Beðið um yfirvegaðan leiðara Ögmundur Jónasson skrifar 31. janúar 2008 00:01 Þorsteinn Pálson, skrifar ritstjórnarpistil 15. Janúar sl. undir yfirskriftinni „Þörf á yfirvegun". Efni pistilsins er kvótakerfið og úrskurður Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Því miður rísa þessi skrif ekki undir hvatningu höfundar síns. Í upphafi segir ÞP: „Meirihluti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna hefur lýst þeirri skoðun að takmörkuð eignarréttindi á veiðiheimildum með frjálsu framsali séu andstæð mannréttindum. Sú niðurstaða stangast á við stjórnarskrá Íslands." Þorsteinn gagnrýnir síðan álit nefndarinnar og segir að hafi menn óttast valdaframsal til ESB við inngöngu í þann félagsskap sé það hjóm eitt miðað við það að undirgangast kröfur Mannréttindanefndar SÞ hvað sjávarauðlindina áhrærir. Hvað er hæft í þessu? Ekki kem ég auga á neitt. Í álitsgerð Mannréttindanefndarinnar er vísað í upphafsgrein íslenskra laga um stjórn fiskveiða. Þar er kveðið á um sameign þjóðarinnar á sjávarauðlindinni, hvernig ætlunin hafi verið ráðstafa henni tímabundið með lögum sem sett voru árið 1990. Þau „kunni í upphafi að hafa verið sanngjörn og hlutlæg leikregla sem bráðabirgðalausn" en öðru máli gegni þegar lögunum hafi verið beitt til að umbreyta almennri sameign í einkaeign: „Aðildarríkið hefur ekki sýnt fram á að þessi sérstaka skipan og útfærsluform kvótakerfisins samræmist kröfunni um sanngirni." Nefndin ályktar síðan að forréttindi „í mynd varanlegs eignarréttar, sem veitt voru upphaflegum handhöfum kvótans…[séu] ekki byggð á sanngjörnum forsendum." Með öðrum orðum deilan snýst um varanlegan eignarrétt á sjávarauðlindinni og heimildum til að hún gangi kaupum og sölum á grundvelli einkaeignarréttar. Þorsteinn Pálsson segir að nefndin byggi „röksemdafærslu sína á því að fiskimiðin séu samkvæmt íslenskum lögum sameign þjóðarinnar. Öðru máli kynni því að gegna ef svo væri ekki. Ráða má af þessu að leysa megi málið með því einu að fella svokallað sameignarákvæði út." Fróðlegt væri að fá nú nýjan og yfirvegaðri ritstjórnarpistil eftir sama höfund þar sem hann skýrði hvers vegna álitsgerð Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna standist ekki stjórnarskrá Íslands því enn hefur stuðningsmönnum núverandi kvótakerfis ekki tekist að þurrka út fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða þar sem segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar."Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálson, skrifar ritstjórnarpistil 15. Janúar sl. undir yfirskriftinni „Þörf á yfirvegun". Efni pistilsins er kvótakerfið og úrskurður Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Því miður rísa þessi skrif ekki undir hvatningu höfundar síns. Í upphafi segir ÞP: „Meirihluti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna hefur lýst þeirri skoðun að takmörkuð eignarréttindi á veiðiheimildum með frjálsu framsali séu andstæð mannréttindum. Sú niðurstaða stangast á við stjórnarskrá Íslands." Þorsteinn gagnrýnir síðan álit nefndarinnar og segir að hafi menn óttast valdaframsal til ESB við inngöngu í þann félagsskap sé það hjóm eitt miðað við það að undirgangast kröfur Mannréttindanefndar SÞ hvað sjávarauðlindina áhrærir. Hvað er hæft í þessu? Ekki kem ég auga á neitt. Í álitsgerð Mannréttindanefndarinnar er vísað í upphafsgrein íslenskra laga um stjórn fiskveiða. Þar er kveðið á um sameign þjóðarinnar á sjávarauðlindinni, hvernig ætlunin hafi verið ráðstafa henni tímabundið með lögum sem sett voru árið 1990. Þau „kunni í upphafi að hafa verið sanngjörn og hlutlæg leikregla sem bráðabirgðalausn" en öðru máli gegni þegar lögunum hafi verið beitt til að umbreyta almennri sameign í einkaeign: „Aðildarríkið hefur ekki sýnt fram á að þessi sérstaka skipan og útfærsluform kvótakerfisins samræmist kröfunni um sanngirni." Nefndin ályktar síðan að forréttindi „í mynd varanlegs eignarréttar, sem veitt voru upphaflegum handhöfum kvótans…[séu] ekki byggð á sanngjörnum forsendum." Með öðrum orðum deilan snýst um varanlegan eignarrétt á sjávarauðlindinni og heimildum til að hún gangi kaupum og sölum á grundvelli einkaeignarréttar. Þorsteinn Pálsson segir að nefndin byggi „röksemdafærslu sína á því að fiskimiðin séu samkvæmt íslenskum lögum sameign þjóðarinnar. Öðru máli kynni því að gegna ef svo væri ekki. Ráða má af þessu að leysa megi málið með því einu að fella svokallað sameignarákvæði út." Fróðlegt væri að fá nú nýjan og yfirvegaðri ritstjórnarpistil eftir sama höfund þar sem hann skýrði hvers vegna álitsgerð Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna standist ekki stjórnarskrá Íslands því enn hefur stuðningsmönnum núverandi kvótakerfis ekki tekist að þurrka út fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða þar sem segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar."Höfundur er þingmaður.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar