í alls konar verðbréfabrask og fjárfestingarbrask, sem að lokum varð þeim að falli. Það var orðið meira atriði hjá einkabönkunum að kaupa og selja fyrirtæki en að þjóna viðskiptaaðilum sínum. Bankarnir sýndu stórar tölur yfir gróða af þessu braski en þetta var pappírsgróði, sem lítið var á bak við. Almenningur var öruggur með sparifé sitt í ríkisbönkunum. En margir hafa tapað stórfé á því að geyma sparifé sitt í ýmsum sérsjóðum, sem sparifjáreigendur voru lokkaðir inn í hjá einkabönkunum. Eldra fólk sem sagði nei takk við peningamarkaðssjóðum og öðrum sérsjóðum einkabankanna og hélt sig við gömlu sparisjóðsbókina slapp við tap og áföll. Um leið og einkaaðilum er hleypt inn í ríkisbankana byrjar þessi leikur á ný. Þá verður aftur farið að gylla fyrir sparisjóðseigendum alls konar kostaboð, hærri vexti á sérreikningum, sem sagði eru án áhættu en svo er ekki. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra var að segja, að til greina kæmi að hleypa erlendum aðilum inn í ríkisbankana. Ég er andvígur því. Ég tel, að ríkið eigi að eiga og reka bankana næstu árin. Þeir eru best komnir í höndum þjóðarinnar. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Bankastarfsemi Einkavæðing bankanna mistókst. Sala Landsbankans og Búnaðarbankans til einkaaðila var algert klúður. Í fyrstu var ákveðið að hafa dreifða eignaraðild að einkavæddu bönkunum og að enginn mætti eiga meira en 3-5% eignarhlut. En eftir að Björgólfur Guðmundsson talaði við þáverandi forsætisráðherra var horfið frá þessu markmiði og samþykkt að Björgólfur, ásamt syni sínum og þriðja aðila, mætti kaupa ráðandi hlut í Landsbankanum. Við þessa ákvörðun var gengið fram hjá einkavæðingarnefnd. Margir telja að Landsbankinn hafi verið seldur á alltof lágu verði. Eftir að þetta hafði verið ákveðið eða samhliða var ákveðið að hópur fyrrum Sambandsmanna mætti kaupa Búnaðarbankann. Fengu þeir m.a. lán í Landsbankanum til þess að geta keypt bankann. Þessir tveir bankar voru m.ö.o. seldir einkavinum stjórnarflokkanna. Í því fólst klúðrið. Þorvaldur Gylfason prófessor segir að bankarnir hafi verið afhentir mönnum, sem ekki kunnu að reka banka. Hann segir að það hefði átt að selja bankana kunnáttumönnum, fagmönnum. Eitt er víst að þessir aðilar sem keyptu bankana settu þá í þrot vegna óvarkárni við rekstur bankanna. Þeir tóku alltof mikil erlend lán, voru óvarkárir. Þeir byggðu á því að geta tekið ný og ný erlend lán til þess að greiða eldri lán og þegar lánalínur lokuðust erlendis fóru þeir í þrot. Nú eru stóru einkabankarnir þrír allir komnir í eigu ríkisins á ný. En þó ekki hafi verið svo nema í nokkrar vikur er samt strax farið að ræða um að selja bankana til einkaaðila! Hafa menn ekkert lært? Eru ekki vítin til þess að varast þau? Ég tel bankana best komna í höndum ríkisins. Ef bankarnir hefðu haldist í höndum ríkisins og engin einkavæðing hefði átt sér stað hefðu þeir ekki komist í þrot. Ríkisbankarnir voru ekki í fjárfestingum erlendis og gífurlegum lántökum ytra til þess að fjármagna fjárfestinguna. En það var þessi fjárfesting erlendis og gífurlegar lántökur, sem settu bankana á hausinn. Ég tel, að ríkið eigi að reka bankana og fara varlega í allar breytingar. Það kæmi til greina síðar, að leyfa lífeyrissjóðunum að kaupa hlut í bönkunum. En ég er andvígur því að hleypa erlendum aðilum inn í bankana. Bankar hafa unnvörpum orðið gjaldþrota erlendis ekki síður en hér og það er engin trygging fyrir öruggum rekstri að fá útlendinga inn í bankana. Markmið einkabankanna að braska og græða. Meðan bankarnir eru í höndum ríkisins, þjóðarinnar, er markmiðið með rekstri þeirra að þjóna viðskiptavinum vel, einstaklingum og fyrirtækjum. Í höndum einkaaðila er markmiðið að græða sem mest á rekstrinum. Vaxtamunur jókst við einkavæðinguna, þjónustugjöld voru hækkuð og bankarnir fóru út í alls konar verðbréfabrask og fjárfestingarbrask, sem að lokum varð þeim að falli. Það var orðið meira atriði hjá einkabönkunum að kaupa og selja fyrirtæki en að þjóna viðskiptaaðilum sínum. Bankarnir sýndu stórar tölur yfir gróða af þessu braski en þetta var pappírsgróði, sem lítið var á bak við. Almenningur var öruggur með sparifé sitt í ríkisbönkunum. En margir hafa tapað stórfé á því að geyma sparifé sitt í ýmsum sérsjóðum, sem sparifjáreigendur voru lokkaðir inn í hjá einkabönkunum. Eldra fólk sem sagði nei takk við peningamarkaðssjóðum og öðrum sérsjóðum einkabankanna og hélt sig við gömlu sparisjóðsbókina slapp við tap og áföll. Um leið og einkaaðilum er hleypt inn í ríkisbankana byrjar þessi leikur á ný. Þá verður aftur farið að gylla fyrir sparisjóðseigendum alls konar kostaboð, hærri vexti á sérreikningum, sem sagði eru án áhættu en svo er ekki. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra var að segja, að til greina kæmi að hleypa erlendum aðilum inn í ríkisbankana. Ég er andvígur því. Ég tel, að ríkið eigi að eiga og reka bankana næstu árin. Þeir eru best komnir í höndum þjóðarinnar. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun