Bretar krefjast endurgreiðslu 22. febrúar 2007 19:15 Viðskiptavinir stærstu bankanna í Bretlandi hafa risið upp í tugþúsunda tali og krefja þá um endurgreiðslu fjár. Ekki hafi verið farið að lögum við innheimtu á fit-kostnaði og þá peninga ætli þeir að sækja, með góðu eða illu langt aftur í tímann. Talsmaður neytenda segir mögulegt að viðskiptavinir íslensku bankanna geti gert sömu kröfu. Það var fyrir nokkru sem breski blaðamaðurinn Martin Lewis byrjaði með vefsíðuna Moneysavingexpert punktur com þar sem hann veitir fólki ráðleggingar um hvernig hægt sé að spara pening. Eitt umræðuefni varð þar vinsælla en önnur - gjaldið sem bankar innheimta ef farið er yfir á reikningi umfram yfirdráttarheimild. Að sögn síðunnar er gjaldið í Bretlandi jafnvirði allt að 4.500 króna fyrir hverja færslu. Samkvæmt breskum og skoskum lögum mega bankar ekki innheimta hærra gjald en sem nemur raunverulegum kostnaði við færslurnar. Herferð er hafin og hefur hún verið til umfjöllunar í breska blaðinu Independent í vikunni. Um tuttugu þúsund Bretar hafa þegar sótt bréf sem Lewis birti á síðu sinni og má nota til að hefja kröfugerð á hendur bönkunum. Færslugjald innistæðulausra tékka eða fit-gjald er innheimt hér á landi fari úttektir á reikningi umfram innistæðu eða heimild. Það er þó nokkuð lægra en í Bretlandi. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, telur mögulegt að viðskiptavinir íslensku bankanna geti farið sömu leið og viðskiptavinir þeirra bresku og krafist endurgreiðslu. Það gæti byggt á átjándu grein laga um vexti og verðtryggingu. Gísli segir að vissulega séu aðstæður hér og í Bretlandi aðrar. Á Íslandi sé notkun yfirdráttarheimilda útbreidd og vextir á þeim háir. Hafi viðskiptavinir tekið heimildarlaust lán þá sé hugsanlegt að þeir eigi að greiða sannanlegan kostnað af því, en ekki umfram raunkostnað við þessa lántöku. Gísli ætli að kanna hvort bankarnir hafi gerst sekir um sjálftöku í þessum efnum. Gísli hefur gert þessa gjaldtöku og aðra að umtalsefni á nýrri vefsíðu embættisins http://www.tn.is/ Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Viðskiptavinir stærstu bankanna í Bretlandi hafa risið upp í tugþúsunda tali og krefja þá um endurgreiðslu fjár. Ekki hafi verið farið að lögum við innheimtu á fit-kostnaði og þá peninga ætli þeir að sækja, með góðu eða illu langt aftur í tímann. Talsmaður neytenda segir mögulegt að viðskiptavinir íslensku bankanna geti gert sömu kröfu. Það var fyrir nokkru sem breski blaðamaðurinn Martin Lewis byrjaði með vefsíðuna Moneysavingexpert punktur com þar sem hann veitir fólki ráðleggingar um hvernig hægt sé að spara pening. Eitt umræðuefni varð þar vinsælla en önnur - gjaldið sem bankar innheimta ef farið er yfir á reikningi umfram yfirdráttarheimild. Að sögn síðunnar er gjaldið í Bretlandi jafnvirði allt að 4.500 króna fyrir hverja færslu. Samkvæmt breskum og skoskum lögum mega bankar ekki innheimta hærra gjald en sem nemur raunverulegum kostnaði við færslurnar. Herferð er hafin og hefur hún verið til umfjöllunar í breska blaðinu Independent í vikunni. Um tuttugu þúsund Bretar hafa þegar sótt bréf sem Lewis birti á síðu sinni og má nota til að hefja kröfugerð á hendur bönkunum. Færslugjald innistæðulausra tékka eða fit-gjald er innheimt hér á landi fari úttektir á reikningi umfram innistæðu eða heimild. Það er þó nokkuð lægra en í Bretlandi. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, telur mögulegt að viðskiptavinir íslensku bankanna geti farið sömu leið og viðskiptavinir þeirra bresku og krafist endurgreiðslu. Það gæti byggt á átjándu grein laga um vexti og verðtryggingu. Gísli segir að vissulega séu aðstæður hér og í Bretlandi aðrar. Á Íslandi sé notkun yfirdráttarheimilda útbreidd og vextir á þeim háir. Hafi viðskiptavinir tekið heimildarlaust lán þá sé hugsanlegt að þeir eigi að greiða sannanlegan kostnað af því, en ekki umfram raunkostnað við þessa lántöku. Gísli ætli að kanna hvort bankarnir hafi gerst sekir um sjálftöku í þessum efnum. Gísli hefur gert þessa gjaldtöku og aðra að umtalsefni á nýrri vefsíðu embættisins http://www.tn.is/
Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira