Fasteignaverð lækkar í höfuðborginni 6. febrúar 2007 12:00 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur nálgast þolmörk og lækkaði á síðasta ári. Sveitarfélögin auka óvissu á fasteignamarkaði með því að upplýsa ekki um lóðaframboð. Forstöðumaður Rannsóknaseturs um húsnæðismál segir þó enga holskeflu lækkana framundan. Þótt fasteignaverð hafi hækkað í krónum talið á síðasta ári lækkaði það að raungildi um eitt komma átta prósent þegar tekið hefur verið tillit til sjö prósenta verðbólgu. Magnús Árni Skúlason á þó ekki von á holskeflu lækkana þar sem hagvöxtur er góður og atvinnuhorfur sömuleiðis. Hins vegar séu óvissuþættirnir margir. Aukið lóðaframboð sveitarfélaga gæti lækkað verð og hækkað lánshlutfall gæti hækkað fasteignaverð, lægri skattar sömuleiðis gætu hækkað. Á móti kemur mikið framboð af húsnæði. Í lok árs 2005 voru tæplega 4700 íbúðir í byggingu og höfðu þá ekki verið fleiri síðan í óðaverðbólgunni 1979. Að jafnaði eru þúsund færri íbúðir í byggingu. Um 3000 íbúðir voru kláraðar árið 2006, þegar mannfjölgun kallaði ekki á nema um 2200 íbúðir. Það hefði getað leitt til offramboðs og lækkandi verðs ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að aðfluttir umfram brottflutta fjölgaði mjög, á höfuðborgarsvæðinu einu voru þeir tæplega 1500 á fyrri hluta síðasta árs. Einn af óvissuþáttunum í verðlagi fasteigna er lóðaframboð sveitarfélaganna, segir Magnús Árni Skúlason fráfarandi forstöðumaður Rannsóknarseturs um húsnæðismál við Háskólann á Bifröst. "Sveitarfélögin hafa engan veginn staðið sig í að upplýsa þetta," segir Magnús og telur að þeim beri skylda til að upplýsa hagsmunaaðila um framboð, kjör og á hvaða svæðum menn hyggist útdeila lóðum. Ella geti útdeiling sveitarfélaga leitt til offramboðs, sem svo aftur getur lækkað verð og minnkað veðhæfni eigna vegna lækkandi fasteignaverðs. Fréttir Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur nálgast þolmörk og lækkaði á síðasta ári. Sveitarfélögin auka óvissu á fasteignamarkaði með því að upplýsa ekki um lóðaframboð. Forstöðumaður Rannsóknaseturs um húsnæðismál segir þó enga holskeflu lækkana framundan. Þótt fasteignaverð hafi hækkað í krónum talið á síðasta ári lækkaði það að raungildi um eitt komma átta prósent þegar tekið hefur verið tillit til sjö prósenta verðbólgu. Magnús Árni Skúlason á þó ekki von á holskeflu lækkana þar sem hagvöxtur er góður og atvinnuhorfur sömuleiðis. Hins vegar séu óvissuþættirnir margir. Aukið lóðaframboð sveitarfélaga gæti lækkað verð og hækkað lánshlutfall gæti hækkað fasteignaverð, lægri skattar sömuleiðis gætu hækkað. Á móti kemur mikið framboð af húsnæði. Í lok árs 2005 voru tæplega 4700 íbúðir í byggingu og höfðu þá ekki verið fleiri síðan í óðaverðbólgunni 1979. Að jafnaði eru þúsund færri íbúðir í byggingu. Um 3000 íbúðir voru kláraðar árið 2006, þegar mannfjölgun kallaði ekki á nema um 2200 íbúðir. Það hefði getað leitt til offramboðs og lækkandi verðs ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að aðfluttir umfram brottflutta fjölgaði mjög, á höfuðborgarsvæðinu einu voru þeir tæplega 1500 á fyrri hluta síðasta árs. Einn af óvissuþáttunum í verðlagi fasteigna er lóðaframboð sveitarfélaganna, segir Magnús Árni Skúlason fráfarandi forstöðumaður Rannsóknarseturs um húsnæðismál við Háskólann á Bifröst. "Sveitarfélögin hafa engan veginn staðið sig í að upplýsa þetta," segir Magnús og telur að þeim beri skylda til að upplýsa hagsmunaaðila um framboð, kjör og á hvaða svæðum menn hyggist útdeila lóðum. Ella geti útdeiling sveitarfélaga leitt til offramboðs, sem svo aftur getur lækkað verð og minnkað veðhæfni eigna vegna lækkandi fasteignaverðs.
Fréttir Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira