Leynisamkomulag brot á lögum og jafnvel stjórnarskrá 5. febrúar 2007 18:43 Talsmenn vinstri grænna og Samfylkingarinnar segja að lög og jafnvel stjórnarskrá hafi verið brotin þegar viðaukum við varnarsamninginn var haldið leyndum fyrir Alþingi. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru sammála um að innihald viðaukanna kalli ekki á leynd, en tíðarandinn hafi verið allt annar fyrir hálfri öld en nú. Steingrímur J Sigfússon formaður Vinstri grænna rifjaði upp hvernig kom til þess árið 1951 að gerður var samningur um veru Bandaríkjahers á Íslandi, án samráðs við Alþingi og utanríkismálanefnd. Það hafi verið nógu slæmt, en nú hafi klomið í ljós að á bakvið samninginn hafi verið gerðir leynisamningar og röngum upplýsingum haldið að þjóðinni í meira en hálfa öld og Alþingi þannig haft að fífli. "Öllu alvarlegra er þó að í leyniviðaukunum er fólgið beint afsal og beinar kvaðir á íslenskt land og yfirráðasvæði og stjórnskipun og lögum er vikið til hliðar,"sagði Steingrímur. Steingrímur lagði síðan ítarlegar spurningar fyrir utanríkisráðherra um málið, en hún greindi frá því hinn 11. janúar að leynd yrði létt af þessum skjölum. Hún sagði Íslendingar hafa viljað létta þessari leynd strax við endurnýjun samningsins s.l. haust, en skrifræði í Bandaríkjunum hefði tafið fyrir. Það hefði lítið upp á sig að velta sér upp úr fortíðinni nú. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði að varnarsamningurinn frá árinu 1951 hafi líklega verið umdeildasti tvíhliða samningur sem Ísland hafi gert. "Og tveimur árum áður höfðu átt sér stað uppþot á Austurvelli, þegar Alþingi samþykkti aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu," sagði Valgerður. Þannig varpi spegilmynd samtímans ekki endilega sanngjörnu ljósi á fortíðina. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði utanríkisráðherra eiga hrós skilið fyrir framgöngu sína í málinu. "Af hverju er þá ekki stjórnarandstöðunni sem situr undir trúnaði í utanríkismálanefnd leyft að sjá það sem er undirstaðan undir varnarsamkomulaginu frá því í haust, þ.e.a.s. varnaráætlunina sem Bandaríkjamenn gerðu," spurði Össur. Geir H Haarde forsætisráðherra telur innihald viðaukana í flestu eðlilegt, en engin ástæða væri til að leyna þeim nú, en tímarnir hafi verið aðrir fyrir rúmum 50 árum. "Það er í umhverfi þessarar miklu spennu sem Íslendingar stíga það gæfuspor að gera tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin 1951," sagði forsætisráðherra. Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Talsmenn vinstri grænna og Samfylkingarinnar segja að lög og jafnvel stjórnarskrá hafi verið brotin þegar viðaukum við varnarsamninginn var haldið leyndum fyrir Alþingi. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru sammála um að innihald viðaukanna kalli ekki á leynd, en tíðarandinn hafi verið allt annar fyrir hálfri öld en nú. Steingrímur J Sigfússon formaður Vinstri grænna rifjaði upp hvernig kom til þess árið 1951 að gerður var samningur um veru Bandaríkjahers á Íslandi, án samráðs við Alþingi og utanríkismálanefnd. Það hafi verið nógu slæmt, en nú hafi klomið í ljós að á bakvið samninginn hafi verið gerðir leynisamningar og röngum upplýsingum haldið að þjóðinni í meira en hálfa öld og Alþingi þannig haft að fífli. "Öllu alvarlegra er þó að í leyniviðaukunum er fólgið beint afsal og beinar kvaðir á íslenskt land og yfirráðasvæði og stjórnskipun og lögum er vikið til hliðar,"sagði Steingrímur. Steingrímur lagði síðan ítarlegar spurningar fyrir utanríkisráðherra um málið, en hún greindi frá því hinn 11. janúar að leynd yrði létt af þessum skjölum. Hún sagði Íslendingar hafa viljað létta þessari leynd strax við endurnýjun samningsins s.l. haust, en skrifræði í Bandaríkjunum hefði tafið fyrir. Það hefði lítið upp á sig að velta sér upp úr fortíðinni nú. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði að varnarsamningurinn frá árinu 1951 hafi líklega verið umdeildasti tvíhliða samningur sem Ísland hafi gert. "Og tveimur árum áður höfðu átt sér stað uppþot á Austurvelli, þegar Alþingi samþykkti aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu," sagði Valgerður. Þannig varpi spegilmynd samtímans ekki endilega sanngjörnu ljósi á fortíðina. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði utanríkisráðherra eiga hrós skilið fyrir framgöngu sína í málinu. "Af hverju er þá ekki stjórnarandstöðunni sem situr undir trúnaði í utanríkismálanefnd leyft að sjá það sem er undirstaðan undir varnarsamkomulaginu frá því í haust, þ.e.a.s. varnaráætlunina sem Bandaríkjamenn gerðu," spurði Össur. Geir H Haarde forsætisráðherra telur innihald viðaukana í flestu eðlilegt, en engin ástæða væri til að leyna þeim nú, en tímarnir hafi verið aðrir fyrir rúmum 50 árum. "Það er í umhverfi þessarar miklu spennu sem Íslendingar stíga það gæfuspor að gera tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin 1951," sagði forsætisráðherra.
Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira