Tveir ökufantar teknir 17. febrúar 2007 12:21 Tveir lögreglubílar skemmdust í gærkvöldi og nótt við að elta uppi ökufanta sem keyrðu á ofsahraða til að sleppa undan lögreglu. Báðir stefndu þeir samborgurum sínum í stórhættu. Það var rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi sem lögreglan í reykjavík handtók 22ja ára gamlan mann eftir ofsaakstur á Sæbraut og í Breiðholti. Maðurinn skapaði stórhættu og keyrði "eins og vitleysingur" að sögn lögreglu. Sex lögreglubílar veittu honum eftirför. Lögreglan reyndi að króa manninn af, m.a. með því að keyra á bíl hans. Tveir lögreglubílar eru skemmdir eftir aðgerðina. Eftirförin hófst á Kleppsvegi þegar bíllinn kom inn í radar lögreglunnar á 180 km hraða. Hann virti ekki stöðvunarmerki lögreglu og lét hvorki umferðareyjar né umferðarljós stöðva sig. Maðurinn var með tvo farþega í bílnum. Hann keyrði Sæbrautina og skapaði stórhættu í íbúðahverfi í Breiðholti með ofsaakstrinum. Síðan fór hann til baka Sæbrautina og tókst lögreglu loks að stöðva bílinn á Sæbraut við Súðarvog eftir að hafa keyrt á hann. Þremenningarnir voru fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Farþegunum var sleppt í gærkvöldi en bílstjórinn, sem er grunaður um ölvun, gisti fangageymslu. Hann verður yfirheyrður eftir hádegið. Að sögn lögreglu lætur nærri að allur umferðarlagabálkurinn eins og hann leggur sig hafi verið brotinn í þessum glæfraakstri. Í nótt var svo annar maður um tvítugt handtekinn eftir að lögregla hafði elt hann frá Suðurlandsvegi við Hólmsá, þar sem hann virti ekki stöðvunarmerki frá lögreglu, eftir Breiðholtsbraut. Lögreglu tókst að stöðva bílinn þegar ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun, missti stjórn á bíl sínum í aðrein niður á Reykjanesbraut. Þar ók lögregla á bílinn og handtók manninn sem gisti fangageymslu og verður yfirheyrður í dag. Enginn meiddist í þessum eftirförum. Fréttir Innlent Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Sjá meira
Tveir lögreglubílar skemmdust í gærkvöldi og nótt við að elta uppi ökufanta sem keyrðu á ofsahraða til að sleppa undan lögreglu. Báðir stefndu þeir samborgurum sínum í stórhættu. Það var rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi sem lögreglan í reykjavík handtók 22ja ára gamlan mann eftir ofsaakstur á Sæbraut og í Breiðholti. Maðurinn skapaði stórhættu og keyrði "eins og vitleysingur" að sögn lögreglu. Sex lögreglubílar veittu honum eftirför. Lögreglan reyndi að króa manninn af, m.a. með því að keyra á bíl hans. Tveir lögreglubílar eru skemmdir eftir aðgerðina. Eftirförin hófst á Kleppsvegi þegar bíllinn kom inn í radar lögreglunnar á 180 km hraða. Hann virti ekki stöðvunarmerki lögreglu og lét hvorki umferðareyjar né umferðarljós stöðva sig. Maðurinn var með tvo farþega í bílnum. Hann keyrði Sæbrautina og skapaði stórhættu í íbúðahverfi í Breiðholti með ofsaakstrinum. Síðan fór hann til baka Sæbrautina og tókst lögreglu loks að stöðva bílinn á Sæbraut við Súðarvog eftir að hafa keyrt á hann. Þremenningarnir voru fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Farþegunum var sleppt í gærkvöldi en bílstjórinn, sem er grunaður um ölvun, gisti fangageymslu. Hann verður yfirheyrður eftir hádegið. Að sögn lögreglu lætur nærri að allur umferðarlagabálkurinn eins og hann leggur sig hafi verið brotinn í þessum glæfraakstri. Í nótt var svo annar maður um tvítugt handtekinn eftir að lögregla hafði elt hann frá Suðurlandsvegi við Hólmsá, þar sem hann virti ekki stöðvunarmerki frá lögreglu, eftir Breiðholtsbraut. Lögreglu tókst að stöðva bílinn þegar ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun, missti stjórn á bíl sínum í aðrein niður á Reykjanesbraut. Þar ók lögregla á bílinn og handtók manninn sem gisti fangageymslu og verður yfirheyrður í dag. Enginn meiddist í þessum eftirförum.
Fréttir Innlent Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Sjá meira