Hvað er málið með Materazzi? 29. janúar 2007 12:23 Gennaro Delvecchio fær að líta rauða spjaldið í leiknum í gærkvöldi. MYND/AFP Marco Materazzi, ítalski varnarmaðurinn hjá Inter Milan, hefur enn einu komið sér í sviðsljósið en í gærkvöldi varð hann þess valdur að Gennaro Delvecchio, leikmaður Sampdoria, fékk að líta rauða spjaldið í viðureign liðanna. Atvikið þykir minna óþarflega mikið á uppákomu hans og Zinedine Zidane á HM síðastliðið sumar. Delvecchio vandar Materazzi ekki kveðjurnar en það var á 7. mínútu leiksins í gærkvöldi sem að hann reyndi að ná til boltans áður en hann komst í hendurnar á Julio Cesar, markverði Inter. Svo virtist sem að Delvecchio hefði sparkað lítillega í Cesar og við það hljóp Materazzi að leikmanninum og hrópaði að honum ókvæðisorðum. Delvecchio otaði hausnum að andliti Materazzi sem síðan féll með tilþrifum í jörðina líkt og hann hefði verið skallaður alvarlega. Delvecchio fékk umsvifalaust að líta rauða spjaldið. Eftir leikinn sakaði Delvecchio ítalska landsliðsmanninn um að hafa ögrað sér. "Það sem ég gerði var rangt en ég brást svona við ljótum orðum Materazzi. Hann sakaði mig um að vilja meiða aðra leikmenn sem er auðvitað alrangt. Þið ættuð að lesa varir hans og sjá hvað hann sagði við mig," sagði Delvecchio eftir leikinn. Materazzi sá málið frá annari hlið, eins og honum er venja til. "Ég gerði ekkert rangt. Ég sagði honum bara að hætta því sem hann var að gera," sagði Materazzi. "Áður en ég vissi af hafði hann skallað mig. Ég fékk skurð á vörina og það blæddi úr mér," bætti hann við. Hægt er að sjá myndband af atvikinu á síðunni kvikmynd.is eða með því að smella hér. Erlendar Fótbolti Ítalski boltinn Íþróttir Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Sjá meira
Marco Materazzi, ítalski varnarmaðurinn hjá Inter Milan, hefur enn einu komið sér í sviðsljósið en í gærkvöldi varð hann þess valdur að Gennaro Delvecchio, leikmaður Sampdoria, fékk að líta rauða spjaldið í viðureign liðanna. Atvikið þykir minna óþarflega mikið á uppákomu hans og Zinedine Zidane á HM síðastliðið sumar. Delvecchio vandar Materazzi ekki kveðjurnar en það var á 7. mínútu leiksins í gærkvöldi sem að hann reyndi að ná til boltans áður en hann komst í hendurnar á Julio Cesar, markverði Inter. Svo virtist sem að Delvecchio hefði sparkað lítillega í Cesar og við það hljóp Materazzi að leikmanninum og hrópaði að honum ókvæðisorðum. Delvecchio otaði hausnum að andliti Materazzi sem síðan féll með tilþrifum í jörðina líkt og hann hefði verið skallaður alvarlega. Delvecchio fékk umsvifalaust að líta rauða spjaldið. Eftir leikinn sakaði Delvecchio ítalska landsliðsmanninn um að hafa ögrað sér. "Það sem ég gerði var rangt en ég brást svona við ljótum orðum Materazzi. Hann sakaði mig um að vilja meiða aðra leikmenn sem er auðvitað alrangt. Þið ættuð að lesa varir hans og sjá hvað hann sagði við mig," sagði Delvecchio eftir leikinn. Materazzi sá málið frá annari hlið, eins og honum er venja til. "Ég gerði ekkert rangt. Ég sagði honum bara að hætta því sem hann var að gera," sagði Materazzi. "Áður en ég vissi af hafði hann skallað mig. Ég fékk skurð á vörina og það blæddi úr mér," bætti hann við. Hægt er að sjá myndband af atvikinu á síðunni kvikmynd.is eða með því að smella hér.
Erlendar Fótbolti Ítalski boltinn Íþróttir Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Sjá meira