Kraftlyftingamaður handtekinn vegna sterasmygls 3. febrúar 2007 18:47 Frammámaður innan Kraftlyftingasambandsins var handtekinn í gær vegna innflutnings á þrjátíu þúsund skömmtum af sterum. Á aðalfundi sambandsins í gærkvöld hætti hann í félaginu. Fíkniefnalögreglan hefur aldrei áður lagt hald á jafn mikið magn af sterum en innflutningur þeirra varðar ekki við fíkniefnalöggjöf heldur lyfjalög. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærdag hald á um 30 þúsund skammta af sterum á nokkrum stöðum í borginni. Lögregla hefur aldrei tekið jafnmikið af sterum en efnin voru í töflum og fljótandi formi. Maður á fimmtugsaldri var handtekinn vegna málsins en hluti efnanna fannst á heimili hans. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar, var maðurinn sem handtekinn yfirheyrður og svo sleppt þar sem ekki þótti ástæða til að halda honum. Ásgeir segir að það liggi ekki fyrir hvort fleiri hafi verið tengdir málinu en töflunar hafi líklega verið ætlaðar til sölu hér á landi. Maðurinn sem var handtekinn var frammámaður innan Kraftlyftingasambandsins, Krafti, en sambandið hélt Íslandsmót í bekkpressu í dag. Aðalfundur Krafts var í gærkvöld og hætti viðkomandi maður bæði í ábyrgðasatarfi fyrir félagið og í Krafti. Ný yfirstjórn tók við á aðalfundi í gærkvöld og segir Guðjón Hafliðason, einn nýkjörinna stjórnarmanna, að þetta mál snerti ekki Kraft með neinum hætti, hvorki stjórn félagsins né núverandi félagsmenn og sé heilbrigði í öndvegi innan Krafts. Steranotkun getur haft afar slæmar afleiðingar, ekki síst fyrir hjarta og æðakerfið. Þá benda nýjar rannsóknir til þess að steranotkun eyði heilafrumum í stórum stíl. Auk þess getur steranokun haft alvarleg geðræn áhrif, valdið þunglyndi og sturlun. Þrátt fyrir mögulega alvarlegar afleiðingar steranotkunar varðar sterasmygl ekki við fíkniefnalögfjöf heldur lyfjalög. Vegna þessa eru refsingar vegna sterasmygls fremur vægar en hámarksrefsing vegna brota á lyfjalögum eru tveggja ára fangelsi. Ásgeir Karlsson hjá fíkniefanlögreglunni segir það augljóst athugunarefni hvort ekki eigi að endurskoða þennan refsiramma. Fréttir Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Frammámaður innan Kraftlyftingasambandsins var handtekinn í gær vegna innflutnings á þrjátíu þúsund skömmtum af sterum. Á aðalfundi sambandsins í gærkvöld hætti hann í félaginu. Fíkniefnalögreglan hefur aldrei áður lagt hald á jafn mikið magn af sterum en innflutningur þeirra varðar ekki við fíkniefnalöggjöf heldur lyfjalög. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærdag hald á um 30 þúsund skammta af sterum á nokkrum stöðum í borginni. Lögregla hefur aldrei tekið jafnmikið af sterum en efnin voru í töflum og fljótandi formi. Maður á fimmtugsaldri var handtekinn vegna málsins en hluti efnanna fannst á heimili hans. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar, var maðurinn sem handtekinn yfirheyrður og svo sleppt þar sem ekki þótti ástæða til að halda honum. Ásgeir segir að það liggi ekki fyrir hvort fleiri hafi verið tengdir málinu en töflunar hafi líklega verið ætlaðar til sölu hér á landi. Maðurinn sem var handtekinn var frammámaður innan Kraftlyftingasambandsins, Krafti, en sambandið hélt Íslandsmót í bekkpressu í dag. Aðalfundur Krafts var í gærkvöld og hætti viðkomandi maður bæði í ábyrgðasatarfi fyrir félagið og í Krafti. Ný yfirstjórn tók við á aðalfundi í gærkvöld og segir Guðjón Hafliðason, einn nýkjörinna stjórnarmanna, að þetta mál snerti ekki Kraft með neinum hætti, hvorki stjórn félagsins né núverandi félagsmenn og sé heilbrigði í öndvegi innan Krafts. Steranotkun getur haft afar slæmar afleiðingar, ekki síst fyrir hjarta og æðakerfið. Þá benda nýjar rannsóknir til þess að steranotkun eyði heilafrumum í stórum stíl. Auk þess getur steranokun haft alvarleg geðræn áhrif, valdið þunglyndi og sturlun. Þrátt fyrir mögulega alvarlegar afleiðingar steranotkunar varðar sterasmygl ekki við fíkniefnalögfjöf heldur lyfjalög. Vegna þessa eru refsingar vegna sterasmygls fremur vægar en hámarksrefsing vegna brota á lyfjalögum eru tveggja ára fangelsi. Ásgeir Karlsson hjá fíkniefanlögreglunni segir það augljóst athugunarefni hvort ekki eigi að endurskoða þennan refsiramma.
Fréttir Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira