Upp í kok af álkjaftæði 18. febrúar 2007 18:17 Fólk er búið að fá upp í kok af þessu álkjaftæði, segir eldri borgari í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Félag eldri borgara á svæðinu lýsir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda í Þjórsá. Talsmenn félagsins segja þær andstæðar ungmennafélagsandanum. Fólk yfir sextugt í sveitinni hefur tekið sig saman og mótmælt harðlega fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum í Þjórsá. Félagar hafa áhyggjur af hriplekum jarðskjálftasprungum, náttúruperlum sem fari undir vatn og þeir lýsa fullum stuðningi við baráttu landeigenda við að halda jörðum óskertum til búrekstrar. Ályktunin var einróma samþykkt á félagsfundi á föstudaginn. Fimmtíu og fimm manns eru skráðir í félagið og eru allir yfir sextugt, sú elsta komin á tíræðisaldur. Vilmundur Jónsson í Skeiðháholti á bökkum Þjórsár er formaður félagsins. Hann segir talsverða umræðu um virkjanirnar í sveitinni nú þegar framkvæmdir eru að bresta á, það sé eins og fólk sé að ranka við sér. Jón Eiríksson í Vorsabæ er ekki sáttur. "Við erum alin upp í ungmennafélagsandanum, að elska virða og rækta landið og þegar kemur að því að fara að umturna sveitinni okkar með þessum fyrirhuguðu framkvæmdum þá bregður okkur í brún því okkur þykir vænt um sveitina okkar." Erlingur Loftsson á Sandlæk segir fólk búið að fá upp í kok "af þessu álkjaftæði." Hann segist ekki sjá þörfina fyrir meiri virkjanir núna og vill bíða eftir nýtingar- og verndaráætlun stjórnvalda. "Ég vil ekki láta stimpla mig sem einhvern afturhaldsmann sem sé á móti framförum og þvíumlíku, það er ég alls ekki, en mér finnst vera einhver skynsemisskortur þarna í öllum þessum ákafa." En af hverju eru þeir rígfullorðnir mennirnir að berjast gegn þessum virkjunum? "Ja, ég er náttúrlega orðinn hundgamall," segir Jón, "en þetta kemur bara við hjartað á manni þegar það á að fara að virkja hérna í sveitinni minni gömlu. Og ég stóð að þessari ályktun svo ég hefði betri samvisku áður en ég hrykki upp af." Og Erlingur vitnar í orð ungs drengs á baráttufundi í Reykjavík. "Það er alveg óhætt að skilja eitthvað eftir handa komandi kynslóðum." Fréttir Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Fólk er búið að fá upp í kok af þessu álkjaftæði, segir eldri borgari í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Félag eldri borgara á svæðinu lýsir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda í Þjórsá. Talsmenn félagsins segja þær andstæðar ungmennafélagsandanum. Fólk yfir sextugt í sveitinni hefur tekið sig saman og mótmælt harðlega fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum í Þjórsá. Félagar hafa áhyggjur af hriplekum jarðskjálftasprungum, náttúruperlum sem fari undir vatn og þeir lýsa fullum stuðningi við baráttu landeigenda við að halda jörðum óskertum til búrekstrar. Ályktunin var einróma samþykkt á félagsfundi á föstudaginn. Fimmtíu og fimm manns eru skráðir í félagið og eru allir yfir sextugt, sú elsta komin á tíræðisaldur. Vilmundur Jónsson í Skeiðháholti á bökkum Þjórsár er formaður félagsins. Hann segir talsverða umræðu um virkjanirnar í sveitinni nú þegar framkvæmdir eru að bresta á, það sé eins og fólk sé að ranka við sér. Jón Eiríksson í Vorsabæ er ekki sáttur. "Við erum alin upp í ungmennafélagsandanum, að elska virða og rækta landið og þegar kemur að því að fara að umturna sveitinni okkar með þessum fyrirhuguðu framkvæmdum þá bregður okkur í brún því okkur þykir vænt um sveitina okkar." Erlingur Loftsson á Sandlæk segir fólk búið að fá upp í kok "af þessu álkjaftæði." Hann segist ekki sjá þörfina fyrir meiri virkjanir núna og vill bíða eftir nýtingar- og verndaráætlun stjórnvalda. "Ég vil ekki láta stimpla mig sem einhvern afturhaldsmann sem sé á móti framförum og þvíumlíku, það er ég alls ekki, en mér finnst vera einhver skynsemisskortur þarna í öllum þessum ákafa." En af hverju eru þeir rígfullorðnir mennirnir að berjast gegn þessum virkjunum? "Ja, ég er náttúrlega orðinn hundgamall," segir Jón, "en þetta kemur bara við hjartað á manni þegar það á að fara að virkja hérna í sveitinni minni gömlu. Og ég stóð að þessari ályktun svo ég hefði betri samvisku áður en ég hrykki upp af." Og Erlingur vitnar í orð ungs drengs á baráttufundi í Reykjavík. "Það er alveg óhætt að skilja eitthvað eftir handa komandi kynslóðum."
Fréttir Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira