Heimsókn í Þúsaldarþorp Stefán Jón Hafstein skrifar 27. júní 2008 00:01 Það fyrsta sem mætti augum okkar var banki á hjólum. Pallbíll með lítilli skrifstofu aftaná, við lúgu stóð fólk í röð og beið eftir gjaldkera, við bílstjórasætið var smáborð og ritari með tölvu. Allt knúið rafmótor sem malaði skammt undan. Þetta bankaútibú fer um fjarlæg sveitaþorp á sínum 4 x 4 og tryggir smábændum og athafnakonum aðgang að lánum og innistæðum. Til þessa hefur fólkið enga reynslu af bankaviðskiptum. Við hús í þorpinu voru tvær korngeymslur til einkanota. Önnur er nýmæli úr tágum og viðjum og lyft frá jöðru til að þurrka maísstönglana. Eftir vinnslu er kornið sett í steypta hvelfingu á stærð við geymsluherbergi, þar rúmast 150 sekkir af mjöli. Hér eins og svo víða í Afríku rýrnar uppskera um 30-40 % vegna skemmda og skordýra sem éta frá fólkinu. Í næsta húsi var regnvatni safnað í þakrennur sem veittu vatninu beint í steyptan tank til að eiga yfir þurrkatímann og vökva akurinn. Og svona hélt þetta áfram. Alls konar dæmi um framsæknar hugmyndir sem innleiddar eru í þessu Þúsaldarþorpi, sem kennt er við þróunarmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Á einum stað fiskitjörn bænda, á öðrum stað geitakofi fyrir bónda sem fékk þær gefnar til að hefja rækt; sami maður hafði notað gróða af aukinni uppskeru til að fjárfesta í smávöruverslun. Þessi aukna uppskera fékkst eftir að bændum var gefinn áburður gegn því að leggja fram korn á móti í skólamáltíðir. Stór kornhlaða var í byggingu til að hægt væri að safna saman uppskeru smábænda og selja kaupmönnum í heildsölu, hver og einn þarf því ekki að fara langar leiðir á markað. Konur skiptast á að elda skólamáltíðir sem hafa fjölgað nemendum úr 400 í 500. Já, og meira að segja er komin heilsugæsla á svæðið. Allt í fullum gangi. Draumur og veruleikiÞúsaldarþorpin eru hluti af þróunarátaki sem magir kenna við bandaríska hagfræðinginn Jeffrey Sachs, og hann myndi svo sannarlega ekki mótmæla því. Valin voru á annan tug þorpa í Malaví, Kenía, Eþíópíu og víðar og gerð að sýnishornum af því hvernig á að skjóta fátæku fólki fram á við með heildstæðu átaki. Grunnurinn er áburður og fræ til að stórauka uppskeru. Samtímis á að efla skóla, heilsugæslu og innviði. Sachs telur að fjárfesting sem nemur 110 dollurum á mann í hverju þorpi í fimm ár dugi til að koma málum í viðunandi horf til að leysa fólk úr fátæktargildru. Út frá hverju Þúsaldarþorpi á svo að þróa kjarna fleiri þorpa, og svo enn fleiri, þar til öll sveitaþorp Afríku eru orðin Þúsaldarþorp. Aðferðin á að breiðast út eins og eldur í sinu. Veruleikinn er sá að það tekur mun meiri tíma og peninga að koma þessu í kring en Sachs reiknar með. Spurning um sjálfbærniAllir sem koma nálægt þróunarverkefnum spyrja um sjálfbærni. Hvað tekur við þegar fjárframlög hætta? Í þorpinu sem við skoðuðum er þessari spurningu svarað í bili með því að lengja fjárfestingatímabilið. Í þeim þorpum sem aðrir hafa fjallað um eru sömu ágallar. Tekjuaukinn sem á að skapast við innspýtingu af áburði, fræjum og sölukerfi stendur eftir því sem næst verður komist ekki undir allri fjárfestingunni. Í nokkur ár er ,,gullöld" en hvað tekur svo við? Steypta korngeymslan sem við sáum hjá einum bændanna kostar að jafnvirði 20 þúsunda íslenskra króna, sem er langt handan við kaupgetu almennra bænda. Samt væri fróðlegt að reikna það dæmi til enda hvort svona geymslur gætu ekki staðið undir sér með því að minnka fáránlega rýrnum. Vatnstankurinn er miklu dýrari og enginn hefur efni á slíkum búnaði sjálfur. Bankastarfsemin er með niðugreiddum vöxtum frá verkefnisstjórn. Kornhlaðan er fyrir samvinnufélag sem enn hefur ekki verið stofnað og bændur hafa enga þekkingu á. Heilsugæslustarfsmennirnir eru á launum frá verkefninu, fólkið í sveitinni á ekki peninga til að borga komugjöld eða greiða lyf. Stendur þá verkefnið einhvern tíman undir sér? Verður hægt að sleppa af því hendinni? Grundvallarhugmyndin er að svo sé. Að aukin uppskera, markaðssetning og aðgangur að fjármálaþjónustu auk nýrra framleiðslugreina skili svo mikilli auðsköpun að samfélagið hafi sjálft efni á skólamáltíðum, heilsugæslu og öðrum lífsgæðum sem eru undirstaða velmegunar. Hugmyndin að Þúsaldarþorpum hefur margt við sig: Hún tekur á mörgum þáttum í einu en vasast ekki í sundurleitum smáverkefnum. En gagnrýnendur virðast hafa margt til síns máls þegar þeir efast um að enn ein töfralausnin og stórátakið í þróunarmálum gangi upp á mettíma. Á www.stefnajon.is má sjá myndir og ítarlegri umfjöllun um þessa heimsókn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Það fyrsta sem mætti augum okkar var banki á hjólum. Pallbíll með lítilli skrifstofu aftaná, við lúgu stóð fólk í röð og beið eftir gjaldkera, við bílstjórasætið var smáborð og ritari með tölvu. Allt knúið rafmótor sem malaði skammt undan. Þetta bankaútibú fer um fjarlæg sveitaþorp á sínum 4 x 4 og tryggir smábændum og athafnakonum aðgang að lánum og innistæðum. Til þessa hefur fólkið enga reynslu af bankaviðskiptum. Við hús í þorpinu voru tvær korngeymslur til einkanota. Önnur er nýmæli úr tágum og viðjum og lyft frá jöðru til að þurrka maísstönglana. Eftir vinnslu er kornið sett í steypta hvelfingu á stærð við geymsluherbergi, þar rúmast 150 sekkir af mjöli. Hér eins og svo víða í Afríku rýrnar uppskera um 30-40 % vegna skemmda og skordýra sem éta frá fólkinu. Í næsta húsi var regnvatni safnað í þakrennur sem veittu vatninu beint í steyptan tank til að eiga yfir þurrkatímann og vökva akurinn. Og svona hélt þetta áfram. Alls konar dæmi um framsæknar hugmyndir sem innleiddar eru í þessu Þúsaldarþorpi, sem kennt er við þróunarmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Á einum stað fiskitjörn bænda, á öðrum stað geitakofi fyrir bónda sem fékk þær gefnar til að hefja rækt; sami maður hafði notað gróða af aukinni uppskeru til að fjárfesta í smávöruverslun. Þessi aukna uppskera fékkst eftir að bændum var gefinn áburður gegn því að leggja fram korn á móti í skólamáltíðir. Stór kornhlaða var í byggingu til að hægt væri að safna saman uppskeru smábænda og selja kaupmönnum í heildsölu, hver og einn þarf því ekki að fara langar leiðir á markað. Konur skiptast á að elda skólamáltíðir sem hafa fjölgað nemendum úr 400 í 500. Já, og meira að segja er komin heilsugæsla á svæðið. Allt í fullum gangi. Draumur og veruleikiÞúsaldarþorpin eru hluti af þróunarátaki sem magir kenna við bandaríska hagfræðinginn Jeffrey Sachs, og hann myndi svo sannarlega ekki mótmæla því. Valin voru á annan tug þorpa í Malaví, Kenía, Eþíópíu og víðar og gerð að sýnishornum af því hvernig á að skjóta fátæku fólki fram á við með heildstæðu átaki. Grunnurinn er áburður og fræ til að stórauka uppskeru. Samtímis á að efla skóla, heilsugæslu og innviði. Sachs telur að fjárfesting sem nemur 110 dollurum á mann í hverju þorpi í fimm ár dugi til að koma málum í viðunandi horf til að leysa fólk úr fátæktargildru. Út frá hverju Þúsaldarþorpi á svo að þróa kjarna fleiri þorpa, og svo enn fleiri, þar til öll sveitaþorp Afríku eru orðin Þúsaldarþorp. Aðferðin á að breiðast út eins og eldur í sinu. Veruleikinn er sá að það tekur mun meiri tíma og peninga að koma þessu í kring en Sachs reiknar með. Spurning um sjálfbærniAllir sem koma nálægt þróunarverkefnum spyrja um sjálfbærni. Hvað tekur við þegar fjárframlög hætta? Í þorpinu sem við skoðuðum er þessari spurningu svarað í bili með því að lengja fjárfestingatímabilið. Í þeim þorpum sem aðrir hafa fjallað um eru sömu ágallar. Tekjuaukinn sem á að skapast við innspýtingu af áburði, fræjum og sölukerfi stendur eftir því sem næst verður komist ekki undir allri fjárfestingunni. Í nokkur ár er ,,gullöld" en hvað tekur svo við? Steypta korngeymslan sem við sáum hjá einum bændanna kostar að jafnvirði 20 þúsunda íslenskra króna, sem er langt handan við kaupgetu almennra bænda. Samt væri fróðlegt að reikna það dæmi til enda hvort svona geymslur gætu ekki staðið undir sér með því að minnka fáránlega rýrnum. Vatnstankurinn er miklu dýrari og enginn hefur efni á slíkum búnaði sjálfur. Bankastarfsemin er með niðugreiddum vöxtum frá verkefnisstjórn. Kornhlaðan er fyrir samvinnufélag sem enn hefur ekki verið stofnað og bændur hafa enga þekkingu á. Heilsugæslustarfsmennirnir eru á launum frá verkefninu, fólkið í sveitinni á ekki peninga til að borga komugjöld eða greiða lyf. Stendur þá verkefnið einhvern tíman undir sér? Verður hægt að sleppa af því hendinni? Grundvallarhugmyndin er að svo sé. Að aukin uppskera, markaðssetning og aðgangur að fjármálaþjónustu auk nýrra framleiðslugreina skili svo mikilli auðsköpun að samfélagið hafi sjálft efni á skólamáltíðum, heilsugæslu og öðrum lífsgæðum sem eru undirstaða velmegunar. Hugmyndin að Þúsaldarþorpum hefur margt við sig: Hún tekur á mörgum þáttum í einu en vasast ekki í sundurleitum smáverkefnum. En gagnrýnendur virðast hafa margt til síns máls þegar þeir efast um að enn ein töfralausnin og stórátakið í þróunarmálum gangi upp á mettíma. Á www.stefnajon.is má sjá myndir og ítarlegri umfjöllun um þessa heimsókn.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar