Svangir og hræddir 8. febrúar 2007 19:30 Þeir eru svangir og hræddir, sjómennirnir um borð í flutningaskipinu Castor Star. Eini kosturinn síðustu þrjár vikurnar hefur verið hveiti, kál, núðlur og örfá egg. Skipið siglir undir fána Panama, er í eigu grísks útgerðarmanns og í áhöfn 19 Úkraínumenn og 1 Georgíumaður. Það var í gær sem eftirlitsmaður Sjómannafélags Íslands kom um borð í skipið þar sem það liggur við Grundartangahöfn og í hádeginu í dag var uppskipun hætt. Fréttamanni Stöðvar 2 og myndatökumanni var ekki helypt inn á hafnarsvæðið síðdegis í dag, en Birgir Hólm, framkvæmdastjóri Sjómannafélags Íslands kom að máli við okkur. Hann sagði áhöfn ekki hafa fengið greidd laun síðan í september og mat um borð af skornum skammti. Birgir segir að í gær þegar eftirlitsmaður félagsins hafi farið um borð hafi skipverjar þegar kvartað og talað um matarskort. Hann hafi þá skoðað matvælageymsluna og fundið 1 hveitisekk, 3 kálhausa, núðlusekk og nokkur egg. Annað hafi ekki verið að finna þar. Útgerðarmaður skipsins mun væntanlegur hingað til lands í nótt. Birgir segir útgerðarmenn skipsins glæpamenn og skipverja hrædda um að missa vinnuna og lenda á svörtum lista sem torveldi þeim að fá vinnu við hæfi í heimalandinu. Þrátt fyrir þetta glöddust þeir þegar Birgir kom úr bakaríi með vínarbrauð, kleinur og kókómjólk. Fréttir Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Þeir eru svangir og hræddir, sjómennirnir um borð í flutningaskipinu Castor Star. Eini kosturinn síðustu þrjár vikurnar hefur verið hveiti, kál, núðlur og örfá egg. Skipið siglir undir fána Panama, er í eigu grísks útgerðarmanns og í áhöfn 19 Úkraínumenn og 1 Georgíumaður. Það var í gær sem eftirlitsmaður Sjómannafélags Íslands kom um borð í skipið þar sem það liggur við Grundartangahöfn og í hádeginu í dag var uppskipun hætt. Fréttamanni Stöðvar 2 og myndatökumanni var ekki helypt inn á hafnarsvæðið síðdegis í dag, en Birgir Hólm, framkvæmdastjóri Sjómannafélags Íslands kom að máli við okkur. Hann sagði áhöfn ekki hafa fengið greidd laun síðan í september og mat um borð af skornum skammti. Birgir segir að í gær þegar eftirlitsmaður félagsins hafi farið um borð hafi skipverjar þegar kvartað og talað um matarskort. Hann hafi þá skoðað matvælageymsluna og fundið 1 hveitisekk, 3 kálhausa, núðlusekk og nokkur egg. Annað hafi ekki verið að finna þar. Útgerðarmaður skipsins mun væntanlegur hingað til lands í nótt. Birgir segir útgerðarmenn skipsins glæpamenn og skipverja hrædda um að missa vinnuna og lenda á svörtum lista sem torveldi þeim að fá vinnu við hæfi í heimalandinu. Þrátt fyrir þetta glöddust þeir þegar Birgir kom úr bakaríi með vínarbrauð, kleinur og kókómjólk.
Fréttir Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira