Ríkisstjórn fullkunnugt um fjármálaóreiðu Byrgisins í 4 ár 31. janúar 2007 18:45 Ríkisstjórninni var fullkunnugt um fjármálaóreiðu Byrgisins vorið 2003. Síðan þá hefur stjórnin veitt Byrginu á annað hundrað milljónir króna. Fjölmargar viðvörunarbjöllur hafa klingt á síðustu fjórum árum án þess að við þeim hafi verið brugðist. Málið er klúður frá upphafi til enda, segir Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar. Fréttastofa hefur undir höndum staðfestingu á því að ríkisstjórn var fullkunnugt um fjármálaóreiðuna í Byrginu. Þetta minnisblað var lagt fram í ríkisstjórn á vormánuðum árið 2003. Trúnaður hvílir á plagginu. Þar eru engin undanbrögð. Í minnisblaðinu stendur að rekstur Byrgisins sé slæmur, fjármálastjórn í molum, skammtímaskuldir miklar og vegna bókhaldsóreiðu sé erfitt að henda reiður á fjárhagslegum málefnum. Það verður æ ljósar í þessu Byrgismáli að þær eru orðnar ansi margar viðvörunarbjöllurnar sem klingt hafa í eyrum þeirra sem deila út almannafé. Í fyrsta lagi: Kolsvört skýrsla um málefni Byrgisins, gerð fyrir Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Í öðru lagi: Skýrsla vinnuhóps þriggja aðstoðarmanna utanríkis-, félagsmála- og heilbrigðisráðherra, sama ár. Í þriðja lagi: Minnisblaðið um bókhaldsóreiðuna sem lagt var fyrir ríkisstjórn vorið 2003. Í fjórða lagi: Byrgið varð gjaldþrota árið 2003. Þetta var yfirvöldum fullkunnugt um eins og fram kemur í tölvupósti frá aðstoðarmanni utanríkisráðherra í febrúar það ár, en þar segir: "... þar sem vitað er að fjármagn það sem er á fjárlögum verður að fara í gjaldþrotið þá liggur fyrir að þeir þurfa fjármagn í hinn daglega rekstur ..." Ríkisendurskoðun leyfði að framlag til Byrgisins færi á nýja kennitölu - færi það sannanlega til rekstrarins. Tölvupóstur þáverandi aðstoðarmanns utanríkisráðherra sýnir svo ekki verði um villst að vitað var að ríkisframlag fór í gjaldþrotið. Þá greiddi Reykjavíkurborg líka styrki inn á tvær kennitölur. Í fimmta lagi: Byrgið hefur frá árinu 2003 einungis skilað einum - ófullnægjandi - ársreikningi til ríkisskattstjóra. Í sjötta lagi: 16. janúar 2003 sendi geðlæknir á höfuðborgarsvæðinu bréf til Landlæknisembættisins þar sem hann segir frá því að þrjár konur séu óléttar í Byrginu og að barnsfeðurnir muni vera starfsmenn staðarins. Jóhanna Sigurðardóttir segir þetta mál allt klúður frá upphafi til enda og nú flýi allir undan ábyrgð. Hún segir það ríkisstjórnin en ekki fjárlaganefnd sem hafi ákveðið framlög til Byrgisins allt frá 2002. Síðan þá hafi ríkisstjórnin, í stað þess að senda málið til Ríkisendurskoðunar, ausið áfram fé í Byrgið. Síðustu fimm ár hefur borgin styrkt Byrgið um tæpar 18 milljónir króna, meðal annars á meðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var borgarstjóri. Í ræðu um síðustu helgi sagði hún að stjórnvöld hefðu brugðist í eftirlitshlutverki sínu í Byrgismálinu. Aðspurð hvort Ingibjörg Sólrún beri ekki líka ábyrgð, svarar Jóhanna, að hún hafi ekki vitað af skýrslunni um bókhaldsóreiðuna.Í febrúar 2003 sendir Birkir Jón Jónsson, þáverandi aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og núverandi formaður fjárlaganefndar, tölvupóst. Þar grillir líklega í kjarnann í þessari hörmungarsögu um fíkla í Byrginu og andvaraleysi yfirvalda."Ef starfsemi Byrgisins á alfarið að fara eftir lögum um heilbrigðisþjónustu þá mun kostnaðurinn verða margfælt hærri en nú er áætlað." Fréttir Innlent Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sjá meira
Ríkisstjórninni var fullkunnugt um fjármálaóreiðu Byrgisins vorið 2003. Síðan þá hefur stjórnin veitt Byrginu á annað hundrað milljónir króna. Fjölmargar viðvörunarbjöllur hafa klingt á síðustu fjórum árum án þess að við þeim hafi verið brugðist. Málið er klúður frá upphafi til enda, segir Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar. Fréttastofa hefur undir höndum staðfestingu á því að ríkisstjórn var fullkunnugt um fjármálaóreiðuna í Byrginu. Þetta minnisblað var lagt fram í ríkisstjórn á vormánuðum árið 2003. Trúnaður hvílir á plagginu. Þar eru engin undanbrögð. Í minnisblaðinu stendur að rekstur Byrgisins sé slæmur, fjármálastjórn í molum, skammtímaskuldir miklar og vegna bókhaldsóreiðu sé erfitt að henda reiður á fjárhagslegum málefnum. Það verður æ ljósar í þessu Byrgismáli að þær eru orðnar ansi margar viðvörunarbjöllurnar sem klingt hafa í eyrum þeirra sem deila út almannafé. Í fyrsta lagi: Kolsvört skýrsla um málefni Byrgisins, gerð fyrir Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Í öðru lagi: Skýrsla vinnuhóps þriggja aðstoðarmanna utanríkis-, félagsmála- og heilbrigðisráðherra, sama ár. Í þriðja lagi: Minnisblaðið um bókhaldsóreiðuna sem lagt var fyrir ríkisstjórn vorið 2003. Í fjórða lagi: Byrgið varð gjaldþrota árið 2003. Þetta var yfirvöldum fullkunnugt um eins og fram kemur í tölvupósti frá aðstoðarmanni utanríkisráðherra í febrúar það ár, en þar segir: "... þar sem vitað er að fjármagn það sem er á fjárlögum verður að fara í gjaldþrotið þá liggur fyrir að þeir þurfa fjármagn í hinn daglega rekstur ..." Ríkisendurskoðun leyfði að framlag til Byrgisins færi á nýja kennitölu - færi það sannanlega til rekstrarins. Tölvupóstur þáverandi aðstoðarmanns utanríkisráðherra sýnir svo ekki verði um villst að vitað var að ríkisframlag fór í gjaldþrotið. Þá greiddi Reykjavíkurborg líka styrki inn á tvær kennitölur. Í fimmta lagi: Byrgið hefur frá árinu 2003 einungis skilað einum - ófullnægjandi - ársreikningi til ríkisskattstjóra. Í sjötta lagi: 16. janúar 2003 sendi geðlæknir á höfuðborgarsvæðinu bréf til Landlæknisembættisins þar sem hann segir frá því að þrjár konur séu óléttar í Byrginu og að barnsfeðurnir muni vera starfsmenn staðarins. Jóhanna Sigurðardóttir segir þetta mál allt klúður frá upphafi til enda og nú flýi allir undan ábyrgð. Hún segir það ríkisstjórnin en ekki fjárlaganefnd sem hafi ákveðið framlög til Byrgisins allt frá 2002. Síðan þá hafi ríkisstjórnin, í stað þess að senda málið til Ríkisendurskoðunar, ausið áfram fé í Byrgið. Síðustu fimm ár hefur borgin styrkt Byrgið um tæpar 18 milljónir króna, meðal annars á meðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var borgarstjóri. Í ræðu um síðustu helgi sagði hún að stjórnvöld hefðu brugðist í eftirlitshlutverki sínu í Byrgismálinu. Aðspurð hvort Ingibjörg Sólrún beri ekki líka ábyrgð, svarar Jóhanna, að hún hafi ekki vitað af skýrslunni um bókhaldsóreiðuna.Í febrúar 2003 sendir Birkir Jón Jónsson, þáverandi aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og núverandi formaður fjárlaganefndar, tölvupóst. Þar grillir líklega í kjarnann í þessari hörmungarsögu um fíkla í Byrginu og andvaraleysi yfirvalda."Ef starfsemi Byrgisins á alfarið að fara eftir lögum um heilbrigðisþjónustu þá mun kostnaðurinn verða margfælt hærri en nú er áætlað."
Fréttir Innlent Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sjá meira