Þjóðarsátt um nýtingu og verndun náttúru 12. febrúar 2007 18:30 Þjóðarsátt, til framtíðar um nýtingu og verndun auðlinda í jörðu, verður tilbúin eftir þrjú ár, segja ráðherrar iðnaðar- og umhverfis. Blekking, segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem telur að stjórnvöld séu að slá ryki í augu almennings nú rétt fyrir kosningar. Ráðherrarnir kynntu tvö frumvörp á blaðamannafundi í morgun. Annað er um meginreglur umhverfisréttar sem eru að stofni til úr alþjóðasamþykktum. Hitt er breyting á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, það er víkkað út svo það taki líka til nýtingar á vatnsafli og jarðvarma sem menn hafa deilt hatrammlega um síðustu árin. Í frumvarpinu kemur meðal annars fram að landeigandi ræður því alfarið sjálfur við hvern hann semur um rannsóknir og nýtingu. Þá verður meginreglan sú að skylt verði að taka gjald fyrir nýtingu auðlinda í jörðu í þjóðlendum og landi í ríkiseigu. Samkvæmt frumvarpinu verða tveir starfshópar með fulltrúum allra þingflokka, náttúruverndarsamtaka og hagsmunaaðila. Annar hópurinn á að móta verndaráætlun en hinn nýtingaráætlun. Báðir eiga hóparnir að skila tillögum sínum til forsætisráðherra. Þá tekur þriðji hópurinn við sem samræmir þessar áætlanir í eitt frumvarp sem verður lagt fram á haustþingi 2010. "Með þessu er mótuð leið til þjóðarsáttar, um þetta mikla mál," segir Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, "og það út af fyrir sig markar algjör tímamót." Umhverfisráðherra segir frumvarpið farveg þjóðarsáttar í þessu viðkvæma deilumáli. Verndaráætlunin eigi að hafa sama vægi og nýtingaráætlunin. "Í verndaráætluninni á að slá því föstu hvaða auðlindir það eru sem ekki verða nýttar og taka þær frá," segir Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra. Þar til þessi framtíðarsýn næst fram eru þrjú ár og á þeim tíma verður aðeins heimilt að rannsaka og nýta virkjunarkosti sem samkvæmt rammáætlun eru taldir hafa lítil umhverfisáhrif - og ef ekki, þá þurfi samþykki alþingis. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segist ekki sjá sáttina í þessu frumvarpi. Þarna sé verið að gefa leyfi til að virkja fyrir stækkun í Straumsvík, nýtt álver í Helguvík og á Húsavík. "Það er fyrst eftir að öllum virkjanaframkvæmdum sem eru núna nauðsynlegar fyrir þessi álver, ef af þeim verður, fyrst þá á að fara að ræða sættir. Þetta held ég að almenningur kaupi ekki," segir Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. "Fyrir mér er þetta blekking. Ég sé ekki að það sé verið að tala um þetta í einlægni eða fullri alvöru, heldur fyrst og fremst verið að reyna að setja fram rétt fyrir kosningar áætlun sem á að slá ryki í augu almennings." Fréttir Innlent Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Þjóðarsátt, til framtíðar um nýtingu og verndun auðlinda í jörðu, verður tilbúin eftir þrjú ár, segja ráðherrar iðnaðar- og umhverfis. Blekking, segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem telur að stjórnvöld séu að slá ryki í augu almennings nú rétt fyrir kosningar. Ráðherrarnir kynntu tvö frumvörp á blaðamannafundi í morgun. Annað er um meginreglur umhverfisréttar sem eru að stofni til úr alþjóðasamþykktum. Hitt er breyting á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, það er víkkað út svo það taki líka til nýtingar á vatnsafli og jarðvarma sem menn hafa deilt hatrammlega um síðustu árin. Í frumvarpinu kemur meðal annars fram að landeigandi ræður því alfarið sjálfur við hvern hann semur um rannsóknir og nýtingu. Þá verður meginreglan sú að skylt verði að taka gjald fyrir nýtingu auðlinda í jörðu í þjóðlendum og landi í ríkiseigu. Samkvæmt frumvarpinu verða tveir starfshópar með fulltrúum allra þingflokka, náttúruverndarsamtaka og hagsmunaaðila. Annar hópurinn á að móta verndaráætlun en hinn nýtingaráætlun. Báðir eiga hóparnir að skila tillögum sínum til forsætisráðherra. Þá tekur þriðji hópurinn við sem samræmir þessar áætlanir í eitt frumvarp sem verður lagt fram á haustþingi 2010. "Með þessu er mótuð leið til þjóðarsáttar, um þetta mikla mál," segir Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, "og það út af fyrir sig markar algjör tímamót." Umhverfisráðherra segir frumvarpið farveg þjóðarsáttar í þessu viðkvæma deilumáli. Verndaráætlunin eigi að hafa sama vægi og nýtingaráætlunin. "Í verndaráætluninni á að slá því föstu hvaða auðlindir það eru sem ekki verða nýttar og taka þær frá," segir Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra. Þar til þessi framtíðarsýn næst fram eru þrjú ár og á þeim tíma verður aðeins heimilt að rannsaka og nýta virkjunarkosti sem samkvæmt rammáætlun eru taldir hafa lítil umhverfisáhrif - og ef ekki, þá þurfi samþykki alþingis. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segist ekki sjá sáttina í þessu frumvarpi. Þarna sé verið að gefa leyfi til að virkja fyrir stækkun í Straumsvík, nýtt álver í Helguvík og á Húsavík. "Það er fyrst eftir að öllum virkjanaframkvæmdum sem eru núna nauðsynlegar fyrir þessi álver, ef af þeim verður, fyrst þá á að fara að ræða sættir. Þetta held ég að almenningur kaupi ekki," segir Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. "Fyrir mér er þetta blekking. Ég sé ekki að það sé verið að tala um þetta í einlægni eða fullri alvöru, heldur fyrst og fremst verið að reyna að setja fram rétt fyrir kosningar áætlun sem á að slá ryki í augu almennings."
Fréttir Innlent Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira