Umhyggja fékk milljón fyrir mark Eiðs 7. mars 2007 11:56 Allt að fjórar fjölskyldur langveikra barna njóta góðs af markinu sem Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Barcelona í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í gær. Forsvarsmenn Umhyggju sátu spenntir yfir leiknum. Og ekki að ástæðulausu því þegar boltinn lenti í markinu var milljón króna framlag Eimskips til styrktarsjóðs Umhyggju í höfn. Ragna K. Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, sat gríðarlega spennt yfir leiknum í gær. "Ég beið eftir því allan tímann að hann Eiður fengi að komast inn á og mínar vonir rættust svo sannarlega þar. Ég stökk upp og út um allt. Þetta var bara ótrúlegt." Umhyggja er foreldra- og fagfélag fólks sem vinnur að bættum hag fjölskyldna langveikra barna. Og milljónin kemur til vegna samnings milli Eimskips og Eiðs Smára frá því í lok janúar . Samkvæmt honum átti Umhyggja að fá milljón fyrir hvert mark sem Eiður skoraði á leiktíðinni í meistaradeild Evrópu. En nú er Barcelona fallið úr keppni og því ekki von á fleiri milljónum til Umhyggju fyrir fótafimi kappans. En hvernig nýtist milljónin? "Hún mun örugglega fara beint í styrktarsjóð Umhyggju sem er sjóður til að styrkja fjölskyldur sem lenda í miklum fjárhagsörðugleikum vegna veikinda barna sinna. Hún nýtist því börnunum eins og skot." Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, gæti hins vegar átt von á vænum summum því samkvæmt samningnum fær félagið hálfa milljón frá Eimskip fyrir hvert mark sem Eiður Smári skorar í spænsku deildinni. Fréttir Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Allt að fjórar fjölskyldur langveikra barna njóta góðs af markinu sem Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Barcelona í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í gær. Forsvarsmenn Umhyggju sátu spenntir yfir leiknum. Og ekki að ástæðulausu því þegar boltinn lenti í markinu var milljón króna framlag Eimskips til styrktarsjóðs Umhyggju í höfn. Ragna K. Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, sat gríðarlega spennt yfir leiknum í gær. "Ég beið eftir því allan tímann að hann Eiður fengi að komast inn á og mínar vonir rættust svo sannarlega þar. Ég stökk upp og út um allt. Þetta var bara ótrúlegt." Umhyggja er foreldra- og fagfélag fólks sem vinnur að bættum hag fjölskyldna langveikra barna. Og milljónin kemur til vegna samnings milli Eimskips og Eiðs Smára frá því í lok janúar . Samkvæmt honum átti Umhyggja að fá milljón fyrir hvert mark sem Eiður skoraði á leiktíðinni í meistaradeild Evrópu. En nú er Barcelona fallið úr keppni og því ekki von á fleiri milljónum til Umhyggju fyrir fótafimi kappans. En hvernig nýtist milljónin? "Hún mun örugglega fara beint í styrktarsjóð Umhyggju sem er sjóður til að styrkja fjölskyldur sem lenda í miklum fjárhagsörðugleikum vegna veikinda barna sinna. Hún nýtist því börnunum eins og skot." Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, gæti hins vegar átt von á vænum summum því samkvæmt samningnum fær félagið hálfa milljón frá Eimskip fyrir hvert mark sem Eiður Smári skorar í spænsku deildinni.
Fréttir Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira