Seðlabankinn hefur brugðist 16. febrúar 2007 18:30 Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið ættu að snúa sér að því að vinna fyrir almenning, segir Guðmundur Ólafsson lektor við Háskóla Íslands, og telur bankana ekkert muna um að bæta vaxtakjör til almennings. Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar sakaði banka um yfirgengilegt okur og græðgi á þingi í gær og kallaði eftir rannsókn á bönkunum og samráði þeirra. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra taldi ekki ástæðu til lagainngripa. Jóhanna sakaði þá ráðherra um að stilla sér upp með bönkunum gegn neytendum. Bankarnir hafa skellt skuldinni á stýrivexti Seðlabankans. Bankastjóri Landsbankans, Sigurjón þ. Árnason, sagði í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær að bankarnir að vaxtamunur hér væri ekki meiri en í útlöndum. Meðalvaxtamunur væri ríflega tvö prósent hjá Landsbankanum. "Hann lendir þarna í meðaltalsvillunni sem ég vil kalla. Hann leggur allt að jöfnu og tekur bara meðaltal út frá sjónarhóli bankans. En það er eins og að segja að Sigurjón Árnason sé 25 ára - að meðaltali," segir Guðmundur. Guðmundur tekur til dæmis að maður sem á 100 milljónir á bók hjá Landsbankanum fær um 14% vexti og slyppi líklega með um 16-17% vexti á láni sem hann tæki - vaxtamunurinn hjá honum er um tvö og hálft til þrjú prósent. Starfsstúlka á leikskóla með um 50 þúsund króna innistæðu að meðaltali, gæti setið uppi með lægstu vexti, 4,5%. Ef hún þyrfti að taka yfirdráttarlán fengi hún vexti upp á tæp 24%. "Nú þetta er vaxtamunur upp á 16-19%." Guðmundur segir bankana hæglega geta lækkað vaxtakjör almennings. "Ég sé ekki að þá muni neitt um það þó að innlánsvextir myndu hækka verulega og útlánsvextirnir væru lækkaðir eitthvað." Aðalatriðið er þó ekki, segir Guðmundur, hagnaður bankanna. "Það sem er kannski alvarlegast er að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafa ekki gert neina tilraun til að upplýsa almenning um vaxtakjör í útlöndum þannig að venjulegur maður geti borið saman. Ég held að þeir ættu að snúa sér að því að vinna fyrir almenning." Fréttir Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Sjá meira
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið ættu að snúa sér að því að vinna fyrir almenning, segir Guðmundur Ólafsson lektor við Háskóla Íslands, og telur bankana ekkert muna um að bæta vaxtakjör til almennings. Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar sakaði banka um yfirgengilegt okur og græðgi á þingi í gær og kallaði eftir rannsókn á bönkunum og samráði þeirra. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra taldi ekki ástæðu til lagainngripa. Jóhanna sakaði þá ráðherra um að stilla sér upp með bönkunum gegn neytendum. Bankarnir hafa skellt skuldinni á stýrivexti Seðlabankans. Bankastjóri Landsbankans, Sigurjón þ. Árnason, sagði í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær að bankarnir að vaxtamunur hér væri ekki meiri en í útlöndum. Meðalvaxtamunur væri ríflega tvö prósent hjá Landsbankanum. "Hann lendir þarna í meðaltalsvillunni sem ég vil kalla. Hann leggur allt að jöfnu og tekur bara meðaltal út frá sjónarhóli bankans. En það er eins og að segja að Sigurjón Árnason sé 25 ára - að meðaltali," segir Guðmundur. Guðmundur tekur til dæmis að maður sem á 100 milljónir á bók hjá Landsbankanum fær um 14% vexti og slyppi líklega með um 16-17% vexti á láni sem hann tæki - vaxtamunurinn hjá honum er um tvö og hálft til þrjú prósent. Starfsstúlka á leikskóla með um 50 þúsund króna innistæðu að meðaltali, gæti setið uppi með lægstu vexti, 4,5%. Ef hún þyrfti að taka yfirdráttarlán fengi hún vexti upp á tæp 24%. "Nú þetta er vaxtamunur upp á 16-19%." Guðmundur segir bankana hæglega geta lækkað vaxtakjör almennings. "Ég sé ekki að þá muni neitt um það þó að innlánsvextir myndu hækka verulega og útlánsvextirnir væru lækkaðir eitthvað." Aðalatriðið er þó ekki, segir Guðmundur, hagnaður bankanna. "Það sem er kannski alvarlegast er að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafa ekki gert neina tilraun til að upplýsa almenning um vaxtakjör í útlöndum þannig að venjulegur maður geti borið saman. Ég held að þeir ættu að snúa sér að því að vinna fyrir almenning."
Fréttir Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Sjá meira