Umboðsmaður barna aðhefst ekki vegna forsíðu 9. mars 2007 18:24 Umboðsmaður barna telur ekki ástæðu til að bregðast við ábendingum doktors í fjölmiðlafræði um að forsíða auglýsingabæklings Smáralindar feli í sér klámfengnar vísanir. Fjórtán ára fyrirsæta er á forsíðunni. Forsíða á auglýsingabæklingi Smáralindar hefur valdið nokkru fjaðrafoki í kjölfar bloggfærslu frá Dr. Guðbjörgu Hildi Kolbeins, kennara í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. Taldi hún að fyrirsætan á forsíðumyndinni, sem er fjórtán ára, væri í "velþekktri stellingu úr klámmyndum" - eins og sagði á blogginu. Ennfremur sagði að forsíðumyndin blandaði saman sakleysi bernskunnar og tákni úr klámi með þeirri útkomunni að hin saklausa hóra, hin hreina mey yrði í einni svipan að klámdrottningu. - Fleiri hugleiðingar fylgdu færslunni sem eru of klámfengnar til að hafa eftir. Bloggfærslunni hefur nú verið eytt. Guðbjörg Kolbeins sendi erindi vegna forsíðunnar til umboðsmans barna. Aðspurð sagði Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður barna að erindinu hefði verið svarað með því að embættið teldi ekki ástæðu til að aðhafast í þessu máli. Var þó Guðbjörgu Hildi bent á Jafnréttisstofu, kæmi til álita auglýsingakafli jafnréttislaga sem kveður á um að þess sé gætt að auglýsignar séu ekki öðru kyninu til minnkunnar. Jafnréttisstofa hafði ekkert erindi fengið þegar haft var samband við hana í dag. Guðbjörg Kolbeins vildi ekkert láta hafa eftir sér þegar Stöð tvö náði sambandi við hana í dag. Nokkur umræða hefur orðið um þessa forsíðumynd útfrá femínískum sjónarhornum. Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins gerir þetta mál að umtalsefni á bloggsíðu sinni og segir meðal annars um forsíðumyndina: "Mér finnst nóg að það sé þó nokkur hópur fólks sem sér táknmyndir úr kláminu í myndinni - það ætti að vera næg ástæða fyrir okkur til að setja spurningamerki við svona framsetningu og sleppa því að setja börn í svona aðstæður. " tilvitnun lýkur Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Umboðsmaður barna telur ekki ástæðu til að bregðast við ábendingum doktors í fjölmiðlafræði um að forsíða auglýsingabæklings Smáralindar feli í sér klámfengnar vísanir. Fjórtán ára fyrirsæta er á forsíðunni. Forsíða á auglýsingabæklingi Smáralindar hefur valdið nokkru fjaðrafoki í kjölfar bloggfærslu frá Dr. Guðbjörgu Hildi Kolbeins, kennara í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. Taldi hún að fyrirsætan á forsíðumyndinni, sem er fjórtán ára, væri í "velþekktri stellingu úr klámmyndum" - eins og sagði á blogginu. Ennfremur sagði að forsíðumyndin blandaði saman sakleysi bernskunnar og tákni úr klámi með þeirri útkomunni að hin saklausa hóra, hin hreina mey yrði í einni svipan að klámdrottningu. - Fleiri hugleiðingar fylgdu færslunni sem eru of klámfengnar til að hafa eftir. Bloggfærslunni hefur nú verið eytt. Guðbjörg Kolbeins sendi erindi vegna forsíðunnar til umboðsmans barna. Aðspurð sagði Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður barna að erindinu hefði verið svarað með því að embættið teldi ekki ástæðu til að aðhafast í þessu máli. Var þó Guðbjörgu Hildi bent á Jafnréttisstofu, kæmi til álita auglýsingakafli jafnréttislaga sem kveður á um að þess sé gætt að auglýsignar séu ekki öðru kyninu til minnkunnar. Jafnréttisstofa hafði ekkert erindi fengið þegar haft var samband við hana í dag. Guðbjörg Kolbeins vildi ekkert láta hafa eftir sér þegar Stöð tvö náði sambandi við hana í dag. Nokkur umræða hefur orðið um þessa forsíðumynd útfrá femínískum sjónarhornum. Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins gerir þetta mál að umtalsefni á bloggsíðu sinni og segir meðal annars um forsíðumyndina: "Mér finnst nóg að það sé þó nokkur hópur fólks sem sér táknmyndir úr kláminu í myndinni - það ætti að vera næg ástæða fyrir okkur til að setja spurningamerki við svona framsetningu og sleppa því að setja börn í svona aðstæður. " tilvitnun lýkur
Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira