Leynisamkomulag brot á lögum og jafnvel stjórnarskrá 5. febrúar 2007 18:43 Talsmenn vinstri grænna og Samfylkingarinnar segja að lög og jafnvel stjórnarskrá hafi verið brotin þegar viðaukum við varnarsamninginn var haldið leyndum fyrir Alþingi. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru sammála um að innihald viðaukanna kalli ekki á leynd, en tíðarandinn hafi verið allt annar fyrir hálfri öld en nú. Steingrímur J Sigfússon formaður Vinstri grænna rifjaði upp hvernig kom til þess árið 1951 að gerður var samningur um veru Bandaríkjahers á Íslandi, án samráðs við Alþingi og utanríkismálanefnd. Það hafi verið nógu slæmt, en nú hafi klomið í ljós að á bakvið samninginn hafi verið gerðir leynisamningar og röngum upplýsingum haldið að þjóðinni í meira en hálfa öld og Alþingi þannig haft að fífli. "Öllu alvarlegra er þó að í leyniviðaukunum er fólgið beint afsal og beinar kvaðir á íslenskt land og yfirráðasvæði og stjórnskipun og lögum er vikið til hliðar,"sagði Steingrímur. Steingrímur lagði síðan ítarlegar spurningar fyrir utanríkisráðherra um málið, en hún greindi frá því hinn 11. janúar að leynd yrði létt af þessum skjölum. Hún sagði Íslendingar hafa viljað létta þessari leynd strax við endurnýjun samningsins s.l. haust, en skrifræði í Bandaríkjunum hefði tafið fyrir. Það hefði lítið upp á sig að velta sér upp úr fortíðinni nú. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði að varnarsamningurinn frá árinu 1951 hafi líklega verið umdeildasti tvíhliða samningur sem Ísland hafi gert. "Og tveimur árum áður höfðu átt sér stað uppþot á Austurvelli, þegar Alþingi samþykkti aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu," sagði Valgerður. Þannig varpi spegilmynd samtímans ekki endilega sanngjörnu ljósi á fortíðina. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði utanríkisráðherra eiga hrós skilið fyrir framgöngu sína í málinu. "Af hverju er þá ekki stjórnarandstöðunni sem situr undir trúnaði í utanríkismálanefnd leyft að sjá það sem er undirstaðan undir varnarsamkomulaginu frá því í haust, þ.e.a.s. varnaráætlunina sem Bandaríkjamenn gerðu," spurði Össur. Geir H Haarde forsætisráðherra telur innihald viðaukana í flestu eðlilegt, en engin ástæða væri til að leyna þeim nú, en tímarnir hafi verið aðrir fyrir rúmum 50 árum. "Það er í umhverfi þessarar miklu spennu sem Íslendingar stíga það gæfuspor að gera tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin 1951," sagði forsætisráðherra. Fréttir Innlent Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Talsmenn vinstri grænna og Samfylkingarinnar segja að lög og jafnvel stjórnarskrá hafi verið brotin þegar viðaukum við varnarsamninginn var haldið leyndum fyrir Alþingi. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru sammála um að innihald viðaukanna kalli ekki á leynd, en tíðarandinn hafi verið allt annar fyrir hálfri öld en nú. Steingrímur J Sigfússon formaður Vinstri grænna rifjaði upp hvernig kom til þess árið 1951 að gerður var samningur um veru Bandaríkjahers á Íslandi, án samráðs við Alþingi og utanríkismálanefnd. Það hafi verið nógu slæmt, en nú hafi klomið í ljós að á bakvið samninginn hafi verið gerðir leynisamningar og röngum upplýsingum haldið að þjóðinni í meira en hálfa öld og Alþingi þannig haft að fífli. "Öllu alvarlegra er þó að í leyniviðaukunum er fólgið beint afsal og beinar kvaðir á íslenskt land og yfirráðasvæði og stjórnskipun og lögum er vikið til hliðar,"sagði Steingrímur. Steingrímur lagði síðan ítarlegar spurningar fyrir utanríkisráðherra um málið, en hún greindi frá því hinn 11. janúar að leynd yrði létt af þessum skjölum. Hún sagði Íslendingar hafa viljað létta þessari leynd strax við endurnýjun samningsins s.l. haust, en skrifræði í Bandaríkjunum hefði tafið fyrir. Það hefði lítið upp á sig að velta sér upp úr fortíðinni nú. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði að varnarsamningurinn frá árinu 1951 hafi líklega verið umdeildasti tvíhliða samningur sem Ísland hafi gert. "Og tveimur árum áður höfðu átt sér stað uppþot á Austurvelli, þegar Alþingi samþykkti aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu," sagði Valgerður. Þannig varpi spegilmynd samtímans ekki endilega sanngjörnu ljósi á fortíðina. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði utanríkisráðherra eiga hrós skilið fyrir framgöngu sína í málinu. "Af hverju er þá ekki stjórnarandstöðunni sem situr undir trúnaði í utanríkismálanefnd leyft að sjá það sem er undirstaðan undir varnarsamkomulaginu frá því í haust, þ.e.a.s. varnaráætlunina sem Bandaríkjamenn gerðu," spurði Össur. Geir H Haarde forsætisráðherra telur innihald viðaukana í flestu eðlilegt, en engin ástæða væri til að leyna þeim nú, en tímarnir hafi verið aðrir fyrir rúmum 50 árum. "Það er í umhverfi þessarar miklu spennu sem Íslendingar stíga það gæfuspor að gera tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin 1951," sagði forsætisráðherra.
Fréttir Innlent Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira