Kallar tónleikana sýndarmennsku 21. janúar 2007 18:45 MYND/Stöð 2 Breski tónlistarmaðurinn Elton John söng afmælissönginn fyrir Ólaf Ólafsson, stjórnarformann Samskipa, í veislu í Reykjavík í gærkvöld en strax að henni lokinni hélt hann til Bandaríkjanna. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir þessa uppákomu bera sýndarmennsku vitni.Elton John staldraði stutt við á Íslandi að þessu sinni og fór heimsókn hans afar leynt. Einkaþota kappans lenti á Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir kvöldmatarleytið í gær og var ferðinni þaðan heitið í Ísheima, kæligeymslu Samskipa á Vogabakka, þar sem afmælisveislan fór fram. Gestirnir skiptu hundruðum, þar á meðal voru fjölmargir fyrrverandi og núverandi starfsmenn Samskipa. Fyrir utan húsakynnin gættu svo félagar í Landsbjörgu þess að engar boðflennur laumuðu sér inn. Í þá rúmu klukkustund sem Elton var á sviðinu lék hann mörg af sínum bestu lögum og klykkti loks út með að syngja afmælissönginn fyrir Ólaf. Auk hans léku svo Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og stórsveit Reykjavíkur.Í samtali við Stöð 2 í dag sagðist Ólafur að veislan hefði heppnast afar vel enda hefði undirbúningur að komu Eltons staðið lengi. Hann vildi ekki segja hvað tónleikarnir hefðu kostað en sagði getgátur um að popparinn hefði þegið sjötíu milljónir króna fyrir vikið ekki á rökum reistar.Óhætt er að segja að þessi uppákoma hafi vakið athygli í samfélaginu, hana bar meðal annars á góma í Silfri Egils í dag. Þar sagði Ásta Möller hana vera sýndarmennsku og nær hefði verið að Ólafur Ólafsson og eiginkona hans hefðu látið peningana renna í nýstofnaðan velgerðarsjóð sinn. Strax að loknum tónleikunum hélt Elton svo af stað til Atlanta í Bandaríkjunum frá Keflavíkurflugvelli en þangað hafði þota hans verið flutt fyrr um kvöldið. Áður en hann fór gaf hann sér þó tíma til að kaupa listmuni af Ingu Elínu Kristinsdóttur glerlistakonu. Fréttir Innlent Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Elton John söng afmælissönginn fyrir Ólaf Ólafsson, stjórnarformann Samskipa, í veislu í Reykjavík í gærkvöld en strax að henni lokinni hélt hann til Bandaríkjanna. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir þessa uppákomu bera sýndarmennsku vitni.Elton John staldraði stutt við á Íslandi að þessu sinni og fór heimsókn hans afar leynt. Einkaþota kappans lenti á Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir kvöldmatarleytið í gær og var ferðinni þaðan heitið í Ísheima, kæligeymslu Samskipa á Vogabakka, þar sem afmælisveislan fór fram. Gestirnir skiptu hundruðum, þar á meðal voru fjölmargir fyrrverandi og núverandi starfsmenn Samskipa. Fyrir utan húsakynnin gættu svo félagar í Landsbjörgu þess að engar boðflennur laumuðu sér inn. Í þá rúmu klukkustund sem Elton var á sviðinu lék hann mörg af sínum bestu lögum og klykkti loks út með að syngja afmælissönginn fyrir Ólaf. Auk hans léku svo Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og stórsveit Reykjavíkur.Í samtali við Stöð 2 í dag sagðist Ólafur að veislan hefði heppnast afar vel enda hefði undirbúningur að komu Eltons staðið lengi. Hann vildi ekki segja hvað tónleikarnir hefðu kostað en sagði getgátur um að popparinn hefði þegið sjötíu milljónir króna fyrir vikið ekki á rökum reistar.Óhætt er að segja að þessi uppákoma hafi vakið athygli í samfélaginu, hana bar meðal annars á góma í Silfri Egils í dag. Þar sagði Ásta Möller hana vera sýndarmennsku og nær hefði verið að Ólafur Ólafsson og eiginkona hans hefðu látið peningana renna í nýstofnaðan velgerðarsjóð sinn. Strax að loknum tónleikunum hélt Elton svo af stað til Atlanta í Bandaríkjunum frá Keflavíkurflugvelli en þangað hafði þota hans verið flutt fyrr um kvöldið. Áður en hann fór gaf hann sér þó tíma til að kaupa listmuni af Ingu Elínu Kristinsdóttur glerlistakonu.
Fréttir Innlent Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira